A - Link
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
A - Link
Hvað hafa menn notað ofaná drifkúlu með A - link fjöðrun ? gaman ef einhver á myndir af svona og lýsingu á efnisvali.
Ekki verra að fá c.a. verð það sem þarf til.
Ekki verra að fá c.a. verð það sem þarf til.
Re: A - Link
Ég hef soldið verið að spá í þetta. Reyndar eina beina stífu uppi og tvær niðri (þverstífa þegar í bílnum). Ég veit af 60 Cruiser með heimasmítt A-link á drifkúluna og þar var settur spyndill úr F150 Ford að ég held rétt. Gæti örugglega dugað að kaupa "ónýtann" strearingknuckle (auglýsi eftir íslensku orði fyrir þetta) og skrera holuna fyrir spyndilinn af og hita hann áður en soðinn er á stífuna. Svo bara brakket á drifið og bolta spyndilkúluna á sinnt stað ;)
Re: A - Link
Þetta var undir gömlum jeppa sem ég átti. Rosalega frjáls fjöðrun en svakalega svagur jeppi.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: A - Link
Rabbi smíðaði sér bara spindilkúlu, enginn aukvisi þar á ferð.
viewtopic.php?f=9&t=9810&p=101680#p101680
viewtopic.php?f=9&t=9810&p=101680#p101680
Re: A - Link
hobo wrote:Rabbi smíðaði sér bara spindilkúlu, enginn aukvisi þar á ferð.
viewtopic.php?f=9&t=9810&p=101680#p101680
Hehe ég las Pabbi smíðaði sér.....
En hvernig er Trooperinn í samanburði við svona A-link? Ef A-link fjöðrun er svona svög þá væri gaman að heyra hvernig Trooperinn er í samanburði þar sem hann er með eina lngstífu uppi og svo hefðbundna þverstífu aftan við hásinguna. (sem sagt ekki þetta hefðbunda 4/5-link)
Re: A - Link
Er ekki til svona liður í Landrover?
En hvað telja menn sig fá út úr þessu sem ekki fæst úr t.d. 4link?
Kv Jón Garðar
En hvað telja menn sig fá út úr þessu sem ekki fæst úr t.d. 4link?
Kv Jón Garðar
Re: A - Link
Mér skilst að orginal Landrover liðurinn endist stutt. En það sem þetta hefur framyfir er minni þvingun, tekur faktískt séð minna pláss enda það oft hlutur sem vantar undir margar tegundir jeppa.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: A - Link
Svenni30 wrote:Á að fara gorma væða Villi ?
Alltaf að spá eitthvað, veit ekki hvort A - Link henti svo mikið drasl fyrir, sennilega 4 Link minnst fyrir.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: A - Link
HaffiTopp wrote:Mér skilst að orginal Landrover liðurinn endist stutt. En það sem þetta hefur framyfir er minni þvingun, tekur faktískt séð minna pláss enda það oft hlutur sem vantar undir margar tegundir jeppa.
Ég held að megi láta liðinn endast með því að smyrja nógu oft, en vandamálið hjá mér að tankurinn er fyrir og þá líka ætlaði ég að setja líka tank v-megin. Fyrir 4-link þá þarf ég sennilega að minnka tankinn sem er aftan við hásingu þannig að það eru smá brekkur við svona framkvæmd, ef maður hefði nú bara hugsað þetta strax þegar ég keypti bílinn :)
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: A - Link
Samkvæmt Rabba var ástæðan að hann fór í A stífu sú, að tankurinn er fyrir aftan hásingu og þá kemst hún aftar vegna engrar þverstífu, og þá þurfti ekki að eiga við tankinn.
Svo er engin hliðarhreifing á hásingunni.
Plús að honum langaði bara til að gera þetta.
Svo er engin hliðarhreifing á hásingunni.
Plús að honum langaði bara til að gera þetta.
Re: A - Link
Hjá mér er tankurinn framan við hásingu vinstra megin. Sem sagt hásingin kemst eins aftarlega og mig fræðilega langar nema grindin er svo svakalega mjó og mikið af drasli "fyrir" á hásingunni. Þannig að tankurinn er að þvælast fyrir A-stífu en 3link gæti dugað. Eina vesen og vandamálið fyrir hásingarfærslu er að skera upp og færa þverrörið sem kemur aftan við hásinguna og þverstífuturninn sem er soðinn við hana. Einn verkstæðisstarfsmaður hjá Heklu tók svona bíl eins og ég er á og síkkaði stífufestingarnar við grind um það sem gormahækkunin var mikil, færði hásinguna aftur um einhverja sentimetra og þar með þetta þverrör og skástífuturninn.
Hvernig bíl ert þú að hugsa þetta í Villi?
Hvernig bíl ert þú að hugsa þetta í Villi?
Re: A - Link
Ég notaði svona hjá mér. Risastór stýrisendi úr full size vörubíl svo kúlan er sterk og kemur með 30x1,5 snitttein svo það er ekkert mál að smíða stífuna. Keypti endann í ET og borgaði innan við 10.000 fyrir hann.




-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: A - Link
HaffiTopp wrote:Hjá mér er tankurinn framan við hásingu vinstra megin. Sem sagt hásingin kemst eins aftarlega og mig fræðilega langar nema grindin er svo svakalega mjó og mikið af drasli "fyrir" á hásingunni. Þannig að tankurinn er að þvælast fyrir A-stífu en 3link gæti dugað. Eina vesen og vandamálið fyrir hásingarfærslu er að skera upp og færa þverrörið sem kemur aftan við hásinguna og þverstífuturninn sem er soðinn við hana. Einn verkstæðisstarfsmaður hjá Heklu tók svona bíl eins og ég er á og síkkaði stífufestingarnar við grind um það sem gormahækkunin var mikil, færði hásinguna aftur um einhverja sentimetra og þar með þetta þverrör og skástífuturninn.
Hvernig bíl ert þú að hugsa þetta í Villi?
Ég er með Hilux dc 1990
Re: A - Link
Freyr, væri gaman að vita útfærsluna á stykkinu sem kónninn á spyndlinum fer í gegnum. Úr hverju það sé og hvernig það er búið til.
Re: A - Link
Það er ekkert mál að gera svona kónað gat.
Bora sirka í grennra þvermálið sem maður ætlar í miðað við kóninn, taka svo (t.d. ónýtan gamlan) kón í sömu stærð og á að nota, rauðhita gatið með gastækjum og láta sitja á gati í steðja eða ónýtri mótorblokk t.d., og reka kóninn í hitaða gatið með fáum en þungum höggum með sæmilegum slaghamri.
Þetta hef ég gert við 20mm þykkan stýrisarm sem ég smíðaði og var alveg fullkomið.
Svona aðferð skilar meira að segja aðeins sterkara gati en fræsing/rennsli.
kv
Grímur
Bora sirka í grennra þvermálið sem maður ætlar í miðað við kóninn, taka svo (t.d. ónýtan gamlan) kón í sömu stærð og á að nota, rauðhita gatið með gastækjum og láta sitja á gati í steðja eða ónýtri mótorblokk t.d., og reka kóninn í hitaða gatið með fáum en þungum höggum með sæmilegum slaghamri.
Þetta hef ég gert við 20mm þykkan stýrisarm sem ég smíðaði og var alveg fullkomið.
Svona aðferð skilar meira að segja aðeins sterkara gati en fræsing/rennsli.
kv
Grímur
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: A - Link
grimur wrote:Það er ekkert mál að gera svona kónað gat.
Bora sirka í grennra þvermálið sem maður ætlar í miðað við kóninn, taka svo (t.d. ónýtan gamlan) kón í sömu stærð og á að nota, rauðhita gatið með gastækjum og láta sitja á gati í steðja eða ónýtri mótorblokk t.d., og reka kóninn í hitaða gatið með fáum en þungum höggum með sæmilegum slaghamri.
Þetta hef ég gert við 20mm þykkan stýrisarm sem ég smíðaði og var alveg fullkomið.
Svona aðferð skilar meira að segja aðeins sterkara gati en fræsing/rennsli.
kv
Grímur
Hvernig fer þetta með hersluna í stýrisarminum?
Re: A - Link
Sælir
Þetta má vera sterkur liður, kannski er ég að ofmeta átakið þarna en það er verið að setja tölvert traust á einn lið í sjálfu sér bæði átakið af efri stífunum og hliðarátakið til viðbótar. Kannski bara allt í lagi en eins gott að hann klikki ekki þessi.
En væri ekki bara hægt að nota Spherical roller legu. Hún getur hreyfst í flestar áttir og myndar pottþétt enga þvingun. Spurning hvort hún myndi haldast nægjanlega hrein eða hvort væri hægt að hlífa henni við óhreinindum.
Ég hef stundum velt fyrir mér hvort einhverjum hafi dottið þetta í hug í staðin fyrir stífufóðringar að setja bara legu svo ég tali ekki um þær sem geta hreyfst til hliðar líka.
Kv Jón Garðar
Þetta má vera sterkur liður, kannski er ég að ofmeta átakið þarna en það er verið að setja tölvert traust á einn lið í sjálfu sér bæði átakið af efri stífunum og hliðarátakið til viðbótar. Kannski bara allt í lagi en eins gott að hann klikki ekki þessi.
En væri ekki bara hægt að nota Spherical roller legu. Hún getur hreyfst í flestar áttir og myndar pottþétt enga þvingun. Spurning hvort hún myndi haldast nægjanlega hrein eða hvort væri hægt að hlífa henni við óhreinindum.
Ég hef stundum velt fyrir mér hvort einhverjum hafi dottið þetta í hug í staðin fyrir stífufóðringar að setja bara legu svo ég tali ekki um þær sem geta hreyfst til hliðar líka.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: A - Link
Hefur engum dottið í hug að prófa "Currie joint"?
http://www.currieenterprises.com/cestore/johnnyjoints.aspx
Það er hægt að fá suðubjargir fyrir hann og það er útskiptanleg urethan-fóðring inni í honum.
http://www.currieenterprises.com/cestore/johnnyjoints.aspx
Það er hægt að fá suðubjargir fyrir hann og það er útskiptanleg urethan-fóðring inni í honum.
Re: A - Link
Félagi minn átti wranglerinn sem er á myndunum þarna uppi, og hann talaði einmit sérstaklega um að róin sem að heldur stífunni hafi aldrey verið til friðs alveg sama hvað var gert.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: A - Link
Þetta 3-link á þessum Wrangler snýr öfugt miðað við það sem maður er vanur að sjá. Þá er venjuleg stýfufóðring á hásinguni og pinni upp við millikassa, gæti verið að það hafi verið málið?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: A - Link
Stykkið sem kónninn hjá mér singst í gegnum er bara þykkt stál, man ekki töluna. Gatið er búið til með aðferðinni sem Grímur lýsir hér að ofan, reyndar með pressu en ekki hamri. Þetta er vel stór endi svo ég hef engar áhyggjur af styrknum, hann er á við stærstu spindilkúlur sem maður sér í jeppum, hann er eins og áður sagði úr "full size" trukkum sem eru jafnvel tugir tonna.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: A - Link
jongud wrote:Hefur engum dottið í hug að prófa "Currie joint"?
http://www.currieenterprises.com/cestore/johnnyjoints.aspx
Það er hægt að fá suðubjargir fyrir hann og það er útskiptanleg urethan-fóðring inni í honum.
Ég hef grun um að svona liður slitni hratt þegar það kemst drulla í hann
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur