Hlutföll Wrangler
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 8
- Skráður: 10.okt 2013, 11:04
- Fullt nafn: Magnús Valgeirsson
- Bíltegund: Wrangler
Hlutföll Wrangler
Ég er með Wrangler 2.5L árgerð 1994 og er að spá í að hækka hann eitthvað upp, en vélin er nú ekki sú kraftmesta í flotanum þannig að ég var að spá í hvort það væri eitthvað vit í að breyta hlutföllunum i 4,56. Er eitthvað vit í því og ef svo er hvað ætti maður þá að hækka hann mikið upp.
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 19.mar 2013, 13:33
- Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
- Bíltegund: Wrangler Ultimate
Re: Hlutföll Wrangler
sælir
farðu í 4:88 og þá ertu góður í 35-38"
eg var með 4:56 og 36" dekk. eg gat aldrei notaði 5ta gírinn :)
original er 4:11
kv Gunnar
farðu í 4:88 og þá ertu góður í 35-38"
eg var með 4:56 og 36" dekk. eg gat aldrei notaði 5ta gírinn :)
original er 4:11
kv Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Hlutföll Wrangler
Ef ég gef mér að jeppinn sé beinskiptur þá ert þú með ax5 gírkassann og gírhlutfall 0.85 í fimmta gír.
Drifhlutfallið er þá upprunalega 4.10 (sjá http://www.jeepforum.com/forum/f12/yj-wrangler-stock-specs-563403/)
Samkvæmt reiknivélinni hjá Novak ( http://www.novak-adapt.com/knowledge/gearing.htm )
Þá er vélin að snúast 2350 snúninga á mínútu á 90 km hraða á "orignal" dekkjunum.
Ef þú ferð í 35-tommu dekk og villt halda sama snúning þá þarftu að fara í drifhlutfall upp á 5.13
Fyrir 38 tommu dekk þarftu að fara í 5.38
Upprunalegu drifhlutföllin eru (held ég) miðuð við að jeppinn geti verið á þetta 65-70 mílna hraða á hraðbrautum án þess að skrækja mikið. Þannig að það ætti að vera óhætt að fara í eitthvað hærri hlutföll, eða 4.88 fyrir 35 tommu og og 5.13 fyrir 38 tommu.
Drifhlutfallið er þá upprunalega 4.10 (sjá http://www.jeepforum.com/forum/f12/yj-wrangler-stock-specs-563403/)
Samkvæmt reiknivélinni hjá Novak ( http://www.novak-adapt.com/knowledge/gearing.htm )
Þá er vélin að snúast 2350 snúninga á mínútu á 90 km hraða á "orignal" dekkjunum.
Ef þú ferð í 35-tommu dekk og villt halda sama snúning þá þarftu að fara í drifhlutfall upp á 5.13
Fyrir 38 tommu dekk þarftu að fara í 5.38
Upprunalegu drifhlutföllin eru (held ég) miðuð við að jeppinn geti verið á þetta 65-70 mílna hraða á hraðbrautum án þess að skrækja mikið. Þannig að það ætti að vera óhætt að fara í eitthvað hærri hlutföll, eða 4.88 fyrir 35 tommu og og 5.13 fyrir 38 tommu.
-
- Innlegg: 86
- Skráður: 04.feb 2010, 21:48
- Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
- Staðsetning: Njarðvík
Re: Hlutföll Wrangler
Settu frekar peninginn í aðra vél og haltu 4.10:1 hlutföllunum. Getur örugglega fengið 4 lítra vél fyrir minni pening heldur en hlutföll í aðra hásinguna.
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Hlutföll Wrangler
Ég mæli með að fara frekar í 4.0 vélina en þá þarftu reyndar að fá annan gírkassa líka og millikassa eða skipta um inputið í millikassann en bíllinn verður allt annar bíll svoleiðis.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 8
- Skráður: 10.okt 2013, 11:04
- Fullt nafn: Magnús Valgeirsson
- Bíltegund: Wrangler
Re: Hlutföll Wrangler
Skil það að menn séu hrifnari af 4.0L vélinni og er svosem að spá í því líka og reikna með að það verði farið í það seinna en í augnablikinu þá er ég bara að nota hann sem bryggjubíl og snattara. Og mér skilst að það sé til slatti af þessum vélum í vöku eða þá eitthvað enn betra. En hvar er best að kaupa hlutföllin? Prufaði að googla það og fékk upp fullt að ebay síðum og datt niður á þetta http://www.ebay.com/itm/Ring-Pinion-gea ... 9f&vxp=mtr
Er eitthvað vit í þessu eða er best að spjalla við ljónstaðargengið?
Er eitthvað vit í þessu eða er best að spjalla við ljónstaðargengið?
-
- Innlegg: 36
- Skráður: 30.nóv 2012, 22:24
- Fullt nafn: Benedikt Bj. Kristjánsson
- Bíltegund: '91 Explorer
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hlutföll Wrangler
ég pantaði hlutföll frá ebay í minn bíl, tók einhverjar 2 vikur að mig minnir að fá þetta og var að borga um 30þús fyrir hvort hlutfallið.
Heppnaðist ekki betur en svo að annað var vitlaust, átti að vera reverse en fékk standard.
Ef þú vilt þá er það vitlausa ennþá til hérna í kjallaranum sem myndi passa að aftan hjá þér, dana35 4,56
Heppnaðist ekki betur en svo að annað var vitlaust, átti að vera reverse en fékk standard.
Ef þú vilt þá er það vitlausa ennþá til hérna í kjallaranum sem myndi passa að aftan hjá þér, dana35 4,56
Re: Hlutföll Wrangler
Sæll Maggi ég keypti mín hlutföll hjá ljónstöðum og gett ég vel mælt með þeim, en ég tók 5,13 hlutföllin, þeir eru mjög sangjarnir á verði og er hending ef maður fynnur eitthvað ódýrara á netinu.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur