Ég ætla að byrja á að svipta hulunni af heimsmíðuðum spíssahulsupúllara sem ég mixaði til að geta skipt um o hringi á þessum hulsum.
Þetta er bara prototýpa en gerði sitt gagn í 8 skipti. Myndi gera þetta aðeins öðruvísi næst þar sem maður er orðinn stressaður með að krækjurnar gætu rifnað af og setið eftir inn í heddinu.




Svo er það pickup rörin, mér var bent á það af Bjössa á Álftanesinu að festingarnar fyrir rörin ættu það til að brotna og þá myndu þau losna og detta ofan í pönnu og valda miklu tjóni. Ég ákvað því áðan að kippa pönnunni undan og kíkja á þetta.
Eins gott þar sem önnur festingin var við það að fara í sundur....
Ef vel er að gáð sést hárfín sprunga sem nær rúmlega hálfa leið yfir festinguna.


Svo var hitt og þetta í sigtunum, þétting, plast, og sílikon
