Nú er það sótsvart
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 07.júl 2012, 12:28
- Fullt nafn: Þórður Árnason
- Bíltegund: Jimny 35"
- Staðsetning: Reykjavík
Nú er það sótsvart
Jeppinn minn er tekinn upp á því að sóta smávegis. Það er óvenju vond lykt af útblæstrinum og púströrsendinn, ásamt næsta nágrenni, er ansi svartur. Þetta er 5 cyl Benz/Ssang Yong dieselmótor (ca. 150þús km) með gamaldags olíuverki. Ætti ég að byrja á að taka spíssana úr og láta yfirfara af einhverjum spesíalistum? Eða setja skrjóðinn á verkstæði? Með hverju mælið þið?
Re: Nú er það sótsvart
Hvernig er aflið. Túrbínurnar vildu sstundum fara í þeim
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 07.júl 2012, 12:28
- Fullt nafn: Þórður Árnason
- Bíltegund: Jimny 35"
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Nú er það sótsvart
Það er ekki túrbína á vélinni.
Síðast breytt af Grænjaxlinn þann 24.okt 2013, 13:48, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 305
- Skráður: 01.feb 2010, 19:49
- Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
- Bíltegund: 38" Musso
- Hafa samband:
Re: Nú er það sótsvart
Er hann eithvað farinn að tapa smurolíu?
Þegar Heddpakkningin fór hjá mér þá byrjaði hann að reykja svörtu þegar hann var kaldur, og fór svo í blátt þegar hann var heitur.
Þegar Heddpakkningin fór hjá mér þá byrjaði hann að reykja svörtu þegar hann var kaldur, og fór svo í blátt þegar hann var heitur.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 07.júl 2012, 12:28
- Fullt nafn: Þórður Árnason
- Bíltegund: Jimny 35"
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Nú er það sótsvart
Nei, það lækkar nánast ekkert olían milli smurninga. Mig grunar að þetta tengist spíssum og/eða olíuverkinu enda er gangurinn orðinn ögn grófari en hann var.
Re: Nú er það sótsvart
Tékkaðu á loftsíunni
Re: Nú er það sótsvart
Spíssa mál eða þjappa myndi ég skjóta á
Re: Nú er það sótsvart
Er buið að athuga og prófa að hreinsa/skipta um skynjara á pústgrein eða loftinntaki?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 28
- Skráður: 07.júl 2012, 12:28
- Fullt nafn: Þórður Árnason
- Bíltegund: Jimny 35"
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Nú er það sótsvart
Ég held að það sé enginn skynjari á loftinntakinu, tékka á pústgreininni.
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Nú er það sótsvart
það er enginn skynjari á loft eða pústgrein í mínum ágæta 2005 Musso (2.9 diesel).
spurning hvort EGR ventillinn sé fastur opinn, fljótlegt að prófa það.
eða spíss með lekanda, prófa t.d. Abro Diesel Injector Cleaner (vörunr. DI-502) hjá Poulsen.
annars hef ég lesið mér til að eðlilegt er að taka upp spíssa á 100-150þkm fresti, endurnýja dísur og jafnvel tíma verkið.
leyfði mér að hringja í framtak/blossa og það kostar um 60þkr að taka upp spíssana ef maður kemur með þá, tekur daginn.
spurning hvort EGR ventillinn sé fastur opinn, fljótlegt að prófa það.
eða spíss með lekanda, prófa t.d. Abro Diesel Injector Cleaner (vörunr. DI-502) hjá Poulsen.
annars hef ég lesið mér til að eðlilegt er að taka upp spíssa á 100-150þkm fresti, endurnýja dísur og jafnvel tíma verkið.
leyfði mér að hringja í framtak/blossa og það kostar um 60þkr að taka upp spíssana ef maður kemur með þá, tekur daginn.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur