Skipta úr bensín vél í dísel?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Skipta úr bensín vél í dísel?

Postfrá Big Red » 02.maí 2013, 09:14

Þannig að það er bara betra ef það er zinkhúð að innan?

kudungur wrote:Gott ef þú ert allavega með 5 gíra áfram. Lætur kannski vita þegar hraðinn er orðinn eðlilegur og
hvað var að.

Hjónakornin wrote:já kanski fínasti innanbæjarhraði enn yrði ansi leiðigjarnt útá þjóðveg ;)


Enn annars var hann hraðamældur með GPS og á 33" er hraðinn 80-85km svo þetta ætti bara að vera fínt þegar kominn á 35"


Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159

User avatar

Höfundur þráðar
kudungur
Innlegg: 17
Skráður: 14.apr 2013, 18:34
Fullt nafn: Ingi Þorleifur Bjarnason
Bíltegund: Feroza
Staðsetning: Reykjavík

Re: Skipta úr bensín vél í dísel?

Postfrá kudungur » 01.jún 2013, 10:57

Sendi fyrirspurn til Toyota hvað ný Yaris díselvél myndi kosta með öllu tilheyrandi, vírum, nemum og töflu. Verðið er 2/3 af kostnaði bílsins 2 millj+. Það er því varla vinnandi vegur að fara þá leið. Alltaf góð þjónusta hjá Toyota þeir láta sig hafa það að svara svona skrítnum fyrirspurnum.

Hvað er annars að frétta með díselvélina í Nissan hjá Hjónakornum?


Big Red
Innlegg: 1100
Skráður: 07.mar 2012, 12:17
Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
Bíltegund: Nissan King Cab 1991

Re: Skipta úr bensín vél í dísel?

Postfrá Big Red » 17.sep 2013, 21:09

Han gekk alveg ágætlega enn var alltaf að tapa vatni. Kom þá í ljós að það var sprungið hedd á 2.5 mótornum. Þannig ráðist var í að rífa heddin úr og er verið að leita leiða í því. Hann var prófaður á 35" dekkjum og þá er fínn þjóðvegshraði á honum. En þar sem hann verður væntanlega bara á 33" að þá verður líklega farið í það samhliða vélarviðgerðum að skipta út hlutföllunum.

Enn annars þá hafa ekki komið upp nein vandamál tengd vélaskiptunum. Einnig er búið að verða sér útum turbínu með öllu tilheyrandi af 2,7 mótor og verður eitthvað fiktað áfram með það líka.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur