Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Postfrá thorjon » 29.sep 2013, 10:29

Sælir félagar,
Jæja, skal nú enn einu sinni leitað í fróðleiksbrunn ykkar :)

Er að standa í hækkunarveseni og færslu á hásingum etc. á Patrol 98 og finnst maður er að standa í þessarri vitleysu datt mér í hug hvort ég ætti að færa gormana á afturhásingunni út undir grind ?

Hver er kosturinn ?

á maður þá að smíða sætið beint undir grind ? er ég þá að miða í raun við það sem platan fyrir samsláttarpúðann er á hásingunni ?

Hvað þarf ég að hafa þykkt í botnplötunni ?

og eitt annað sem ég var að velta fyrir mér,,, þarf ekki að sulla olíunni af drifinu áður en soðið í það ? og í þeirri spurningu var e´g líka að velta fyrir mér þarf maður að rífa öxlana alveg úr ? semsagt bara vera með "berann hólkinn"/hásinguna meðan suðuvinna er framkvæmt eða hvernig hafa menn verið að leysa þetta ?

Amms, fullt af spurningum en sannfærður að þarna úti eru einhverjir sem eru margoft búnir að framkvæma þetta og geta beint mér á rétta braut í þessum efnum ;)

kv: Þórjón



User avatar

jongud
Innlegg: 2697
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Postfrá jongud » 29.sep 2013, 11:09

Nú er ég ekki Patrol sérfræðingur en varðandi suðuna þá skiptir máli hve nálægt olíunni þú ert að sjóða og hvað mikið.
Ef þú ert t.d. að sjóða demparafestingu utarlega á hásingu á þarftu ekki að hafa áhyggjur af olíunni í drifinu, svo er líka ekki gott að sjóða mikið í einu utaná hásingar, heldur taka hlé. Einhversstaðar sá ég því haldið fram að hásingin gæti farið eitthvað að vinda sig ef verið er að sjóða mikið á hana öðru megin.
Svo er líka gott að nota tækifærið og öxuldraga og tappa af olíunni og tékka á hjólalegunum.

User avatar

arniph
Innlegg: 95
Skráður: 02.okt 2011, 16:13
Fullt nafn: Árni Páll Haraldsson

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Postfrá arniph » 29.sep 2013, 11:32

því utar sem gormar og demparar eru á hásinguni því stöðugri verða bílarnir heldur en að hafa þá mjög innarlega en hann misfjaðrar minna aftur á móti sem virðist skipta suma voðalega miklu máli.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Postfrá Brjotur » 30.sep 2013, 18:19

Sem sönnum og anægðum patroleiganda þa finnst mer það vera ut i hött að færa gormana ut undir grind , billinn er frabær i akstri eins og hann er, og ekki er hann valtur , og eins og bennt var a þa styttir þu fjöðrunina og menn eru nu yfirleitt að reyna að lengja hana frekar en stytta :) afhverju að breyta þvi sem gott er ? eg bara spyr ?

Kveðja Helgi


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Postfrá thorjon » 30.sep 2013, 21:33

Takk fyrir svörin félagar. Já ætli maður láti gormadruslurnar þá ekki bara vera áfram á sínum stað :) Enda nóg annað að bogglast við þessa breytingu þó svo maður bæti ekki ofaná vinnuna ;)


ofur patti
Innlegg: 103
Skráður: 28.feb 2011, 21:43
Fullt nafn: Jóhann Hólmar Þórsson

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Postfrá ofur patti » 30.sep 2013, 22:19

Sæll það eru ekki neinir kostir við að færa gormana utar þá lendir þú í því að þegar billin misfjaðrar rekst dekkið í gormaskálina það er miklu betra að hækka með þvi að færa standard gormaskálina niður ef þú vilt losna við klossana að sjóða í hásingu og rör er mjög vandassamt farðu varlega í það það veit maður eftir 25 ára vinnu við járnsmiði


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Postfrá thorjon » 30.sep 2013, 23:27

ofur patti wrote:Sæll það eru ekki neinir kostir við að færa gormana utar þá lendir þú í því að þegar billin misfjaðrar rekst dekkið í gormaskálina það er miklu betra að hækka með þvi að færa standard gormaskálina niður ef þú vilt losna við klossana að sjóða í hásingu og rör er mjög vandassamt farðu varlega í það það veit maður eftir 25 ára vinnu við járnsmiði


Var nú reyndar að spá í að fá mér OME progressive gormana, þessa sem eru standard 10 cm lengri en original
i staðinn fyrir að setja klossa eða síkkun á gormaskál, en þar sem ég er að færa hásinguna einnig 7 sm. aftar er ég þá ekki samt sem áður bundinn við að sjóða í/á hásinguna neðri gorma"festinguna" til að færa hana á sinn stað ?


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Postfrá ivar » 01.okt 2013, 15:53

Var nú reyndar að spá í að fá mér OME progressive gormana, þessa sem eru standard 10 cm lengri en original
i staðinn fyrir að setja klossa eða síkkun á gormaskál, en þar sem ég er að færa hásinguna einnig 7 sm. aftar er ég þá ekki samt sem áður bundinn við að sjóða í/á hásinguna neðri gorma"festinguna" til að færa hana á sinn stað ?

Ef ég skil þig rétt, þá getur þú sloppið við hásingasuðu með því að lengja stífurnar um þessa 7cm og færa gormaskálina uppi á grind.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Postfrá Brjotur » 02.okt 2013, 03:59

Það er lang minnsta malið að færa gormasætið a hasingunni efra sætið er rammbyggt a grindina hundfult að færa það :(


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur