Ég þvældist um hálendið um helgina og fór í ágætis sull og krapa. Þegar komið var í skála um kvöld lét ég bílinn ganga vel og lengi og hreinsaði allan klaka vel. Um morguninn var -18. Ég snéri lyklinum og sá glóðakertin klára sína vinnu og snéri alla leið, þá heyrist bara 1 klikk og ekkert gerðist. Ég endurtók leikinn og 1 klikk heyrðist. Þá opnaði ég húddið og leit mjög gáfulega á vélina :-) ... enginn snjór, enginn raki, allt þurrt. Sló út höfuðrofanum fyrir spil tengið sem var óvart á (var ekki með spilið á). Þegar ég reyndi síðan að starta þá flaug bílinn í gang.
Hefur einhver lent í þessu með lc120?
Gott að heyra hvað gæti hafa valdið þessu.
LC120 neitaði að fara í gang
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: LC120 neitaði að fara í gang
Snerturnar í startaranum gætu verið orðnar lélegar, kosta örfáar krónur og tekur 15 mín að skipta um eftir að startarinn er kominn úr
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: LC120 neitaði að fara í gang
Gæti hafa verið frosið í startaranum og sambandið við snerturnar því lélegt (þessar sem Sævar nefnir).
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: LC120 neitaði að fara í gang
Hef nokkrum sinnum upplifað þetta á köldum morgnum eftir sull daginn áður hjá mér og öðrum bílum líka. Ef enginn svarar ef bankað er þá er oftast nóg að hella heitu vatni á startarann eða velgja á annan hátt
Ég tek yfirleitt með mér aukastartara í lengri ferðum
Ég tek yfirleitt með mér aukastartara í lengri ferðum
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur