Jæjja þá er komið að smá uppfærslu á þessum ágæta þráð um sterann minn.
Fór með jeppsterinn á afmælissýningu 4x4 um daginn og eins og staðan er í dag þá er ég í smá mótor breytingum. Original hedd , millihedd rocker armar og blöndungur voru ekki að gera sig fyrir mig svo að það var splæst í ál hedd frá Procomp Electronics með 265cc Intake Runner/ 74cc Combustion Chambers, ál millihedd, rúllu rocker arma 1.6 ratio, ál ventlalok, 1000 cfm trottle body, fuel rail, 8,5mm MSD þræði, riðfríar flækjur og eitthvað smotterí í viðbót.
Hér er skemmtilegur þyngdar samanburður.
Ál hedd 15kg - Gamalt hedd 22kg
Ál milli hedd 6kg - Gamalt milli hedd 20kg
trottle boddy 1kg- blöndungur 5kg
1stk flækjur 2kg- Gömlu pústgrein 24kg
Í heildina er ég að létta mótorinn um heil 76Kg ef að útreikningar mínir eru réttir.
Pælingin er semsagt að setja innspítingu á kvikindið.
Hér eru svo myndir af því sem ég er búinn að fá í hús og hvað ég er búinn að gera.
Við feðgarnir með sterann á sýningu


Hedd stöddar

Fuel rail

Throttle body 1000CFM

Ál ventlalok

Shorty flækjur riðfríar. (fann engar long tube flækjur sem voru líklegar til að passa og það var allt of mikið vesen að breyta flækjum svo að þetta var ódýrt og bara ágætis lausn)


Ál hedd


Gamalt og vont

Gamlir rocker armar.

Nýir rocker armar 1.6 ratio

Gamalt og úldið millihedd


Ál millihedd

Hér á eftir að klára göt fyrir spíssa.

Bori bor

Kjartan aðstoðar tjúnari.

Ég aðal tjúnari

Get kennt þessar stellingar við að herða niður hedd á þriðjudögum og fimmtudögum milli 7 og 9.

Hedd komið á og niður hert.

Svona lítur þetta út eftir gærkvöldið.
