Jæja nú er smá Spurning
þarf að panta frá GA
hvaða efnisþykkt og sverlika af heildregnum rörum á ég að taka í 4link undir Suburan Hásing að aftan verður Dana 80 og ákvað ég að fara alla leið víst ég er byrjaður og hafa hann 4link að aftan líka verður á gormum til að byrja með fer svo á Púða þegar Efnahagurinn lagast :)
bíllinn viktar á Vikt með tveimur um borð og hálfum olíutanki 3.170 Kg
4 link
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 282
- Skráður: 05.jan 2013, 00:23
- Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
- Bíltegund: GMC Suburban
Re: 4 link
er enginn með svör um þetta af ykkur miklu spekingum 44 búnir að lesa
Kemst allavega þó hægt fari
-
- Innlegg: 899
- Skráður: 06.jún 2011, 18:30
- Fullt nafn: kjartan Björnsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Reykjavík
Re: 4 link
Er eitthvað ódýrara að fara í Gorma og svo í púða, 1600kg púðar kosta einhvern 30-35þ stykkið sem er ekkert meira en gormar eru að kosta , svo er þetta bara smá smíðavinna við að græja festingar og loftlagnir að þeim
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-
Re: 4 link
Ég man ekki hvaða sverleika af rörum ég notaði undir F350 bílinn hjá mér en þau voru algert overkill. Hugsaði samt sjálfur að ég myndi fórna 5-10kg auka í stífur og hafa þetta nógu svert.
Mig minnir að ég sé með eh sem sé í kringum 40mm ytri sverleika og 5-6mm veggþykkt.
Skal kanna þetta í kvöld ef enginn svarar þér annar og ég á bút af þessu með strikamerki heima meira að segja.
Mig minnir að ég sé með eh sem sé í kringum 40mm ytri sverleika og 5-6mm veggþykkt.
Skal kanna þetta í kvöld ef enginn svarar þér annar og ég á bút af þessu með strikamerki heima meira að segja.
-
- Innlegg: 131
- Skráður: 07.feb 2010, 14:20
- Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
- Staðsetning: Kópavogur
Re: 4 link
sæll,
ég mundi nota 42x2.6 í S355 (st52) í svona bíl.
kv Hörður
ég mundi nota 42x2.6 í S355 (st52) í svona bíl.
kv Hörður
-
- Innlegg: 264
- Skráður: 31.jan 2010, 00:32
- Fullt nafn: Magnús Blöndahl
- Bíltegund: WranglerScrambler
Re: 4 link
Ég nota 42x2.6 heildregið stál 52 í flest svona.
Suburban er stór og mikill. Ég myndi ekki spara nokkur grömm til að fara í grennra efni.
Fer náttúrlega líka eftir hvort þú ætlir að vera með mjög langar eða mjög stuttar stífur, ef þær eru mjög langar er hætta á að reka þetta niður td í árbakka og þá þarf þetta að vera vel hraust.
kv
Maggi
Suburban er stór og mikill. Ég myndi ekki spara nokkur grömm til að fara í grennra efni.
Fer náttúrlega líka eftir hvort þú ætlir að vera með mjög langar eða mjög stuttar stífur, ef þær eru mjög langar er hætta á að reka þetta niður td í árbakka og þá þarf þetta að vera vel hraust.
kv
Maggi
Wrangler Scrambler
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 282
- Skráður: 05.jan 2013, 00:23
- Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
- Bíltegund: GMC Suburban
Re: 4 link
á efni sem er st 52 t.d 42,4 x 4.0 mm mun það henta í þetta
gormana á ég líka til og spara því þar í bili
svo er það spurning með hlutföll er 5.13 eða 4.88 of lággírað og þarf ég hærri hlutföll eða eru þessi tvö sem koma til greina
Vil frekar geta crúsað á lágum snúning á ferðinin
gormana á ég líka til og spara því þar í bili
svo er það spurning með hlutföll er 5.13 eða 4.88 of lággírað og þarf ég hærri hlutföll eða eru þessi tvö sem koma til greina
Vil frekar geta crúsað á lágum snúning á ferðinin
Kemst allavega þó hægt fari
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: 4 link
Það er bara flott
Re: 4 link
Subbi wrote:svo er það spurning með hlutföll er 5.13 eða 4.88 of lággírað og þarf ég hærri hlutföll eða eru þessi tvö sem koma til greina
kemur fram hvaða dekkjastærð þú ætlar í?
Ég er með 46" og 5.13 og það er í lægri kantinum og á 41" á sumrinn finnst mér þetta of lág hlutföll.
Hefði fyrir þetta 41"/46" combo farið í 4.88 ef ég væri í þessu aftur eða jafnvel 4.56 og notað 1:2 lo-gear meira í háfjallakeyrslu.
Re: 4 link
sæll,
ég var með minn suburban á 4:88 og ég sá eftir því þar sem hann snérist allt of lágt á 90.
Hann réð ekki við það að halda sér í lock-upinu og var alltaf að hringla í skiptingunni.
Ég færi í 5:13 ef ég væri að gera þetta aftur.
ég var með minn suburban á 4:88 og ég sá eftir því þar sem hann snérist allt of lágt á 90.
Hann réð ekki við það að halda sér í lock-upinu og var alltaf að hringla í skiptingunni.
Ég færi í 5:13 ef ég væri að gera þetta aftur.
Re: 4 link
Þarf að hafa í huga að m.v. þyngd bíls og dekkjastærð er þessi vél ekkert öflug, því tel ég ekki rétt að fara í há drif til að láta hann malla á lágum snúningi. Myndi hafa hann a.m.k. jafn lágt gíraðan m.v. dekk og orginal en frekar fara í aðeins lægri gírun en það því bíllinn er ekki bara þyngri og á stærri dekkjum heldur er loftmótstaðan mun meiri en orginal. Tel loftmótstöðuna oft mjög vanmetna í svona pælingum varðandi gírun, afl og eldsneytisnotkunn. Fyrir mína parta veitir ekkert af því að snúa honum kanski 200 rpm hraðar á langkeyrslu en orginal. Vissulega eyðir hann þá eitthvað meira m.v. akstur í logni á jafnsléttu en þar sem oftast er einhver vindur og mikið um brekkur kæmi það sjaldan að sök. Hinsvegar ef hann er full hátt gíraður og þarf því reglulega að nota 3. gír verður snúningurinn mun hærri og eyðslan rýkur upp.
Freyr
Freyr
Re: 4 link
ivar wrote:Subbi wrote:svo er það spurning með hlutföll er 5.13 eða 4.88 of lággírað og þarf ég hærri hlutföll eða eru þessi tvö sem koma til greina
kemur fram hvaða dekkjastærð þú ætlar í?
Ég er með 46" og 5.13 og það er í lægri kantinum og á 41" á sumrinn finnst mér þetta of lág hlutföll.
Hefði fyrir þetta 41"/46" combo farið í 4.88 ef ég væri í þessu aftur eða jafnvel 4.56 og notað 1:2 lo-gear meira í háfjallakeyrslu.
Rétt að hafa í huga að þinn bíll er ca. 100% aflmeiri, bæði tog og hp en ekki nema nokkur örfá hundruð kg. þyngri. Að auki ertu með fleiri gíra í skiptingunni....
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 282
- Skráður: 05.jan 2013, 00:23
- Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
- Bíltegund: GMC Suburban
Re: 4 link
ég er að fara í 44 tommu með 46 sem möguleika líka en verð á 44 tommuni til að byrja með
í dag er ég að keyra á 90km í 1550 snúningum var að vona að ég haldi honum kring um 1800 eða minna á 90km breyttum
eins og eg keyri hann þá er hann að fara með 13 til 14 lítra á hundaðið en eftir breytingar geri ég mér grein fyrir að´hann mun eyða meira en vona að hann fari ekki mikið yfir 15 til 18 lítrana
í dag er ég að keyra á 90km í 1550 snúningum var að vona að ég haldi honum kring um 1800 eða minna á 90km breyttum
eins og eg keyri hann þá er hann að fara með 13 til 14 lítra á hundaðið en eftir breytingar geri ég mér grein fyrir að´hann mun eyða meira en vona að hann fari ekki mikið yfir 15 til 18 lítrana
Kemst allavega þó hægt fari
Re: 4 link
Þegar ég fór hveragerði hrauneyjar sem eru rétt um 100 km, þá fyllti ég áður en ég lagði af stað og fyllti svo aftur í hrauneyjum.
Á þessum 100 km kafla fór hann með 33 lítra og spilaði vissulega inní að bíllinn var á 46" dekkjum og of háum hlutföllum og var bíllinn endalaust að hringla í gírum auk þess sem að var smá snjór á veginum þegar komið var upp fyrir búrfellsvirkjunina.
ég var svo sem heldur ekkert að hlýfa honum.
Á þessum 100 km kafla fór hann með 33 lítra og spilaði vissulega inní að bíllinn var á 46" dekkjum og of háum hlutföllum og var bíllinn endalaust að hringla í gírum auk þess sem að var smá snjór á veginum þegar komið var upp fyrir búrfellsvirkjunina.
ég var svo sem heldur ekkert að hlýfa honum.
Re: 4 link
Þegar ég fór hveragerði hrauneyjar sem eru rétt um 100 km, þá fyllti ég áður en ég lagði af stað og fyllti svo aftur í hrauneyjum.
Á þessum 100 km kafla fór hann með 33 lítra og spilaði vissulega inní að bíllinn var á 46" dekkjum og of háum hlutföllum og var bíllinn endalaust að hringla í gírum auk þess sem að var smá snjór á veginum þegar komið var upp fyrir búrfellsvirkjunina.
ég var svo sem heldur ekkert að hlýfa honum.
Á þessum 100 km kafla fór hann með 33 lítra og spilaði vissulega inní að bíllinn var á 46" dekkjum og of háum hlutföllum og var bíllinn endalaust að hringla í gírum auk þess sem að var smá snjór á veginum þegar komið var upp fyrir búrfellsvirkjunina.
ég var svo sem heldur ekkert að hlýfa honum.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur