Nú er margt sem getur spilað þar inn í
Öxulþungi bílsins, sem er oft mismunandi að framan og aftan.
Stærð dekkja
Þvermál á felgum
Breidd á felgum
slit á dekkjunum
Það er talað um að passlegt loft er þegar stærstur flötur á dekkjasólanum snertir jörð.

Það er hægt á einfaldan hátt að finna þetta út;
maður fær sér dekkjakrít og strikar þrjú strik þvert yfir sólan á hverju dekki gott er að byrja á að dæla því sem maður heldur að sé aðeins of mikið loft í dekkin og keyra nokkur hundruð metra, helst eftir beinum vegi.
Síðan athugar maður hvernig krítin hefur máðst úr á sólanum.
Ef hún máist jafnt út þvert yfir sólann er passlega mikið loft í dekkjunum, en það er vissara að prófa aftur með því að bæta um 2 pundum í hvert dekk og prófa aftur.
Ef krítin máist bara út á miðjum sólanum þá er aðeins of mikið loft, þá minnkar maður þrýsting um 2 pund og prófar aftur.