Toyota Hilux x-cap
árgerð: 1984
Mótor: 2L +turbo
5:71 hlutföll og Soðið frammdrif
frammhásing færð um 12cm framm
4link/5link aftan og rangerover stífur framan
rangerover gormar framan og aftan
kaupi bílinn 2011 og hefur hann þá staðið inní vélageimslu á bæ hér í sveitinni í um 10 ár
Búið var að opna aftur á pall og setja þar bekk úr lödu sport og skráður 4 manna.
fyrri eigandi búinn að eiða mikilli vinnu í að riðbæta grind og smíða fjöðrunarkefri. fór svo í honum stýrismaskína
þegar var verið að bakka honum inn í Vélageimsluna og var svo ekki hreyfður fyrr en ég kaupi hann.


Svo var farið að skola af þessu rikið og massað lakkið upp til að fá hann rauðann aftur


hér er búið að dunda eitthvað í honum.
Svo slitnar í honum tímareim(var að fara skipta um) þegar ég er á leið út á verkstæði og ná stimplar í ventla.
ventlarnir sluppu óbognir en foru rokkerarmar og filgibúnaður í döðlur. þetta var rifið og fannst ekki annað hedd á hann
þarna og því var gert við heddið sem var í honum. fékk invols í heddið úr gömlum hiace en heddið gekk ekki á milli. en það hafði brotnað úr einu sætinu fyrir knastásinn og í því broti er einnig bolti sem heldur ventlaloki. því var reddað með því að bora aðeins lengra niður í heddið og snitta . svo var sett tveggja þátta málmsteypa á brotið og skrúfað saman....... (átti bara að sjá hvort þetta myndi tolla) og þegar var verið að skrúfa ventlalokið á var einn boltinn aðeins of langur (sá sem skrúfaðist í gegnum brotið) . skar af honum 2-3mm og svo skrúfað saman.. setti svo í gang .bíllinn dettur í gang og gengur vel. þá er mér litið undir bílinn og sé mígleka undan bílnum smurolíu. farið var að athuga málið og kom í ljós að brotnað hefði út úr heddinu stórt stykki 3x4-5 cm. ekki hafði betur hepnast til en að þetta 2-3mm stykki sem ég skar af boltanum fyrir ventlalokið hafði lent akkurat ofan í heddinu. (var sammt sem áður með ventlalokið á þegar ég skar þetta) og lenti þetta stykki á milli knastásar og hliðar í heddinu og braut það sig þessvegna út.
þá var áhveðið að notast við þetta tveggja þátta undraefni enn á ný og brotið límt aftur á sinn stað....
mér til mikillar furðu gengur bíllinn furðu vel enn þann dag í dag með heddið svona frágengið og lekur ekki dropa af smurolíu... bjóst ekki við því meða við skítamixið á þessu heddi.
Svo var farið í að loka húsinu aftur og laga til grindina var orðin mikið riðguð eftir þessi 10 ár sem bíllinn stóð

hér er verið að loka húsi. þarna var skorið hluti úr öðrum bíl og fært á milli. ekki fanst afturrúða í hann og lét ég því skera fyrir mig afturrúðu úr akrýlplasti (svipað og plexýgler)

skipt var um hjólalegur að aftan og allar pakkdósir í afturhásingu. einnig fór í hann allt nýtt í bremsur og ný bremsurör frá afturhásingu og framm í höfuðdælu.

hér er skúffan komin á aftur og búið að loka húsinu.
svo var bíllinn í notkun í einhverja mánuði og lagt svo aftur. ýmislegt brasað í honum þar á meðla skipt um stýridælu og maskínu,
frammhásing tekin í gegn, skipt um allar pakkdósir og fóðringar í frammstýfum og skástýfu,
núna fyrir um 2 mánuðum var hann tekinn og skorið úr fyrir 44"




þarna er bíllinn orðinn leiðinlega upplitaður aftur og var hann því tekinn og Massað upp lakkið eina ferðina enn.


svona stendur hann í dag. Búið að setja á hann breiðari kanta og sitthvað fleirra af smáhlutum
á frammtíðarplaninu er:
-að gera við grindina þar sem marg er búið að riðbæta hana og er hún orðin snúin og skökk
hugsa að aftari hluti grindar verið smíðaur nýr.
- 44"dekk og 17"breiðar felgur.
- taka upp mótor- nýjar legur, pakkningar pakkdósir- annað hedd og flr
- loftlæsingar
- Riðbæta boddy og Heilmálun.