Súkkan kominn inn og stefnir allt í frábæran bíl. Mikið búið að gerast og mikið sem þarf að gera, læt myndirnar tala fyrir sjálfa sig.
Hægri afturkanturinn kominn af, ekki svo mikið af ryði



Það ætti að banna þjófatengi, bara svíkja mann


Nú sést vel hvað 33" er "stór" undir svona bíl.

Haust-hreingerningar













Í dag fóru brettalantarnir í sprautun og fer bíllinn í sandblásningu á morgun og svo inn í klefa á föstudaginn þar sem hann verður málaður appelsínugulur en kantar og stuðarar ásamt hurðahúnum verða svartir.
Hurðaplöstin fá að fjúka og verða smíðaðir nýjir sílsar undir bílinn.
-Bjarni