Stebbi wrote:Þegar ég skipti um tímareim og pakkdosir í Pajero sem ég átti fékk ég einhvern bleðil með sem sýndi að punkturinn olíuverkstrissuni átti að vera einni tönn til hliðar við punktinn á vélinni en öll önnur hjól áttu að lína upp á punktinn. Veit ekki afhverju það er en ég tók þetta eftir auganu eins og sannur sveitamaður og allt var gott hjá mér.
Það gæti tengst því að þér hafi fundist hann vera tönn "off" á tíma.
Já ég pældi aðeins í þessu áður en ég reif reimina af eins og sannur vélvirki en til öryggis áður en
ég hendi reiminni svo aftur á ákvað ég að kikja í bækurnar og þar átti allt að lína 100% og þessi tönn
átti að vera beint á punktinum en ekki svona off eins og hún var en hann allavega virkar og slær
ekki feilpúst og fljótur upp á snúning og ekkert fret eða neitt þannig ég er ánægður þangað til
annað kemur í ljós
Takk fyrir upplýsingarnar en má til með að spurja þig þá lika, var ekki olíu grind í mótornum hjá þér?
svona (þetta er reyndar einhver mótor á netinu, fann ekki svona fyrir 4d56 vél)

Því mér finnst olíupannan ekki vera að gera mikið í að halda olíunni á sýnum stað engin grind
eða neitt því líkt og ef ég færi í einhvern kallandi halla þá mætti ég ekki vera lengi að hallamér því
þá myndi mótorinn líklegast svelta, en pannan er með pungnum að aftan (uppvið kvalbak) þannig ég
má bara ekki vera lengi að keyra fram af barði og ég verð að bakka niður mjög hallandi brekkur :D
smá meira uppdate, þetta er nú vonandi allt að fara að taka enda
Það er svo mikið af smávægilegum verkefnum sem maður þarf að tækla í þessu alveg ótrúlegt
Þurfti að skera og beygla skiptirinn af L200 kassanum svo hann fittaði í Þrumugný en skiptiunitið
sem var við v6 kassan var of stutt og náði ekki ofaný L200 kassan


Nú er hann orðin beinn

Þarna er bakk girinn

Og svo fyrsti

Svo var næst að tækla eldsneytistankinn og ég var kominn undir hann að hugsa
hvernig ég ætti að rifa tankinn undan tilþess að komast í að fjalægja dæluna en
hugsaði svo með mér að þegar bilar byrjuðu að koma með fæðidælu í tanknum
þá hliti að vera lúga einhverstaðar tilþess að sé auðveldara að komast í dæluna
og viti menn...

Mikið bras varð að littlu brasi

Orðið riðlegt og hrjáð


Því næst blés ég úr lögnunum og setti svo saman slöngurnar frammí húddi
Ég kem til með að færa svo sýu húsið vinstramegin við mótorinn tilþess
að keyra á Biodiesel af einhverju viti en það voru engin boltagöt þeim megin
og ég vildi ekki eyða tímanum núna í að vera að standa í einhverjum smíðum

Svo skall á dimmt, ég ætlaði að hafa rafgeymana samann vinstramegin í brettinu
en ákvað svo að skipta út þyngdinni og hafa hann hægramegin og þurfti að flarlægja
Cruize control-ið (nota það seinna) og þar koma ég rafgeyminum fyrir





Þá er það bara rafkerfið eftir eða einn hitaskynjari og glóðakertin :D