Hann er með V8 5.2L vél.
Hèrna er hann fyrir fyrri breytinguna:

Við fengum þá flugu í hausinn að breyta honum á 38".
-Hækkuðum hann á fjöðrunarkerfi.
-Notuðum orginal hásingar.
-Mixuðum brettakanta af Land Cruiser 70 á hann.
-Sprautuðum neðri hlutann.
-Vorum byrjuð á úrhleypibúnaði.


Með bílinn breyttan svona fórum við í þó nokkrar fjallaferðir... Þegar fólk er með svona græju í höndunum þá er örlítið tekið á því þegar færið er gott.
Bíllinn fékk að finna hressilega fyrir því í ferð yfir Langjökul sem endaði með því að báðar hásingarnar kengbognuðu og pústið rifnaði í tvennt.
Hérna er myndband af bílum þegar pústið var komið í tvennt, sándar flott... stuttu seinna í ferðinni fóru hásingarnar.
http://www.youtube.com/watch?v=fjzFQqGZgbc
Í dag eru undir bílnum ad framan dana 44 og 8,8" ad aftan, undan Stòra Bronco.
Keyptum ný aðalljós á ebay.
Öll smíðavinna og allt sem er gert við þennan bíl, gerum við sjàlf.
ýtarlegar myndir af breytingum koma inn fljótlega...
TO BE CONTINUED