Alltaf gott að vita að það bíður manns eitthvað heima, ef ekki viðgerðir þá tölvuhangs að skoða workshop manual eða erlendar Troopersíður.
Ég er að fá dísel ofan í pönnu og er búinn að skipta um spíssahulsuþéttingar og ekkert lagaðist.
Mig grunar að heddið sé sprungið, ekki ólíklegt miðað við forsögu þessa bíla. Vélarnar mega ekki hitna, þá springur heddið.
Bíllinn lak vatni þegar ég keypti hann og vantaði eitthvað af frostlegi. Svo það er ekki ólíklegt að hann hafi fengið að hitna í fortíðinni.
Ef heddið er OK þá koma spíssarnir næst upp í vitnastúku, og þarnæst háþrýstismurolíudælan.
Er að spá í að taka bara alla vélina úr, af því mig langar það svo mikið. Einnig svo ég geti virt þetta vélarundur betur fyrir mér.
