Bugaður 70 crúser

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Bugaður 70 crúser

Postfrá Gunnar00 » 03.okt 2013, 12:10

Sælir,

ég er með 1987 módelið að 70 krúser stuttum bensín verður bráðum diesel þannig að hann á eftir að þyngjast svolítið meira að framan., hann er á original gormum framan og aftan. þannig er mál með vexti að mér finnst hann halla svo djöfulli mikið niður að framan, niðurlútur ef svo má að orði komast. hvað er til ráða í þessu? reyna að komast yfir hilux diesel gorma eða einhvað álíka? með hverju mælið þið.

ps. hann er um 1500kg þurr.



User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Bugaður 70 crúser

Postfrá StefánDal » 03.okt 2013, 12:14

Ég myndir kíkja í BSA í Kópavogi. Þar eru til nokkrar tegundir af gormum í Range Rover.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Bugaður 70 crúser

Postfrá Polarbear » 03.okt 2013, 13:00

ég setti gamla 80 krúser framgorma að framan í minn gamla. það lifnaði heldur betur yfir honum við það!! en þeir gætu verið dass of stífir fyrir svona lítinn mótor. var með 5 cm upphækkunarklossa sem ég reif úr við sama tækifæri og varð hann samt mikið hærri en með orginal gormunum.

þeir pössuðu beint í, svona um það bil allavega....


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: Bugaður 70 crúser

Postfrá Gunnar00 » 03.okt 2013, 20:42

Ég kíkti í BSA í dag, og skoðaði nokkrar gerðir sem komu til greina, allt var á verði frá 10þ kr/stk. svolítið spenntur fyrir að prufa 80 cruiser gorma að framan með dísel vélinni, einhverjar hugmyndir hvað maður getur fengið svoleiðis á?

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Bugaður 70 crúser

Postfrá Polarbear » 03.okt 2013, 22:04

ég skal selja þér parið mitt gamla á 20 þús.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur