Postfrá hobo » 09.aug 2013, 20:14
Þá er þetta komið á hreint, 4 boltar inn í millikassanum. Samtals 8 boltar.
Ég hefði getað hamast í alla nótt með meitilinn á samskeytunum ef ég hefði ekki opnað kassann.
Stóru róna þurfti ekki að losa þar sem gírkassaöxullinn tengist millikassanum með rilluhulsu. Hrólfur skuldar mér semsagt tæpann 2000 kall fyrir nýja 36mm toppnum sem ég keyti mér áðan. En ég ætla nú samt ekkert með það í innheimtu...
Smá forvitni, hvað er þetta sem er lengst hægra megin á millikassanum á myndinni? Læsing á millikassanum, glussadæla, eða hvur fjandinn?