Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Vertu duglegur á myndavélinni
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Jæja, dagurinn fór í að losa mig við hljóðkerfið undan bílnum og koma gömlu vélinni á pallinn, sem fólst í því að snúa vélarvana bílnum við og slaka vélinni á pallinn og snúa honum svo aftur við, sem er full erfitt að gera einsamall.
ég skrúfaði líka svinghjólið á volvo mótorinn.
ég skrúfaði líka svinghjólið á volvo mótorinn.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Hvaða lakk notaru a motorinn
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Einhverskonar vélalakk sem ég fann í húsasmiðjunni, ég man ekki hvað það heitir. Ég þurfti að fara nokkrar umferðir
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Þá er ég að slaka volvo rellunni ofan í til að sjá hvar og hvernig ég þarf að smíða mótor festingar.
Það er nú eitthvað þrengra framan við þessa en V6 hækjuna, ég er aðeins búinn að klóra mér í hausnum um hvar ég á að setja intercoolerinn.
Svo þarf ég að færa festingarnar fyrir alternator og loftdælu, loftdælan rekst í stýrismaskínuna
Vélin á ekki eftir að koma nema 1 cm aftar en endanleg hæð er ekki ljós
Það er spurning um að fá lánað skóhornið sem Hjalti notaði til að koma patrol mótornum fyrir.....
Það er nú eitthvað þrengra framan við þessa en V6 hækjuna, ég er aðeins búinn að klóra mér í hausnum um hvar ég á að setja intercoolerinn.
Svo þarf ég að færa festingarnar fyrir alternator og loftdælu, loftdælan rekst í stýrismaskínuna
Vélin á ekki eftir að koma nema 1 cm aftar en endanleg hæð er ekki ljós
Það er spurning um að fá lánað skóhornið sem Hjalti notaði til að koma patrol mótornum fyrir.....
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Djöfull finnst mér rosalega margt rétt við þessar myndir. Eitthvað svo traustvekjandi við að sjá stórt VOLVO í húddinu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Sæll Ástmar þetta er glæsilegt framtak hjá þér og flottir litir og verður spennandi að fylgjast með þessu. Er ekki ráð að lengja framendan um 10 cm finna einhversstaðar annan framenda og skera hann 10 cm lengri en hlutan sem þú skerð af þínum þannig að það verði ein suðu.Þá áttu gott pláss fyrir fleiri framtíðar breitingar. kveðja guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Þú segir nokkuð Guðni, ég ætla aðeins að pæla í þessu.
Ég er svosem ekkert svakalega spenntur fyrir allri boddývinnunni við að lengja, en það er aldrei að vita hvað maður gerir
Var ekki til einhversstaðar mót af lengra húddi og brettum fyrir 4runner?
Ég gæti örugglega notað það ef ég færi í þetta
Ég er svosem ekkert svakalega spenntur fyrir allri boddývinnunni við að lengja, en það er aldrei að vita hvað maður gerir
Var ekki til einhversstaðar mót af lengra húddi og brettum fyrir 4runner?
Ég gæti örugglega notað það ef ég færi í þetta
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Á hann ekki mót fyrir þetta hjá felgur.is?
semsagt húdd og bretti
semsagt húdd og bretti
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Á hann ekki mót fyrir þetta hjá felgur.is?
semsagt húdd og bretti
Var það ekki brettakantar.is?
Í öðrum hi lux þræði sem ég man eftir er allavega talað um framenda frá Gunnari Ingva.
þ.e þessum.
viewtopic.php?f=9&t=17870&hilit=hva%C3%B0+er+a%C3%B0+gerast+h%C3%A9r#p99510
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Project Guðlast - Volvo hjarta í Hilux
Ég ætla ekki að standa í lengingu, ég komst að því þegar ég reif stuðarann af að bíllinn er grindarskakkur um u.þ.b. 1 cm, og hefur verið það þegar bílnum var breytt aður en ég fékk hann, það sést best þegar húsfestingarnar eru skoðaðar.
Ég ætla ekki að opna þá ormagrifju að eiga eitthvað við grindina úr þessu, mér sýnist á öllu að ég geti sett interkúlerinn framan við frambitann, svo plássið sleppur alveg.
Annars fór dagurinn í að snyrta millistykkið milli vélar og gírkassa og smíða nýja mótorfestingu hm á vélina, en orginal festingin var of lág fyrir grindina
Ég ætla ekki að opna þá ormagrifju að eiga eitthvað við grindina úr þessu, mér sýnist á öllu að ég geti sett interkúlerinn framan við frambitann, svo plássið sleppur alveg.
Annars fór dagurinn í að snyrta millistykkið milli vélar og gírkassa og smíða nýja mótorfestingu hm á vélina, en orginal festingin var of lág fyrir grindina
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Jæja, ég var að taka gamla myndavél aftur í notkun og er loksins kominn með kortalesara sem les svona úrelt kort, hérna eru allavega nokkrar myndir.
Vélin er loksins kominn á sinn stað og tengingar hafnar, vatnskassi því sem næst tilbúinn. meirihluti af smíðinni kringum intercooler, svo er bara loftsíuboxið og hluti pústkerfis eftir.
svo kemur aðal höfuðverkurinn, Rafmagnið
Planið er að nota cruise controlið sem var í volvonum, en ég veit ekki hvort merkið frá hraðamælinum í Hilux er rétt merki fyrir volvo cruiseið
Vélin er loksins kominn á sinn stað og tengingar hafnar, vatnskassi því sem næst tilbúinn. meirihluti af smíðinni kringum intercooler, svo er bara loftsíuboxið og hluti pústkerfis eftir.
svo kemur aðal höfuðverkurinn, Rafmagnið
Planið er að nota cruise controlið sem var í volvonum, en ég veit ekki hvort merkið frá hraðamælinum í Hilux er rétt merki fyrir volvo cruiseið
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Þetta er huggulegt, nú er greinilega allt að gerast! :)
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
LEGO mótor með VOLVO merki í HILUX.
VOLUXLEHILGOVO.
Ertu annars búinn að henda V6 hækjunni?
Ég væri til í að hirða hana ef hún er ekki á leiðinni annað en á haugana...er með óútskýrt blæti fyrir 3VZE, sem er næstum jafn undarlegt og VOLVO blæti ;-)
Kv
Grímur
VOLUXLEHILGOVO.
Ertu annars búinn að henda V6 hækjunni?
Ég væri til í að hirða hana ef hún er ekki á leiðinni annað en á haugana...er með óútskýrt blæti fyrir 3VZE, sem er næstum jafn undarlegt og VOLVO blæti ;-)
Kv
Grímur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Jæja nokkrar myndir frá takmörkuðum afrekum síðustu viku
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Hvernig er það er volvo rellan svona löng eða hilux húdd stutt ?
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Kveikjan er aftaná heddinu, ég hefði getað fært vélina nokkra sentimetra aftur en þá hefði ég orðið að færa gírkassana og lenda í vandræðum með gírstangir og drifsköft, ég nennti bara ekki þeim pakka öllum aftur, gírstöngin á auka kassanum smellpassar með því að snúa henni öfugt og rétta úr hlykknum.
Það er ekki pláss fyrir viftuna framan á vélinni eins og er, svo ég hefði aldrei getað komið intercooler og vatnskassa með viftu framan á vélinni ofan í þetta húdd, volvo vélarsalurinn er í alla staði mun stærri en í hilux, bæði breiðari og lengri
Það er ekki pláss fyrir viftuna framan á vélinni eins og er, svo ég hefði aldrei getað komið intercooler og vatnskassa með viftu framan á vélinni ofan í þetta húdd, volvo vélarsalurinn er í alla staði mun stærri en í hilux, bæði breiðari og lengri
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Mér finnst þetta æðislegt og fylgist spenntur með :)
Já volvo húddið er vel stórt, v8 vélar hverfa þar ofaní :)
Já volvo húddið er vel stórt, v8 vélar hverfa þar ofaní :)
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Veit svo sem vel hvernig vélarsalurinn í volvo er en var aðalega að spá í þessu þar sem volvo datt ofan í húddið á annari hvorri súkku hérna um árið
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Vúhú, Volvo fór í gang í Hilux í dag!!!
Talsverður frágangur eftir samt, en þarf þó ekki að draga hann niðureftir á sýninguna
Talsverður frágangur eftir samt, en þarf þó ekki að draga hann niðureftir á sýninguna
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
til hamingju með það vinur :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Maður er komin með króniskan hlandspreng af spenningi við að fara að sjá vídeo af kagganum í aksjón.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Stebbi wrote:Maður er komin með króniskan hlandspreng af spenningi við að fara að sjá vídeo af kagganum í aksjón.
Hehe, ég skal hafa það í huga, ef ég hefði ekki verið kominn á kaf í sýningarundirbúning þegar þú settir þetta inn hefði mátt redda því, ég leit bara ekkert í tölvu þessa helgi ;)
Hér eru allavega tvær myndir af bílnum á Krafti 2013:
Svo var ég áðan á árshátið Skagafjarðardeildar 4x4 og fékk þennan fína farand"bikar"- "Dugnaðarforkurinn" fyrir breytingarnar á jeppanum, því eins og strákarnir sögðu þá hefði engum öðrum dottið í hug að setja volvo vél í Hilux
En það verður frekar rólegt í þessu á næstunni vegna annara verkefna
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
snildar forkur :-)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Ég er með smá pælingu, nú er hugmyndin að nota cruise control búnaðinn úr volvonum í hiluxinn. Ég er mikið búinn að pæla í hvernig ég á að fá hraðamælismerkið fyrir hann.
Volvoinn var með, að ég tel, abs skynjara sem taldi tennurnar á kambinum í drifinu, hiluxinn er með barka uppað mælir sem gefur þó merki til tölvuheilans (ECU) fyrir vélina (hann stýrir held ég bæði kveikju og spíssum, öfugt við volvo sem er með aðskildar tölvur til þess)
Ecu græjan úr volvo þarf ekki hraðamerki, það virðist bara vera Cruise tölvan sem þarfnast þess
Nú veit ég ekkert hvernig merki kemur frá Hilux mælaborðinu, svo ég er að pæla í að mixa Volvo mælaborðið í, meðal annars til að fá réttan snúningshraðamælir.
Hefur einhver hérna hugmynd hvernig merki púlsgjafinn í nýrri hiluxunum gefur?
(Þá er ég að tala um það sem tók við af barkanum í millikassann sem var í eldri bílunum)
Svo ef einhver er með aðrar hugmyndir þá eru þær vel þegnar (nota bene að mér líkar mjög illa við að sjá óvirka mæla í mælaborðinu)
Volvoinn var með, að ég tel, abs skynjara sem taldi tennurnar á kambinum í drifinu, hiluxinn er með barka uppað mælir sem gefur þó merki til tölvuheilans (ECU) fyrir vélina (hann stýrir held ég bæði kveikju og spíssum, öfugt við volvo sem er með aðskildar tölvur til þess)
Ecu græjan úr volvo þarf ekki hraðamerki, það virðist bara vera Cruise tölvan sem þarfnast þess
Nú veit ég ekkert hvernig merki kemur frá Hilux mælaborðinu, svo ég er að pæla í að mixa Volvo mælaborðið í, meðal annars til að fá réttan snúningshraðamælir.
Hefur einhver hérna hugmynd hvernig merki púlsgjafinn í nýrri hiluxunum gefur?
(Þá er ég að tala um það sem tók við af barkanum í millikassann sem var í eldri bílunum)
Svo ef einhver er með aðrar hugmyndir þá eru þær vel þegnar (nota bene að mér líkar mjög illa við að sjá óvirka mæla í mælaborðinu)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Í alvörunni? er enginn sem hefur hugmynd?
Annars dundaði ég aðeins í dag, fékk lánað 1stk 44" dekk til að máta undir svo pústið yrði örugglega ekki fyrir dekkinu ef það kæmi til síðar, vantar grátlega lítið uppá að þetta sleppi. Þarna er ég búinn að hleypa úr dekkinu hinumegin og tjakka vinstra afturhornið upp til að fá sem mesta misfjöðrun að framan
Svo er hérna afrakstur dagsins, framhald á pústkerfi, klára það vonandi á morgun
Annars dundaði ég aðeins í dag, fékk lánað 1stk 44" dekk til að máta undir svo pústið yrði örugglega ekki fyrir dekkinu ef það kæmi til síðar, vantar grátlega lítið uppá að þetta sleppi. Þarna er ég búinn að hleypa úr dekkinu hinumegin og tjakka vinstra afturhornið upp til að fá sem mesta misfjöðrun að framan
Svo er hérna afrakstur dagsins, framhald á pústkerfi, klára það vonandi á morgun
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
juddi wrote:Veit svo sem vel hvernig vélarsalurinn í volvo er en var aðalega að spá í þessu þar sem volvo datt ofan í húddið á annari hvorri súkku hérna um árið
Það voru allt 4cyl vélar ( b23 )
Gaman að sjá gleðigúmýið undir þessum , verður eflaust feiki skemmitlegur , öflugur og léttur bíll
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
-Hjalti- wrote:juddi wrote:Veit svo sem vel hvernig vélarsalurinn í volvo er en var aðalega að spá í þessu þar sem volvo datt ofan í húddið á annari hvorri súkku hérna um árið
Það voru allt 4cyl vélar ( b23 )
Gaman að sjá gleðigúmýið undir þessum , verður eflaust feiki skemmitlegur , öflugur og léttur bíll
Voru ekki menn aðalega að setja gömlu B20 vélarnar í súkkurnar??
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Mjög töff verkefni hjá þér.
Keep it up
Keep it up
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Startarinn wrote:Í alvörunni? er enginn sem hefur hugmynd?
Gúgglaði aðeins og mér skilst að Toyota noti svokallaðan 3ja víra Hall-effect sensor sem þýðir að Tru-speed og svoleiðis box séu nothæf til að leiðrétta púlsana.
Arctictrucks ætti að vita allt um þetta.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
jeepson wrote:-Hjalti- wrote:juddi wrote:Veit svo sem vel hvernig vélarsalurinn í volvo er en var aðalega að spá í þessu þar sem volvo datt ofan í húddið á annari hvorri súkku hérna um árið
Það voru allt 4cyl vélar ( b23 )
Gaman að sjá gleðigúmýið undir þessum , verður eflaust feiki skemmitlegur , öflugur og léttur bíll
Voru ekki menn aðalega að setja gömlu B20 vélarnar í súkkurnar??
B18, B19, B20, B21, B23, B200 og B230 eru allt saman sama 4 cyl blokkin og það var nú ekkert allt of mikið pláss eftir í boddyhækkaðri súkku þegar þær voru komnar ofaní en það slapp.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Stebbi wrote:B18, B19, B20, B21, B23, B200 og B230 eru allt saman sama 4 cyl blokkin og það var nú ekkert allt of mikið pláss eftir í boddyhækkaðri súkku þegar þær voru komnar ofaní en það slapp.
Þetta er ekki alveg rétt, B18,B19 og B20 eru með undirliftustöngum meðan restin er með yfirliggjandi knastás
Þessar blokkir voru mismikið boraðar, bæði fyrir stimpla og sveifarása, sveifarásarnir voru t.d. mun öflugri í B23 en B230 bæði í sverleika og styrk, því B23 var með þrykktan ás (Forged) meðan að B230 var með steyptan (cast). Veggþykktin í sílendrunum á B21 og B200 er að mér skilst ekki næg til að bora hana uppí sama og B23 og B230, en þær eru jafn slaglangar.
Það vantar sumar festingar á B23 sem eru á B230, auk þess sem vatnsdælan passar ekki á milli, flest annað er plug 'n play
Ég nota t.d. Blokk, sveifarás og stimpla úr B23 en nánast allt annað utaná og ofaná vélinni kemur úr B230FT, stimpilstangir eru líka 50% sverari í B23 en B230 fram að amk '90 en uppúr því eru höfuðlegurnar á sveifarásnum sveraðar aftur upp, ásamt stöngunum, en gerðirnar á undan áttu víst til að brjóta stimpilstangir og þá nánast undantekningalaust á fremsta sílender, sumir kenndu um svignun á sveifarás undir álagi þegar það var búið að auka við túrbínurnar.
Það má líka taka það fram að það virðist lítill sem enginn munur vera á túrbó og túrbólausu vélunum í styrk, eini munurinn virðist vera dýpri bolli í stimplum, sodium fylltir afgasventlar, og aðrir stimpilhringir. Allt annað er jafnsvert
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Flottur pistill, er þetta áhugamál hjá þér? :-)
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Hehe, nei ekkert sérstaklega, en ég kynnti mér málið nokkuð vel á meðan ég var að basla við að koma þessu saman. Maður hefur aldrei of mikið af upplýsingum.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Þá er pústkerfið komið undir, hljómar alveg ágætlega, djúpur bassi í hægagangi, en virðist nær algerlega þagga niður í drununum við inngjöf, allavega heyri ég ekkert í pústinu yfir hávaðanum frá vélinni þegar ég stend framan við bílinn og gef í
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
-
- Innlegg: 1100
- Skráður: 07.mar 2012, 12:17
- Fullt nafn: Ástþór Margrétarson
- Bíltegund: Nissan King Cab 1991
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Þetta er bíll sem við höldum að leyni alveg hrikalega á sér og eigi eftir að enda sem snilldarapparat til í hvað sem er svo að segja. Höfum allavega gaman að því að fylgjast með þessu.
Nissan King Cab 1991 3.0 V6 BSK 36" - Dútlið, alltaf verið að breyta og bæta
787-2159
787-2159
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Þetta er snild annars var aðalega notast við B20 í súkkur en einhverjar fengu B23 turbo í vélarsalinn
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Bölverkur - Volvo hjarta í Hilux
Jæja Elli, þú getur hlegið að mér núna.
Ég hafði semsagt samband við Elmar því stýrisdælan virtist ekkert hjálpa við stýrið sem var sannkallað vöðvastýri þegar ég fór á sýninguna. Ég hafði áhyggjur af því að þessi volvo dæla og Hilux maskínan gengju ekki saman, Elli fullyrti að þetta ætti að ganga svo ég taldi dæluna ónýta og reif hana úr
Vandamálið var nú ekki merkilegt, mér hafði yfirsést auka tuska sem var í inntakinu á dælunni, þetta svínvirkar núna.
Bölvaður bjáni getur maður verið
Ég hafði semsagt samband við Elmar því stýrisdælan virtist ekkert hjálpa við stýrið sem var sannkallað vöðvastýri þegar ég fór á sýninguna. Ég hafði áhyggjur af því að þessi volvo dæla og Hilux maskínan gengju ekki saman, Elli fullyrti að þetta ætti að ganga svo ég taldi dæluna ónýta og reif hana úr
Vandamálið var nú ekki merkilegt, mér hafði yfirsést auka tuska sem var í inntakinu á dælunni, þetta svínvirkar núna.
Bölvaður bjáni getur maður verið
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur