Breyta skálabremsum í diskabremsur
Breyta skálabremsum í diskabremsur
Ætla að setja diska bremsur að aftan á 4runnerinn hjá mér. Hvaða diska og dælur hafa menn verið að nota og skiptir máli hvar dælan er á disknum?
Kv:Styrmir
Kv:Styrmir
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Ég veit nu ekki hvað menn hafa notað í þennan tiltekna bíl en subaru dælur voru vinsælar í gamla daga fyrst þær voru með möguleika á handbremsu.
Ég held að framdiskar undan 70 cruiser væru fínir, þeir eru ókældir og með réttir deilingu, en staðsetning bremsudælunnar ætti ekki að skipta máli
Ég held að framdiskar undan 70 cruiser væru fínir, þeir eru ókældir og með réttir deilingu, en staðsetning bremsudælunnar ætti ekki að skipta máli
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Ef þú notar dælur með innbyggðri handbremsu myndi ég láta handbremsubarkana hafa mikið um staðsetninguna að segja.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Subaru dælur voru vinsælar en mér skilst að það sé orðið erfitt að fá þær. Einhver hér á spjallinu minntist á mazda dælur, líklega úr 929 þó ég sé ekki alveg viss.
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
subaru dælur eru kanski ekki nógu stórar þær virkuðu fyrir lettan jeep ,, en ég hef notað oldsmobil toronato 85 ca eða cadillac eldorado þessir framdrifnu gm eru með svipaða dælu og subaru var með handbremsu i dæluni en hun er stærri og kostar liklega ekki svo mikið ný með börkum i usa ,,,en Gm dælan hvort hún var með kældan disk eða einfaldan man ég ekki það þarf bara að finna út hvaða diskur hentar með þessu og nota disk sem er með 6 bolta götum
fann fyrir þig á netinu akkurat það sem þig vantar
http://www.mindspring.com/~jayk3/toyota/discs.htm
fann fyrir þig á netinu akkurat það sem þig vantar
http://www.mindspring.com/~jayk3/toyota/discs.htm
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Hérna fann ég algera biblíu;
http://www.pirate4x4.com/tech/billavista/Brakes/
Hér er farið í gegnum allan pakkann, aflfræðina, þrýsting, hita og stærð á bremsudælum.
Ef mögulegt er veldu tvöfaldan disk með loftunarraufum á milli "vented disc"
Bremsudælan getur verið hvar sem er á diskinum, en það er ekki gott að hafa hana neðst, þá er ekki hægt að ná lofti af henni á þess að taka hana af hásingunni. Og þar að auki er meiri hætta á að hún verði fyrir hnjaski þar.
Dælurnar eru oftast hafðar á "bakvið" hásingarrörið af því að þar eru þær í skjóli fyrir hnjaski.
http://www.pirate4x4.com/tech/billavista/Brakes/
Hér er farið í gegnum allan pakkann, aflfræðina, þrýsting, hita og stærð á bremsudælum.
Ef mögulegt er veldu tvöfaldan disk með loftunarraufum á milli "vented disc"
Bremsudælan getur verið hvar sem er á diskinum, en það er ekki gott að hafa hana neðst, þá er ekki hægt að ná lofti af henni á þess að taka hana af hásingunni. Og þar að auki er meiri hætta á að hún verði fyrir hnjaski þar.
Dælurnar eru oftast hafðar á "bakvið" hásingarrörið af því að þar eru þær í skjóli fyrir hnjaski.
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Síðustu tvær kynslóðir af Mondeo (frá ca '00) eru með handbremsuna í afturdælunum.
Gæti jafnvel verið notað í fleiri Ford bíla.
Gæti jafnvel verið notað í fleiri Ford bíla.
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Ég er að græja handbremsu að aftan hjá mér þessa dagana. Er kominn með diska að ftan eftir að ég skipti um hásingu. Fer þá leið að nota frammbremsudælur undan Subaru DL 1988. Þær dælur eru jafn stórar og patrol afturdælurnar sem voru fyrir þannig að það ætti að vera nóg. Ég nota orginal staðsetninguna sem er einmitt aftan á hásingunni.
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
sælir, Bremsudælur í td vw transporter 2005, Nissan Primastar 2009 eru með handbremsuna í dælunni.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Eitt sem er mikilvægt að vita þegar skipt er úr skálum yfir í diskabremsur:
Það er sett svolítið sem heitir "residual pressure valve" (RPV) á lögnina þegar notaðar eru skálabremsur, en þessi ventill heldur smá þrýstingi inni á kerfinu (ca 10 psi).
Þessi ventill er aðeins notaður í undantekningartilvikum á diskabremsum (þegar höfuðdæla liggur lægra en bremsudælurnar) og heldur þá aðeins 2 psi.
Ef hann er ekki fjarlægður úr lögninni þegar skipt er yfir í diskabremsur er hætta á að diskarnir liggi utaní með tilheyrandi vandamálum.
Það er sett svolítið sem heitir "residual pressure valve" (RPV) á lögnina þegar notaðar eru skálabremsur, en þessi ventill heldur smá þrýstingi inni á kerfinu (ca 10 psi).
Þessi ventill er aðeins notaður í undantekningartilvikum á diskabremsum (þegar höfuðdæla liggur lægra en bremsudælurnar) og heldur þá aðeins 2 psi.
Ef hann er ekki fjarlægður úr lögninni þegar skipt er yfir í diskabremsur er hætta á að diskarnir liggi utaní með tilheyrandi vandamálum.
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Skemmtileg umræða, ég er í vandræðum með bremsurna að aftan í willysnum hjá mér. Ég setti dælur úr vw golf þar sem handbremsan er í dæluni en ég fæ ekki með neinu móti nægan kraft á afturbremsurnar, ég er með scout höfuðdælu sem er með stórum cylender en það virðist ekki skipta máli þar sem ég er búinn að prófa 2 mismunsdi aðrar höfuðdælur en krafrturinn breitist aldrei?
Er ekki einhver sem er alveg klyfjaður af reynslu í þessum málum?
Er ekki einhver sem er alveg klyfjaður af reynslu í þessum málum?
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Eru ekki bara lagnirnar of grannar eða eitthvað þannig eða stimplarnir srífir
head over to IKEA and assemble a sense of humor
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
nýjar 3/16 lagnir og stiplarnir lausir
-
- Innlegg: 68
- Skráður: 23.aug 2012, 19:32
- Fullt nafn: Gudni Thor Thorarinsson
- Bíltegund: JEEP CJ5
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Er golf kannski med skrúfudum stimplum eins og saab? man eftir svipudum vandrædum med saab thurfti ad skrúfa stiplana út til ad herda útí.
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Golf er með skrúfuðum stimplum að aftan. En handbremsan ætti að taka úthersluna held ég ef allt er í lagi.
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Já þeir eru skrúfaðir Guðni góð pæling
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Átti við svipaðan vanda að stríða í Wrangler með Musso diskabremsudælur að aftan. Lagaðist þegar ég setti höfuðdælu úr Mercury Grand Marquis ca 1978 árgerð sem er full-size fólksbíll með diskabremsum á öllum hjólum. Það var einhver dúddi fyrir Westan sem áttaði sig á að þetta smellpassaði í Wranglerinn. Það sem munar er að með diskabremsudælur að aftan þarf miklu meira vökvamagn heldur en í pínulitlar skálabremsudælur.
Setti síðan Subaru dælur og það virkar líka fínt.
Þannig að ég myndi skoða hvað þeir eru að gera í Willysum þarna fyrir Westan það er pottþétt einhver búinn að finna eitthvað sem passar.
Ég er svo með Wagoneer '79 frambremsur og get læst öllum 44" hjólunum á þurru malbiki. Er með stillanlegan ventil á lögnina á afturbremsurnar þannig náði ég að fíntjúna þetta þannig að frambremsurnar taka meira á.
Setti síðan Subaru dælur og það virkar líka fínt.
Þannig að ég myndi skoða hvað þeir eru að gera í Willysum þarna fyrir Westan það er pottþétt einhver búinn að finna eitthvað sem passar.
Ég er svo með Wagoneer '79 frambremsur og get læst öllum 44" hjólunum á þurru malbiki. Er með stillanlegan ventil á lögnina á afturbremsurnar þannig náði ég að fíntjúna þetta þannig að frambremsurnar taka meira á.
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Eru einhverjar aðrar höfuðdælur sem mönnum detur í hug sem gætu verið nær manni?
Þar að segja úr stúrum bíl með diska að framan og aftan?
Þar að segja úr stúrum bíl með diska að framan og aftan?
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Þetta ætti þá að ganga með höfuðdælu úr pajero,patrol,land cruiser,musso og örugglega mörgum öðrum td flestum yngri amerískum jeppum,pikkum og köggum.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Stærsti kosturinn sem ég sá við þetta sem ég gerði er að dælan kostaði örfáa þúsundkalla glæný frá USA og boltaðist beint í. En auðvitað er líka hægt að mixa eitthvað af þessu sem Hrólfur nefnir.
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
Hvaða hlutöll ertu með í bílnum? Fyrst að Hrólfur minnist á höfuðdælu úr meðal annars Pajero þá er náttúrulega spurning að setja Pajero afturhásingu (ef þú ert með 5.29:1 EÐA 4.88:1 hlutföll í bílnum) þar sem bremsurnar úr þeim eru ansi öflugar og handbremsan sambyggð í skál og mjög viðhaldslítill búnaður og svínvirkar. Svo færðu loftlæsingu í þokkabót ;)
Re: Breyta skálabremsum í diskabremsur
það er 4:88 og ég á pajeró hásinguna til:) en þar sem ég er ný búinn að smíða afturhásingu undir bílinn þá verð ég að láta höfuðdæluna duga
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur