Mikill olíuleki

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Mikill olíuleki

Postfrá bjarni95 » 20.sep 2013, 00:57

Nú er mikill olíuleki á vélinni hjá mér og skilur bíllinn eftir sig regnboga á öllum bílastæðum í rigningu...

Þetta er greinilega vélaolía og virðist koma aftanúr vélinni, mér datt fyrst í hug að pakkdósin væri farin, ég fór með bílinn á smurstöð í dag að skoða þetta og þeir segja að heddpakkningin gæti verið farið þar sem olíusmitið byrjar undir henni. Er þetta eitthvað sem kostar mikla peninga og vinnu að laga? Er þetta pottþétt heddpakkningin eða er þetta pakkdósin? Er einhver auðveld leið til að komast að því? Datt í hug að nota ólíuhreinsi og hreinsa vélina vel, fara svo einn hring og skoða hvaðan olían kemur.

Þetta er alveg pottþétt ekki ventlalokspakkningin, það er allt skraufaþurrt undir henni að heddpakkningunni, þar er efri lína olíunnar. Ég er líka nokkuð viss um að þetta sé ekki pakkdósin aftanúr vélinni þar sem kúplingin virkar alveg eðlilega, ef hún væri útötuð í smurolíu myndi hún snuðra helling.

Vélin sem um ræðir er 1.8l Suzuki sidekick vél 1996 árg.

-Bjarni


Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Mikill olíuleki

Postfrá Navigatoramadeus » 20.sep 2013, 07:25

þú sagðir það sjálfur; þrífa vélina vel og keyra smá, skoða vel, oft sem aftari hlutar vélar verður blautari en fremri þegar bíllinn klýfur loftið og olían dregst aftur með vél.

ef þetta er heddpakkning eru nokkrir sem byrja á að herða heddið aðeins meira niður, þekki nú ekki árangurinn af svoleiðis reddingum en amk fljótlegra og ódýrara en pakkningarskipti.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Mikill olíuleki

Postfrá StefánDal » 20.sep 2013, 07:45

Navigatoramadeus wrote:þú sagðir það sjálfur; þrífa vélina vel og keyra smá, skoða vel, oft sem aftari hlutar vélar verður blautari en fremri þegar bíllinn klýfur loftið og olían dregst aftur með vél.

ef þetta er heddpakkning eru nokkrir sem byrja á að herða heddið aðeins meira niður, þekki nú ekki árangurinn af svoleiðis reddingum en amk fljótlegra og ódýrara en pakkningarskipti.


Ég ætlaði einmitt að senda honum Bjarna þetta ráð í einkaskilaboðum. Þorði sjálfur ekki að setja það hérna inn ;)
Ég tek fram að það er möguleiki á því að nota þetta ráð sem bilanagreiningu ekki viðgerð.


Eeeeen.... blokkin er úr áli í þessum bílum þannig að þetta er kannski alls ekki sniðugt.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur