efnisval í stífur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
efnisval í stífur
Haldiði að heildregið 33mm x 3mm væri nægjlega sterk stífuefni fyrir rósuna?
Ef ekki hvað ætti ég þá frekar að nota sem er ekki klett þungt....er að reina að halda þyngt í lágmarki
Ætti ég frekar að fara í prófíl þá hvaða stærð og þykkt
Hvað þarf ég þykkt í stífuvasa og hvaða efni nota menn í það? Flatjárn eða plötustàl?
Ef ekki hvað ætti ég þá frekar að nota sem er ekki klett þungt....er að reina að halda þyngt í lágmarki
Ætti ég frekar að fara í prófíl þá hvaða stærð og þykkt
Hvað þarf ég þykkt í stífuvasa og hvaða efni nota menn í það? Flatjárn eða plötustàl?
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 131
- Skráður: 07.feb 2010, 14:20
- Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
- Staðsetning: Kópavogur
Re: efnisval í stífur
Sæll Gunnar,
varðandi rörin er mikilvægt að nota heildregin rör úr st52 sem fást hjá GA smíðajárn, þetta efni er 60% sterkara en venjulegt (st37). varðandi efnið í stífuvasana mundi ég nota 3mm st52 í léttan bíl, þetta efni færð þú skorið fyrir þig hjá áhaldaleigunni stórhöfða.
annars þarf maður að vita meira um bílinn og uppsetninguna til að gefa betri svör.
kv Hörður
varðandi rörin er mikilvægt að nota heildregin rör úr st52 sem fást hjá GA smíðajárn, þetta efni er 60% sterkara en venjulegt (st37). varðandi efnið í stífuvasana mundi ég nota 3mm st52 í léttan bíl, þetta efni færð þú skorið fyrir þig hjá áhaldaleigunni stórhöfða.
annars þarf maður að vita meira um bílinn og uppsetninguna til að gefa betri svör.
kv Hörður
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: efnisval í stífur
Ég er fyrir norðan svo það er ekki möguleiki að fara suður fyrir stál :)
Annars er þetta feroza með d30 aftirhásingu 4.3 vortec og 700r4 skiptingu sem ég er að smíða
Það verður tvöföld a stífa notuð í fjöðrunarbúnað
Er þetta dýrt efni og extra hart sem þú nefnir?
Hvernig er að vinna það þar sem ég ætla að gera þetta sjálfur, er lítt hrifinn af því að láta skera og gera allt þannig fyrir mig ;)
Sérð meira um bílinn undir jeppinn minn
Mun nota et fóðringarnar vinsælu
Annars er þetta feroza með d30 aftirhásingu 4.3 vortec og 700r4 skiptingu sem ég er að smíða
Það verður tvöföld a stífa notuð í fjöðrunarbúnað
Er þetta dýrt efni og extra hart sem þú nefnir?
Hvernig er að vinna það þar sem ég ætla að gera þetta sjálfur, er lítt hrifinn af því að láta skera og gera allt þannig fyrir mig ;)
Sérð meira um bílinn undir jeppinn minn
Mun nota et fóðringarnar vinsælu
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 131
- Skráður: 07.feb 2010, 14:20
- Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
- Staðsetning: Kópavogur
Re: efnisval í stífur
Sæll,
st52 er nánast eins að vinna og venjulegt stál og er lítið dýrara, þú hlítur að fá þetta efni einhverstaðar á Akureyri. GA hlítur að senda rörin til þín og ég veit að Hamar í kópavogi á st52 í plötum, þannig að tékkaðu á því þar.
kv Hörður
st52 er nánast eins að vinna og venjulegt stál og er lítið dýrara, þú hlítur að fá þetta efni einhverstaðar á Akureyri. GA hlítur að senda rörin til þín og ég veit að Hamar í kópavogi á st52 í plötum, þannig að tékkaðu á því þar.
kv Hörður
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: efnisval í stífur
En hvaða sverleika af rörum æyti ég að nota
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 131
- Skráður: 07.feb 2010, 14:20
- Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
- Staðsetning: Kópavogur
Re: efnisval í stífur
Sæll aftur.
þú gætir notað 33x3.25 sem er 2,42kg meterinn eða að nota 42x2.6 sem er 2.54kg meterinn, ég myndi sjálfur velja 42x2.6 sem er mun sterkara rör en nánast jafn þungt.
kv Hörður
þú gætir notað 33x3.25 sem er 2,42kg meterinn eða að nota 42x2.6 sem er 2.54kg meterinn, ég myndi sjálfur velja 42x2.6 sem er mun sterkara rör en nánast jafn þungt.
kv Hörður
Re: efnisval í stífur
Mjog gagnlegt innlegg Hörður, St52 er reyndar ekki nema 50% yfir St37 í flotmörkum. 355 vs 235 í svona þunnu efni. En það er ekki aðalmálið...50% sterkara er alveg hellingur og auk þess mikið líkara efninu í grindum original ef út í það er farið.
Kv
Grímur
Kv
Grímur
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: efnisval í stífur
Ég færi í 25-30mm glussarör, 35 ef þú vilt vera grand á því. ég hef nú ekki þurft að smíða svona undir minn bíl, nema ef frá er talið fólksbíll sem ég átti og þær stífur gerði ég úr 33mm vatnsröri (1").
Þú ert ekki að breyta níðþungum bíl svo ég sé ekki ástæðu til að smíða þetta úr mjög sveru efni, ég er t.d. með 28mm glussarör í þverstífunni að aftan, og veit um annan eins bíl þar sem var notað 25mm rör
Grindarfestingarnar eru smíðaðar úr 4mm st37 hjá mér, nema náttúrulega augun fyrir radíusarmanna, að framan koma þau undan sama bíl og hásingin en að aftan gerði ég augun úr 20 eða 25 mm efni
Þú ert ekki að breyta níðþungum bíl svo ég sé ekki ástæðu til að smíða þetta úr mjög sveru efni, ég er t.d. með 28mm glussarör í þverstífunni að aftan, og veit um annan eins bíl þar sem var notað 25mm rör
Grindarfestingarnar eru smíðaðar úr 4mm st37 hjá mér, nema náttúrulega augun fyrir radíusarmanna, að framan koma þau undan sama bíl og hásingin en að aftan gerði ég augun úr 20 eða 25 mm efni
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: efnisval í stífur
Eru glussarör ekki bæði deig og efnisþunn?
Eru þau ekki fokdýr
Eru þau ekki fokdýr
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: efnisval í stífur
notaðu bara það stál sem er til i stifu vasana og grindar festingar 3mm ,, i stifurnar sjálfar heildreigið rör annars bara það sem þú finnur en ekki vatnsrör þau eru svo mjúk til að snitta glussa rör kosta helling og eru gerð fyrir þrýsting upp i 500kg og hörð meiga ekki hristast þa brotna þau ,,, 33mm er alveg nóg i bil sem er ton
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: efnisval í stífur
En ég sé að það hefur ekki verið rædd ein spurning hjá honum;
Hvort er betra, rör eða prófíll í stífur?
Hvort er betra, rör eða prófíll í stífur?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: efnisval í stífur
Þakka ykkur fyrir vinir...ég ætla í st37 33x4 því það er ódýrt og er til hjá ferro zink á ak.....og ég fæ góðan díl á því
Fann fínasta stál hjá mér í festinguna fyrir a stífuna sem fer upp í bíl og svo efni sem ég nota á hásinguna sjálfa...það er allt 3mm efni
Fann fínasta stál hjá mér í festinguna fyrir a stífuna sem fer upp í bíl og svo efni sem ég nota á hásinguna sjálfa...það er allt 3mm efni
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: efnisval í stífur
jongud wrote:En ég sé að það hefur ekki verið rædd ein spurning hjá honum;
Hvort er betra, rör eða prófíll í stífur?
Ég sé ekki að það breyti neinu, sennilega þægilegra að smíða þetta úr prófíl uppá uppstillingar.
En 33x4mm heildregið er kappnóg
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: efnisval í stífur
Ég var að spá í eitt varðandi rör vs. prófílar;
Ef jeppinn misfjaðrar mikið þá er ákveðið átak sem snýr uppá stífurnar.
Hvort þolir betur slíkan uppásnúning, rör eða prófíll?
Ef jeppinn misfjaðrar mikið þá er ákveðið átak sem snýr uppá stífurnar.
Hvort þolir betur slíkan uppásnúning, rör eða prófíll?
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: efnisval í stífur
Þetta er góður punktur með snúninginn, það kemur í raun samt stífuefninu ekki við heldur meira hvernig þær eru festar.
Ég rak mig á það í wranglernum sem ég er að breita, ég er með augafóðringar á báðum endum á stífunum og ég þyrfti stórvirkar vinnuvélar til að geta séð hvernig misfjöðrun kemur út.
Hár áður breitti ég ram á 5-link og þá var ég með augafóðringar að aftan og pinna framúr með bronco gúmmíum og það er allt miklu frjálsara, ég held það sé eina vitið, eða hafa rod enda öðrumegin.
Ef maður hefur þetta svona þá má líka hafa bracketin á hásingunni miklu þynnri afþví að þá er ekkert hliðarátak á þau.
Svo mundi ég líka mæla með prófíl í stífurnar (bara sverleika sem endaboltinn passar sæmilega inní.
Ég rak mig á það í wranglernum sem ég er að breita, ég er með augafóðringar á báðum endum á stífunum og ég þyrfti stórvirkar vinnuvélar til að geta séð hvernig misfjöðrun kemur út.
Hár áður breitti ég ram á 5-link og þá var ég með augafóðringar að aftan og pinna framúr með bronco gúmmíum og það er allt miklu frjálsara, ég held það sé eina vitið, eða hafa rod enda öðrumegin.
Ef maður hefur þetta svona þá má líka hafa bracketin á hásingunni miklu þynnri afþví að þá er ekkert hliðarátak á þau.
Svo mundi ég líka mæla með prófíl í stífurnar (bara sverleika sem endaboltinn passar sæmilega inní.
Re: efnisval í stífur
Það fer nú mesta aflið í að snúa upp á stýfugúmmíin, þegar þau eru komin á tamp eru boltarnir næstir og þegar átakið er að fullu lagst á boltana, reynir á stífni rörsins/prófílsins.
Það hefur reynst vel að vera með pinna á öðrum enda stýfunnar, upp á misfjöðrun, en ef er smíðað með endingu í huga myndi ég nota fóðringar með boltum beggja vegna. Boltarnir þurfa ekki að vera mjög sverir en mega gjarna vera 10.9 boltar.
Rör hefur meiri stífni, bæði langs og þvers, heldur en fírkant-prófíll af sama sverleika, en stundum er þægilegra að smíða stýfur úr prófílnum. Veggþykkt rörsins getur verið minni eftir því sem þvermálið er aukið. Hvort efnið er St 37 eða St 52 hefur jú eitthvað að segja í burðarþolsútreikningum, en ekkert svo mikið að maður þurfi að hafa áhyggjur af því, nema maður sé að fara að smíða einhverja græju sem er utan þess "venjulega".
Kv. Steinmar
Það hefur reynst vel að vera með pinna á öðrum enda stýfunnar, upp á misfjöðrun, en ef er smíðað með endingu í huga myndi ég nota fóðringar með boltum beggja vegna. Boltarnir þurfa ekki að vera mjög sverir en mega gjarna vera 10.9 boltar.
Rör hefur meiri stífni, bæði langs og þvers, heldur en fírkant-prófíll af sama sverleika, en stundum er þægilegra að smíða stýfur úr prófílnum. Veggþykkt rörsins getur verið minni eftir því sem þvermálið er aukið. Hvort efnið er St 37 eða St 52 hefur jú eitthvað að segja í burðarþolsútreikningum, en ekkert svo mikið að maður þurfi að hafa áhyggjur af því, nema maður sé að fara að smíða einhverja græju sem er utan þess "venjulega".
Kv. Steinmar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: efnisval í stífur
Væri þá óhentugt fyrir mig að nota venjulega 8.8 bolta í þetta?
Huxunim hjá mér var að nota fóðringarhólk báðum megin
En er ég í vondum málum ef stífurnar ná ekki nema um 50cm lengd....þá báðar a stífurnar held ég er dálítið pláss lítill fyrir efri og vil helst hafa þær svipað langar
Huxunim hjá mér var að nota fóðringarhólk báðum megin
En er ég í vondum málum ef stífurnar ná ekki nema um 50cm lengd....þá báðar a stífurnar held ég er dálítið pláss lítill fyrir efri og vil helst hafa þær svipað langar
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: efnisval í stífur
Nei þú ættir að vera bara í þokkalegum málum, drifskaptið er varla mikið lengra en þetta?
Hefurðu einhverja hugmynd um hvað þú stefnir á langt fjöðrunarsvið?
8.8 boltar eru alveg nóg í þetta. Ágætt að nota lásró, það er leiðinlegt að missa boltana úr þessu.
Hefurðu einhverja hugmynd um hvað þú stefnir á langt fjöðrunarsvið?
8.8 boltar eru alveg nóg í þetta. Ágætt að nota lásró, það er leiðinlegt að missa boltana úr þessu.
Re: efnisval í stífur
Ég hef nú vanalega splæst í 10.9 bolta í þetta, grennri gerðina af kjarna í Benz gúmmíum sem maður notar 12mm bolta í. Þá getur maður teygt ágætlega á boltanum við herslu og draslið losar ekkert upp á sér. Fín pæling samt að nota lásró, eða smá gengjulím þar sem lásrær fyrir sterkari boltana getur verið erfiðara að finna.
Þetta er auðvitað bara mín sérviska og ekkert annað.
Kv
G
Þetta er auðvitað bara mín sérviska og ekkert annað.
Kv
G
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: efnisval í stífur
Kiddi wrote:Nei þú ættir að vera bara í þokkalegum málum, drifskaptið er varla mikið lengra en þetta?
Hefurðu einhverja hugmynd um hvað þú stefnir á langt fjöðrunarsvið?
8.8 boltar eru alveg nóg í þetta. Ágætt að nota lásró, það er leiðinlegt að missa boltana úr þessu.
Hehe drifskaptið næ þessu aldrei :)
Ég stefni á 40 helst spurning hvory eg hafi það jafnt í báðar áttir
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 2700
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: efnisval í stífur
grimur wrote:Ég hef nú vanalega splæst í 10.9 bolta í þetta, grennri gerðina af kjarna í Benz gúmmíum sem maður notar 12mm bolta í. Þá getur maður teygt ágætlega á boltanum við herslu og draslið losar ekkert upp á sér. Fín pæling samt að nota lásró, eða smá gengjulím þar sem lásrær fyrir sterkari boltana getur verið erfiðara að finna.
Þetta er auðvitað bara mín sérviska og ekkert annað.
Kv
G
Hvernig er það?
Þegar menn velja bolta í stífufestingar, er maður að velja þá vegna klippiþolsins (átak þvert á boltann) eða togþolsins (átak langsum á boltann) ?
Ef maður er með 10,9 bolta og herðir hann eins og boltinn þolir í stífuvasa úr 3mm efni, er þá ekki hætta á að maður sé að klemma stífuvasann utanum fóðringuna og festa fóðringuna og hún fari að snúast inni í auganu á stífunni?
Ég sé líka fyrir mér að stálhólkurinn í fóðringunni fari að éta sig inn í stífuvasann.
Re: efnisval í stífur
Steinmar wrote:Rör hefur meiri stífni, bæði langs og þvers, heldur en fírkant-prófíll af sama sverleika, en stundum er þægilegra að smíða stýfur úr prófílnum. Veggþykkt rörsins getur verið minni eftir því sem þvermálið er +
Kv. Steinmar
Rørid hefur minni stýfni en prófíll af sama tvermáli, og tekur betur á móti snúningsálagi.
Re: efnisval í stífur
jongud wrote:grimur wrote:Ég hef nú vanalega splæst í 10.9 bolta í þetta, grennri gerðina af kjarna í Benz gúmmíum sem maður notar 12mm bolta í. Þá getur maður teygt ágætlega á boltanum við herslu og draslið losar ekkert upp á sér. Fín pæling samt að nota lásró, eða smá gengjulím þar sem lásrær fyrir sterkari boltana getur verið erfiðara að finna.
Þetta er auðvitað bara mín sérviska og ekkert annað.
Kv
G
Hvernig er það?
Þegar menn velja bolta í stífufestingar, er maður að velja þá vegna klippiþolsins (átak þvert á boltann) eða togþolsins (átak langsum á boltann) ?
Ef maður er með 10,9 bolta og herðir hann eins og boltinn þolir í stífuvasa úr 3mm efni, er þá ekki hætta á að maður sé að klemma stífuvasann utanum fóðringuna og festa fóðringuna og hún fari að snúast inni í auganu á stífunni?
Ég sé líka fyrir mér að stálhólkurinn í fóðringunni fari að éta sig inn í stífuvasann.
Einmitt það sem ég hef spáð soldið í. Ef maður hefur stífuvasana (4 link) úr 3ja mm þykku flatstáli (óþarfi að hafa þetta of þungt;) ) þá er einmitt sniðugt held ég að sjóða smá bút af þykkara efni við boltagötin á vösunum sem nær kannski 1.5 cm frá miðju gats. Sjóða þetta sem sagt hringinn og þá er maður kominn með meiri styrk og minni "klippihhættu" á boltann út frá þunnum stífuvösunum. Svo ef maður skoðar T.D. framstífur með þverbolta þá er gúmmíið yfirleitt sverara í miðjunni heldur en augað á stífunni.
-
- Innlegg: 288
- Skráður: 05.okt 2010, 15:05
- Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
- Bíltegund: Jeep Wrangler
- Staðsetning: Akureyri
Re: efnisval í stífur
þetta verður að vera vel hert saman þannig að innri hólkurinn í fóðringunni hreifist aldrei í stífufestingunni, annars étur þetta sig allt í sundur
Re: efnisval í stífur
Til að setja hlutina í smahengi eru afturstífur í patrol með 2 mm veggþykkt og þær eru ekki sverar, man ekki töluna samt.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur