Air Condition dælur


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Air Condition dælur

Postfrá Tollinn » 02.júl 2013, 08:38

Sælir félagar

Er hægt að nota hvaða aircondition dælu sem er sem loftdælu í jeppa?

Var bara að spá hvort það væri hægt að fara niðrí vöku og rífa úr hvaða bíl sem er og koma fyrir sem loftdælu.

kv Tolli



User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Air Condition dælur

Postfrá bjarni95 » 02.júl 2013, 09:30

Ég hef ekki heyrt til þess einhver dæla gangi alls ekki upp en þær eru misgóðar, fer eftir tegund þjöppunar. Ef þú ætlar að finna dælu í Vöku skaltu reyna að fá úr sem stærstum bíl með öflugt A/C kerfi til að fá sem öflugasta dælu, svo skaltu prófa að snúa henni til að ganga úr skugga um að hún sé ekki úrbrædd, sum A/C kerfi voru ekki með lágþrýstirofa og gat því freonið lekið út af kerfinu og hætt að smyrja dæluna sem seinna bræddi úr sér.

-Bjarni
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Air Condition dælur

Postfrá Tollinn » 02.júl 2013, 09:55

Er þá einhver sérstök bíltegund sem er með betri dælur en aðrar?

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Air Condition dælur

Postfrá bjarni95 » 02.júl 2013, 10:00

Nei í sjálfu sér ekki, gamlir Ford hafa verið með öflugar dælur en annars er þetta mjög svipað alltsaman og í mörgum tilvikum eru eins dælur í mörgum bíltegundum í sama stærðarflokki. Svo getur líka verið kostur að finna dælu með sjálfvirkum hitaútslætti, ég er með svoleiðis dælu í bílnum hjá mér en hún kom original í Suzuki Sidekick Sport, þú þekkir þær á því að vírinn fyrir kúplinguna er tekinn í gegnum hitaneman (sem er oftast aftast á dælunni) en ekki beint inná kúplinguna, þetta kemur sér vel þegar þú ert að byrja að prófa þig áfram með smurningu og svoleiðis þar sem dælan slær sjálfri sér út ef hún verður of heit.
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Air Condition dælur

Postfrá Tollinn » 02.júl 2013, 10:22

Það hljómar mjög vel, hlýtur að vera hagstæðara að græja þetta frekar en að kaupa rándýra rafmagnsdælu sem afkastar minna og tekur óþarfa rafmagn

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Air Condition dælur

Postfrá bjarni95 » 02.júl 2013, 10:47

Algjörlega, ég breytti minni dælu fyrir ekki svo löngu, kostaði mig 35.000 kr. í heildina fyrir flott og alveg pottþétt kerfi. Búinn að dæla vel yfir 3000 l. af lofti, bæði í dekk og annan búnað t.d. gúmmíbát, hefur ekki tekið feilspor hingað til fyrir utan nokkra útslætti sökum hita meðan ég var að stilla smurninguna.
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Air Condition dælur

Postfrá Tollinn » 02.júl 2013, 10:57

ertu að dæla þá inn á kút, hver eru afköstin á dælunni hjá þér, þ.e. hefurðu samanburð af öðrum dælum eins og t.d. fini

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Air Condition dælur

Postfrá bjarni95 » 02.júl 2013, 12:15

Ég er að dæla inná 20l kút, hef engan samanburð en ég tímatók einu sinni þegar ég fyllti gamlan viking björgunarbát. Mörg hundruð lítrar af lofti, vélin í hægagangi, kúturinn fullur (fljótur að tæmast samt) og frekar lág þrýstingur, tók korter að fara frá tómum bát í fullan bát, sem er um 20 psi.
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Air Condition dælur

Postfrá Tollinn » 02.júl 2013, 12:53

Já, ég myndi nú ætla að það séu nokkuð góð afköst

takk fyrir þetta

kv Tolli

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Air Condition dælur

Postfrá bjarni95 » 02.júl 2013, 12:56

Já ég held það líka, hún er 2 mín að troða 9 bar í 20l kútinn.


-Bjarni
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Air Condition dælur

Postfrá ellisnorra » 02.júl 2013, 17:33

Ég er með aircon dælu úr camry, mig minnir að það sé denso dæla þó ég muni það ekki fyrir víst.
Ég dældi í mín 4 35" dekk og 2 38" dekk hjá félaga mínum meðan hann dældi í hin 2 38" dekkin sín með svaka flottri FINI dælu. Ég var með bílinn á 1500 snúningum.
Mig minnir að þetta hafi verið 20psi frekar en fullpumpað.

Ég reyndi einusinni að massabóna 46" jeppa með loftrokk og lítilli bílskúrspressu, það gekk næstumþví enganveginn fyrr en ég tengdi aircon dæluna mína inná til að hjálpa litlu pressunni og þá gekk loftrokkurinn non-stop. Til að auðvelda verkið skrúfaði ég frá krönunum á dekkjunum (tæmdi dekkin) og var svo 90 sec sléttar með aircon+litlu bílskúrspressunni uppí 20psi með hvert 46" dekk.
Allt á 1500 snúningum.

Ég persónulega skil ekki þesssa hrifningu manna af rafmagnsloftdælum nema þar sem ekki séns er að koma aircon í húddið sökum plássleysis.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Air Condition dælur

Postfrá Tollinn » 02.júl 2013, 21:14

Já, þetta er klárlega komið á stefnuskránna hjá mér, var hér í denn með rafmagnsdælur og var voðalega sáttur en einhvern veginn er það meira heillandi að vera með aircon klárt í húddinu og ekkert vesen.

kv Tolli

User avatar

aae
Innlegg: 127
Skráður: 27.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Andri Ægisson

Re: Air Condition dælur

Postfrá aae » 02.júl 2013, 21:54

Ef þú ert með loftlæsingar er ágætt að hafa litla rafmagnsdælu með líka, svo ac dælan sé ekki að koma inn þegar þú ert í botnsnúningi (þ.e. ef loftlagnir leka eitthvað smá og dótið tengt við þrýstiliða). Rafmagnsdælan getur svo verið varadæla ef hin klikkar. Byrjaðu samt á að skoða hversu mikið pláss er í húddinu og mældu hvað dælan má vera stór, þá lendurðu síður í veseni þegar þú ferð að möndla þetta í. Gangi þér vel..


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Air Condition dælur

Postfrá Tollinn » 02.júl 2013, 22:07

Takk fyrir þessar góðu ráðleggingar

kv Tolli

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Air Condition dælur

Postfrá AgnarBen » 03.júl 2013, 10:52

Ráðlegg þér líka að vera með litla díóðu í mælaborðinu sem segir þér hvort dælan sé í gangi eða ekki, þær eru svo hljóðlátar. Ég er búinn að stúta tveimur aircon dælum þar sem þær voru í gangi hjá mér í lengri tíma án þess að ég tæki eftir því. Í fyrra skiptið var ég ekki með kút og því ekki pressustat til að slá dælunni út og rakst óvart í takkann þegar ég var að keyra langkeyrslu í brjáluðu veðri. Hitt skiptið þá fór loftslanga í sundur alveg við dæluna (aftur í vonskuveðri, en í þetta skiptið á fjöllum) og þar sem kerfið náði aldrei upp þrýstingi þá slóð pressustatið ekki út og hún gekk þangað til að hún hafði brætt úr sér.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Air Condition dælur

Postfrá Tollinn » 04.júl 2013, 00:01

Þetta er góður punktur, ég er sjálfur mjög hlynntur því að vera með gaumljós í öllum rofum og það yrði engin breyting á með rofa fyrir aircondition dæluna

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Air Condition dælur

Postfrá ellisnorra » 04.júl 2013, 08:31

Ég er með rofa hjá mér með ljósi og ljósið kemur bara þegar dælan er í gangi, þe pressustatið vill að dælan dæli. Mér finnst ég nánari dælunni minni þannig :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jongud
Innlegg: 2697
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Air Condition dælur

Postfrá jongud » 04.júl 2013, 10:28

Það er annað sem menn verða að passa þegar þessar AC dælur eru annarsvegar, og það er að hafa næga smurningu. Litlu smurglösin fyrir loftverkfæri eru ekki nóg!
Best er að hafa stillanlegt smurglas og fylgjast með hitanum á dælunni.


Bragi Hólm
Innlegg: 66
Skráður: 01.jún 2013, 13:09
Fullt nafn: Bragi Hólm Harðarson
Bíltegund: Nissan viðrini

olía á aircondælur?

Postfrá Bragi Hólm » 04.júl 2013, 10:44

Hvaða olíur eru menn að nota til að halda smurningunni við á svona dælum sem búið er að breyta?

Og endilega ef menn eru með myndir af góðum uppsetningum á svona að pósta þeim inn

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Air Condition dælur

Postfrá bjarni95 » 04.júl 2013, 11:50

Ég er með stillanlegt smurglas hjá mér og er með það stillt á frakar mikla smurningu til að halda dælunni góðri.

Smurglasið sem ég setti loftsíu á og festi svo við vatnskassan.
Image

Hér má svo sjá pressuna sjálfa, inntakið til vinstri og úttakið hægra megin.
Image

Hérna er svo flest hitt, loftið kemur frá pressu í gegnum einstefnuloka, þaðan í pressostatið og inná vatnsskilju, þaðan inná olíuskilju, gegnum þrýstiminnkara og loks út í fittings sem skipta loftinu niður í kútinn, úttakið frammí grilli og svo mæli í mælaborðinu.
Image

Ég læt slá kerfinu út við 9 bar svo ég fékk mér snyrtilegan 0-12 bar mæli í landvélum.
Image


Allt í allt kostaði þetta mig um 35 þús, eitt sem ég á eftir að gera er að færa inntakið ofanaf vatnskassanum framaná hann til að kæla loftið inn aðeins, taka svo lofið útaf dælunni í gegnum koparrörahring framaná vatnskassanum til að kæla loftið útaf pressunni svo að ég nái rakanum og olíunni betur úr loftinu.

-Bjarni
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR

User avatar

jongud
Innlegg: 2697
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Air Condition dælur

Postfrá jongud » 04.júl 2013, 16:19

Það var akkúrat svona smurglas sem ég átti við Bjarni, nógu stórt og stillanlegt.


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Air Condition dælur

Postfrá Tollinn » 04.júl 2013, 20:32

Virkilega flottur frágangur, þarftu að vera mikið að fylgjast með þessu kerfi?

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: Air Condition dælur

Postfrá bjarni95 » 04.júl 2013, 22:00

Tollinn wrote:Virkilega flottur frágangur, þarftu að vera mikið að fylgjast með þessu kerfi?


Takk fyrir. Nei það er ekki mikið viðhald á þessu, tékka bara einstöku sinnum stöðuna á smurolíunni :)

-Bjarni
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Air Condition dælur

Postfrá -Hjalti- » 04.júl 2013, 22:11

Tollinn wrote:Er þá einhver sérstök bíltegund sem er með betri dælur en aðrar?



Findu þér dælu úr 5 eða 7 línu BMW
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: Air Condition dælur

Postfrá solemio » 05.júl 2013, 00:38

setti smurkopp inná sogið hjá mér og gaf henn eitt slag fyrir hverja ferð af þunnri feiti,mynnir að það hafi verið prolong feiti.ekkert vesen.
stútar út úr loftkút efst svo ef einhver feiti slysast með,situr hún eftir í kútnum


Höfundur þráðar
Tollinn
Innlegg: 347
Skráður: 29.mar 2013, 22:24
Fullt nafn: Þorvaldur Einarsson

Re: Air Condition dælur

Postfrá Tollinn » 05.júl 2013, 10:38

En hvert fer svo feitin sem endar í kútnum?


solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: Air Condition dælur

Postfrá solemio » 05.júl 2013, 14:36

Hun fer ekki neitt.sest i botnin.ef hun a annað borð fer i kutinn.og magnið er svo litið .hef aldrei fengið oliu i lagnir frá kútð


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur