fór ég að velta því fyrir mér hvort einhver hérna hafi útbúið svona handbremsu í jeppa aftan á millikassa. Bremsudiskurinn er festur á milli flangsa á drifskafti og millikassa

Þetta er í sjálfu sér ekki ólíkt orginal útbúnaði í td. Patrol nema hvað að hér er notaður diskur. Ég hef hinsvegar verið að velta því fyrir mér í gegnum tíðina hvort það sé hægt að komast hjá því að vera með þetta barka tengt og þurfa þá að finna bremsudælu úr td. Subaru 1800.
Nota í staðin bremsudælu úr mótorhjóli með þar sem handfangið er þrællinn og forðabúrið í senn.
Er þetta of veikburða búnaður? Eða jafnvel ólöglegt?
Fann ekki betri mynd af mótorhjólabremsubúnað en þessa. Myndin hér að ofan sýnir bremsubúnað úr krossara. En í Suzuki Hayabusu er þetta töluvert stærra allt saman. Tvær bremsudælur meðal annars.