Já aðeins búið að vinna í bílnum í sumar nema það kom í ljós að frambrettin voru ónýt svo verið er að leita að öðrum eða finna leið til að gefa þessum gömlu möguleika á að lifa smá tíma lengur. Pallurinn var tekin og ryðhreinsaður sem mest mátti, á eftir að taka hann í gegn að innan, þar sem ekki er búið að ákveða hvort verður sett í hann svona gúmmíkvoðuefni eða hvað sem þetta kallast frá Arctic truck. Eða hreinlega bara ryðhreinsað, vinnuvélalakkað og svo makað koppafeiti yfir allt saman, þarsem það er plastskúffa í pallinum sem færi yfir allt saman. Menn meiga endilega segja sína skoðun á því!
Enn allar rúður (já líka topplúgan) voru teknar úr og allt ryð hreinsað burt. Á eftir að ryðhreinsa milli palls og hús þar sem það verður gert þegar upphækkunarklossarnir verða settir í hann. Allir þéttilistar voru teknir burt og öll föls ryðhreinsuð og máluð. Þetta var allt málað með bláu vinnuvélalakki með gljástigi 90 frá Hörpu ;) Kemur alveg svakalega vel út. Allt auka á bílnum verður hvítt, pallgrind, speglar, húnar, kantar og svo framvegis. Það á eftir að taka hurðarnar í gegn sem og frambrettin og ristina fyrir neðan framrúðuna.
svo er búið að setja í hann AC dælu sem mun þjóna tilgangi loftdælu. Fengum eiginlega gefins gamlan 36" breyttann 1985 S-10 blazer sem er á 4link og gormum, með 9" að aftan og detroit locker, enn D-44 að framan með tregðulæsingu einhverskonar. Planið er að koma því öllu undir Nissaninn með tíð og tíma.
Verst er að það gleymdist alveg að taka myndir af ryðhreinsuninni og sparslvinnunni enn þökkum guði fyrir juðara það er á hreinu ;)
látum myndir fylgja af þessu:
Grindin máluð og fín

Nýja húddið sem er óbeyglað og óryðgað. Líka öðruvísi look á því. Erum enn að melta það.

Nýja húddið komið á erum ekki alveg búin að ákveða hvort við notum það eða málum gamla bara.

Hérna var enn verið að vinna í að mála fölsin

Og hér er eftir að búið vara að raða saman aftur og mála kantanna hvíta og setja grindina á pallinn.

Enn hér er ástæða þess að allt er stopp. Okkur vantar ný frambretti. Hérna er búið að pússa þau upp, brjóta upp gamla sparslið og aðeins að slípa það til til að sjá hvort hægt væri að redda þessu svona. Enn það þarf að skera bæði bretti upp að bodylínunni til að losna við allt ryð úr þeim.

Þetta kemur allt hægt og rólega. Enda má þetta ekki kosta neitt nema vinnu þar sem þetta er kreppuverkefni.
Fengum allt lakk, sparsl og þess háttar gefins nema gerðum ein mistök, keyptum tilboðsmálningarrúllu í BYKO sem voru stór mistök því hún tættist með í lakkið helvítið af henni. Svo það þarf að slípa yfir og fara eina umferð aftur. Nema að þessu sinni gert með dýrari rúllunni ;)
Já og þessar felgur verða notaðar fyrri 35" dekk því þær koma ágætlega út og 35" passar undir kantanna með þessum felgum og hægt að beygja fulla beygju í báðar átti og fjaðrar vel í sundur. Þetta eru 16" terrano felgur nema þær eru 10" breiðar.