Langaði að deila með ykkur myndum af dekkjaskurði. Ég keypti gang af 44 trxus í sumar og er nú að dunda mér við að gera þau að betri snjódekkum.
Trxusinn er eins og mörg dekk í dag með auka gúmmí ribbum ( eða kubbum) niður á hliðar dekksins. Við úrhleypingu veldur þetta aukinni hitamyndun við þessar ribbur eða kubba sem skemmir gúmmíið og endar í sprungum sem leka. Eina leiðin til að leysa þetta vandamál er að skera í kubbana eða hreinlega fjarlægja þá alveg eins og ég kaus að gera. Dekkin verða mýkri, leggjast betur og hitna minna sem eykur endingu. Einnig skar ég vel upp í annan hvern kubb. Með þessu opnast munstrið vel og gripið eykst. Til þess að skera hliðar kubbana af notaði ég fyrst dúkahníf og WD40, Það virkar þolanlega en tekur mikinn tíma og sárið verður ljótt. Ég keypti mér því hníf frá USA sem heitir Thread doctor og ætlaður til að skerpa brúnir á dekkjum. Hann virkar mjög vel í þetta verk og sérstaklega til að skera burtu kubba.
Hér eru nokkrar myndir.
Hér sést vel munur á dekkinu fyrir og eftir skurð.
Töluvert af gúmmíi sem fer af hverju dekki, Ég mun skera meira af þessu dekki.
Hér sést vel hvað þetta eru stórir kubbar sem ég sker í burtu.
Þessu til viðbótar ætla ég að skera kubbana á dekkinu en dekkjahnífurinn er ekki kominn í hús.
kv
Kristján Finnur