Hvaða týpu af KONI dempara að aftan í Patrol Y61 ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Hvaða týpu af KONI dempara að aftan í Patrol Y61 ?

Postfrá thorjon » 13.aug 2013, 16:13

Sælir félagar,

nú eru demparagarmarnir mínir við andarslit og kominn tími á að endurnýja. Passar svo sem ágætlega þar sem hækka á dýrið upp til að taka við IROK 39.5 ( úr 35 tommunni) en var ekki alveg að treysta svörunum sem ég fékk frá staffinu í N1 og leita því til ykkar með hvaða týpu af KONI menn hafa verið að setja að aftan í Y61 bílinn ? ( með 10cm hækkun)

kv.: Þórjón




uxinn9
Innlegg: 104
Skráður: 10.feb 2011, 22:51
Fullt nafn: Arnar Þór Hjaltason
Bíltegund: Toyota hilux Dc
Staðsetning: Akureyri

Re: Hvaða týpu af KONI dempara að aftan í Patrol Y61 ?

Postfrá uxinn9 » 13.aug 2013, 20:31

Ég veit ekki með koni en Ome sport hafa verið að koma vel út að aftan .
Allavega alveg þess virði að Skoða það líka


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Hvaða týpu af KONI dempara að aftan í Patrol Y61 ?

Postfrá stjanib » 13.aug 2013, 22:40

Ég er með ástralíu koni hjá mér, þeir eru aðeins sverari og sterkari enn orginal koni og er með þá stillta í lægsta og kemur mjög vel út. Talaðu við Gylfa í bílanaust hann aðal koni kallinn hjá þeim að mér skilst og er maðurinn sem benti mér á þessa og hann getur örugglega fundið eitthvað sniðugt fyrir þig...


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Hvaða týpu af KONI dempara að aftan í Patrol Y61 ?

Postfrá thorjon » 14.aug 2013, 16:39

Fór í Bílanaust,, þeir eru alveg að missa sig í "þjónustulundinni" :) Umræddur Gylfi er í sumarfríi og þá vissi bara enginn eitt né neitt !! var reyndar bent yfir á Koni verkstæðið og þar fékk ég ca. 20% þjónustu, þannig að ætli OME endi ekki undir að aftan (þegar þeir verða til !!) staffið hjá Benna nennir allaveganna að afgreiða mann og mér fannst ég ekki vera "fyrir" inn í þeirri búð eins og ég upplifði Bílanaust :(


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Hvaða týpu af KONI dempara að aftan í Patrol Y61 ?

Postfrá stjanib » 14.aug 2013, 17:10

Getur líka athuga með dempara hjá Breytir á stórhöfða, þeir eru með OME


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Hvaða týpu af KONI dempara að aftan í Patrol Y61 ?

Postfrá thorjon » 14.aug 2013, 17:23

hefur einhver lagt í að panta þetta beint af netinu ?? þeir gefa upp týpunúmer hjá Benna sem "60015L" sem eigi að vera með 42-71cm í "saman sundur" en aðrar tölur koma upp þegar maður skoðar þennan kóda á vefsíðum, Benni er að rukka 35 kall per dempara meðan maður sér þá á $104 online.. helv mikill munur :(


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur