Hjólalega að framan í Hilux

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Hjólalega að framan í Hilux

Postfrá Haffi » 24.sep 2013, 23:32

Sælir

Ég er að þrjóskast til að skipta um hjólalegu að framan í Hiluxhásingu. Þannig er mál með vexti að það fór allt í döðlur og ég plokkaði gömlu innri leguna út í frumeindum, fremri virðist þó hafa sloppið en ég er kominn með allt nýtt í nafið.

Ég er búinn að koma leguhúsinu og draslinu fyrir inní nafinu, en kem ómögulega legunni uppá draslið á hásingunni því það er eins og það sé eitthvað hak fyrir þarna innarlega (sjá viðhengið), en það er vel brotið uppúr því. Semsagt vantar alveg góðan cm að ég komi nafinu á réttan stað.

Það eru alveg ummerki um að allt hafi farið í döðlur, nuddað hér og þar og eins og einhver hafi misst slípirokk hingað og þangað yfir dótið. Hinn sénsinn er að ég hafi fengið vitlausa legu, sem ég efast samt um því hún smellpassar inn í nafið.

Hérna er ágætis skýringamynd af þessu dóti, þetta er semsagt innsta draslið.
Image

Einhverjir reynsluboltar?
Viðhengi
photo.JPG
Stöff
photo.JPG (158.64 KiB) Viewed 3803 times


Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hjólalega að framan í Hilux

Postfrá ellisnorra » 24.sep 2013, 23:42

Þarftu ekki bara nýjan nafstút?
Þetta hefur farið í graut hjá mér og þá hef ég bara sótt nýjan nafstút á lagerinn og þá rennur allt ljúft saman.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hjólalega að framan í Hilux

Postfrá Startarinn » 24.sep 2013, 23:50

Er ekki rétt hjá mér að innri baninn á legunni er ennþá uppá stútnum?!?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Hjólalega að framan í Hilux

Postfrá Aparass » 24.sep 2013, 23:51

Já það er ótrúlegt hvað það getur þurft lítið til að þetta verði erfitt saman.
Það er nóg að það sé örlítið mar eða far einhversstaðar á stútnum til að þetta hreinlega fari ekki saman.
það borgar sig að fara vandlega með þjöl á öll sárin sem þú sérð á stútnum, annars bara fer það ekki saman.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hjólalega að framan í Hilux

Postfrá -Hjalti- » 25.sep 2013, 00:06

Startarinn wrote:Er ekki rétt hjá mér að innri baninn á legunni er ennþá uppá stútnum?!?



Get ekki betur séð en það sé málið

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Hjólalega að framan í Hilux

Postfrá biturk » 25.sep 2013, 00:11

Það er akkúratt málið sem er í gangi
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Hjólalega að framan í Hilux

Postfrá Haffi » 25.sep 2013, 23:38

Haha það stemmir!!!

Áttaði mig á þessu um leið og ég skrúfaði stútinn af og skellti honum í skrúfstykkið. En mikið djöfull sat þetta fast á stútnum, trúlega verið rúman klukkutíma að prufa allskonar leiðir til að spenna þetta burtu án árangurs, endaði bara á að skella rokknum á þetta.

Image

Takk fyrir hjálpina drengir!
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hjólalega að framan í Hilux

Postfrá olei » 26.sep 2013, 00:05

Þá ættir að íhuga að ná þér í annan nafstút. Þessi hefur örugglega hitnað við það að legan snerist á honum og reif sig fasta. Hætt við að styrkurinn í honum sé orðinn vafasamur. Líka hætt við að ný lega verði laus á honum og þetta verði ekki til friðs hvort sem er.

Ps.
Þegar maður slípar innri leguslífar af öxlum þá er gott að miða við að slípa aldrei í gegnum þær, og særa öxul/naf alls ekki með slípirokknum. Þegar þunn himna er eftir af legunni þá tekur maður restina með meitli og nær sprungu í slífinu - sem er laus í kjölfarið. Þ.e.a.s ef hún er ekki hálf-brædd saman við öxulinn eins og virðist hafa verið í þessu tilviki.

User avatar

Höfundur þráðar
Haffi
Innlegg: 313
Skráður: 31.jan 2010, 23:01
Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyhatsu Rocky

Re: Hjólalega að framan í Hilux

Postfrá Haffi » 26.sep 2013, 00:34

olei wrote:Þá ættir að íhuga að ná þér í annan nafstút. Þessi hefur örugglega hitnað við það að legan snerist á honum og reif sig fasta. Hætt við að styrkurinn í honum sé orðinn vafasamur. Líka hætt við að ný lega verði laus á honum og þetta verði ekki til friðs hvort sem er.

Ps.
Þegar maður slípar innri leguslífar af öxlum þá er gott að miða við að slípa aldrei í gegnum þær, og særa öxul/naf alls ekki með slípirokknum. Þegar þunn himna er eftir af legunni þá tekur maður restina með meitli og nær sprungu í slífinu - sem er laus í kjölfarið. Þ.e.a.s ef hún er ekki hálf-brædd saman við öxulinn eins og virðist hafa verið í þessu tilviki.

Góð ábending.

Ég einmitt passaði mig á því að fara ekki með rokkinn of neðarlega heldur þrumaði flötu skrúfjárni í þetta þangað til þetta gaf eftir. Nafstúturinn virðist hafa sloppið að mestu svo mér sýnist hann vera vel nothæfur áfram.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hjólalega að framan í Hilux

Postfrá olei » 26.sep 2013, 00:59

Nú er auðvitað erfitt að dæma út frá mynd, en ég sé ekki betur en legan sé blá og rifin og stúturinn líka - hann lítur út fyrir að vera gjörónýtur á þessari mynd. Þetta er mjög krítískur staður á stútnum hvað snertir burðarþol og persónulega mundi ég ekki setja stút sem hefur blánað af hita undir bíl, sér í lagi ekki að framan. En eins og áður sagði - það er erfitt að dæma hluti út frá mynd.

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hjólalega að framan í Hilux

Postfrá Hfsd037 » 26.sep 2013, 09:05

Svo er líka hægt að sprengja legubotninn af með því að sjóða 4 punkta í hana allan hringin sem er fljótlegast og legustúturinn verður ekki fyrir hnjaski.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur