Loftþrýstingur

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2697
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Loftþrýstingur

Postfrá jongud » 07.sep 2013, 18:53

Ég rakst á þráð þar sem verið var að ræða passlegan loftþrýsting í dekkjum.
Nú er margt sem getur spilað þar inn í

Öxulþungi bílsins, sem er oft mismunandi að framan og aftan.
Stærð dekkja
Þvermál á felgum
Breidd á felgum
slit á dekkjunum

Það er talað um að passlegt loft er þegar stærstur flötur á dekkjasólanum snertir jörð.
Image
Það er hægt á einfaldan hátt að finna þetta út;
maður fær sér dekkjakrít og strikar þrjú strik þvert yfir sólan á hverju dekki gott er að byrja á að dæla því sem maður heldur að sé aðeins of mikið loft í dekkin og keyra nokkur hundruð metra, helst eftir beinum vegi.
Síðan athugar maður hvernig krítin hefur máðst úr á sólanum.
Ef hún máist jafnt út þvert yfir sólann er passlega mikið loft í dekkjunum, en það er vissara að prófa aftur með því að bæta um 2 pundum í hvert dekk og prófa aftur.
Ef krítin máist bara út á miðjum sólanum þá er aðeins of mikið loft, þá minnkar maður þrýsting um 2 pund og prófar aftur.



Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur