>>> Toyota hilux miðstöð sem blæs bara köldu/volgu <<<

User avatar

Höfundur þráðar
-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

>>> Toyota hilux miðstöð sem blæs bara köldu/volgu <<<

Postfrá -Hjalti- » 23.nóv 2010, 20:49

ætla að setja þetta her inn fyrir félaga minn

Þannig eru það að miðstöðin blæs bara volgu og oft nánast köldu þó að stillt sé á mesta hitan.

Ef stillt er á að taka loft að utan þá verður blásturinn enn kaldari en ef loft innan úr bíl er notað..

Þetta er 1992 Toyota Hilux með 3ja lítra V6 motor.

Hitamælirinn er eðlilegur og fer alltaf beint í miðjuna og ekkert lengra , og það er alltaf nægur frostlögur/ vatn á vélini og forðabúrinu , hvað getur þetta verið ??


Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


vippi
Innlegg: 136
Skráður: 05.feb 2010, 23:51
Fullt nafn: Viðar Jóelsson
Staðsetning: Búðardalur

Re: >>> Toyota hilux miðstöð sem blæs bara köldu/volgu <<<

Postfrá vippi » 23.nóv 2010, 21:00

Myndi byrja á að skifta um vatnslás.


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: >>> Toyota hilux miðstöð sem blæs bara köldu/volgu <<<

Postfrá KÁRIMAGG » 23.nóv 2010, 21:50

getur verið stíflað element eða kraninn við kvalbakinn opnar ekki nóg myndi byrja á vatnslás og ath hvort kraninn sé að opna það kom fyrir hjá mér í 4runner v6 að vírinn sem opnar og lokar krananum datt af honum






er búinn að vera að eiga við þetta vandamál í 89 hilux
ÞAÐ ER KRANI UNDIR MÆLABORÐI FARÞEGAMEGIN SEM VIRÐIST HLEYPA LOFTINU FRAMHJÁ ELEMENTINU SEM VAR EKKI AÐ VIRKA HJÁ MÉR
MIÐSTÖÐIN FARIN AÐ HITNA EFTIR AÐ ÉG BREYTTI STÖÐUNNI Á HONUM
Síðast breytt af KÁRIMAGG þann 24.nóv 2010, 15:57, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: >>> Toyota hilux miðstöð sem blæs bara köldu/volgu <<<

Postfrá Sævar Örn » 23.nóv 2010, 22:32

kólnar enn meira ef þú stillir á kalt? ef ekki þá er kraninn vandamálið eða barkinn að honum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: >>> Toyota hilux miðstöð sem blæs bara köldu/volgu <<<

Postfrá -Hjalti- » 23.nóv 2010, 22:57

Sævar Örn wrote:kólnar enn meira ef þú stillir á kalt? ef ekki þá er kraninn vandamálið eða barkinn að honum


ætla að athuga það , það ætti líklega að útiloka / staðfesta bilaðan krana
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Hlynurh
Innlegg: 120
Skráður: 21.mar 2010, 20:08
Fullt nafn: Hlynur Hilmarsson

Re: >>> Toyota hilux miðstöð sem blæs bara köldu/volgu <<<

Postfrá Hlynurh » 23.nóv 2010, 23:24

Líklegast að það vanti bara á hann vatn eða lofttappi á miðstöðin er hæsti punktur á vatns kerfinu getur prófað að losa aðeins vatnshosurnar upp við hvalbakinn


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur