Bíllinn keyrir mjög vel og eyðir ekki miklu miðað við gamla dísilvél ( 12-14L/100km) .
Bíllinn er keyrður X63.245 km, X þýðir að mælirinn kemst bara upp í 99.999 km og ég veit ekki hversu oft hann hefur verið núllstilltur.
Vélin er af gerðinni OM617 - 300TD - 5 cyl (straight-5) með turbo
http://en.wikipedia.org/wiki/Mercedes-Benz_OM617
Fer auðveldlega í gang og malar eins og köttur.
Bíllinn er 30 ára gamall og þess vegna skráður sem fornbíll. Engin bifreiðagjöld og tryggingar í kringum 16.000 á ári.
Það sem hefur verið gert í sumar:
- Ný kúpling
- Ný gírstöng/skipting
- Nýupptekinn startari
Bíllinn er í notkun á hverjum degi og gengur áfallalaust.
Það er ryð sem þarf að laga fljótlega.
Hefur skoðun til 06/14