Sælir.
mig langar að spyrja hvort einhver hér getur uppfrætt mig, fávísann, um hlutverk slefs í olíuspíssum. Ég þykist þekkja nokkuð vel til hvernig spíss virkar en aldrei náð almennilega botn í það hvaða hlutverki slefið þjónar. Ég get nefninlega ekki betur séð en að slefgöngin séu bara í sjálfu dísuhólfinu og þá fatta ég ekki af hverju olían fer ekki bara þá leiðina frekar en að vera að baksa við að troðast í gegnum dísuna. Sömuleiðis skil ég ekki af hverju olían má ekki bara fara öll gegnum dísuna.
Endilega fræðið mig um þetta.
Kv Jón Garðar
Diselspíssar
Re: Diselspíssar
Dísan opnar ekki fyrr en ákveðnum þrýstingi er náð, það er gert vegna þess að það þarf háan þrýsting til þess að búa til nógu fínan úða til þess að olían brenni almennilega. Í dísunni er stimpill og neðst á stimplinum er nál sem þéttir á móti sæti. Undir þennan stimpil er dælt olíu og þegar þrýstingurinn er orðinn hærri en gormþrýstingurinn lyftist stimpillinn og gatið opnast.
Það eru hinsvegar engar þéttingar á þessum stimpli og einnig getur eitthvað af gasi komist inn í dísuna áður en nálin nær að loka. Þessvegna lekur upp með stimplinum díselolía og einhverjar loftbólur með. Í stuttu máli, slefið er það sem lekur með stimplinum. Ef spíssahúsið væri þétt þá myndi myndast þrýstingur fyrir aftan stimpilinn og hann færi að opna seint og illa.
Það eru hinsvegar engar þéttingar á þessum stimpli og einnig getur eitthvað af gasi komist inn í dísuna áður en nálin nær að loka. Þessvegna lekur upp með stimplinum díselolía og einhverjar loftbólur með. Í stuttu máli, slefið er það sem lekur með stimplinum. Ef spíssahúsið væri þétt þá myndi myndast þrýstingur fyrir aftan stimpilinn og hann færi að opna seint og illa.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Diselspíssar
Slefið er líka notað til að smyrja hreyfanlegu hlutina í spíssinum. Sést mjög vel í þessu youtube vídeoi.
[youtube]http://youtu.be/EbjDH7fr_J8[/youtube]
[youtube]http://youtu.be/EbjDH7fr_J8[/youtube]
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Diselspíssar
Sælir
Já maður þekkir svona grunnhugmyndir og virknina í stórum dráttum en vantar nokkur svona lykilatriði inn á milli.
ein af ástæðunum fyrir að ég var að velta þessu fyrir mér er hvað það virðist vera mikið atriði að sleflögnin til baka inn á tank sé í lagi, kannski misskilningur hjá mér en einhverjir hér hafa talið gat á sleflögn komi í veg fyrir að mótor gangi eðlilega og miðað við þetta skil ég ekki hvað býr þar að baki. Ætti að nægja að olían komist frá spíssinun.
Kv Jón Garðar
Já maður þekkir svona grunnhugmyndir og virknina í stórum dráttum en vantar nokkur svona lykilatriði inn á milli.
ein af ástæðunum fyrir að ég var að velta þessu fyrir mér er hvað það virðist vera mikið atriði að sleflögnin til baka inn á tank sé í lagi, kannski misskilningur hjá mér en einhverjir hér hafa talið gat á sleflögn komi í veg fyrir að mótor gangi eðlilega og miðað við þetta skil ég ekki hvað býr þar að baki. Ætti að nægja að olían komist frá spíssinun.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Diselspíssar
Ég sé ekki að gat á sleflögn skipti máli, eina undantekningin er ef að sleflögnin liggur aftur að olíuverki í stað þess liggja í tankinn, þá gæti komist loft inná verkið sem truflar gang.
Það er alltaf yfirþrýstingur á slefinu, þar kemst ekkert loft til baka í gegnum spíssana
Það er alltaf yfirþrýstingur á slefinu, þar kemst ekkert loft til baka í gegnum spíssana
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Diselspíssar
Er þessir hlutir nokkurn tíma það þéttir að þetta geti ekki lekið tilbaka nema þegar allt er splunkunýtt. Í 99% tilfella eru þetta vandamál í bílum sem eru keyrðir 200þús og meira.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur