Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Postfrá thorjon » 19.jún 2013, 15:15

Sælir félagar, Er einhver sem getur sagt mér hvað er "eðlilegt" boost á 2.8 patrol ('98 módel) ? Túrbínukvikindið eitthvað hálfmáttlaust finnst mér í löngum brekkum, það er meira en ég myndi halda að 2.8 eigi að vera. Snillingar segja mér að líklegt sé að bínan sé að blása eitthvað framhjá þannig að kallinn smellti boostmæli á kvikindið en svo auðvitað hefur maður ekki græna um hversu mikið boostmælirinn eigi að sýna :)

Með von um að einhver geti frætt nýgræðinginn um málið ;)

kveðja: Þórjón




biggigunn
Innlegg: 33
Skráður: 12.mar 2013, 17:51
Fullt nafn: Birgir Gunnlaugsson
Bíltegund: Patrol Y60

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Postfrá biggigunn » 19.jún 2013, 21:11

Ef ég man rétt á mælirinn að sína 0.9bar, það er fullt boost.

Kv. Biggi

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Postfrá jeepson » 19.jún 2013, 22:16

38" pattinn minn blæs um 12PSI Ég er ekki búinn að setja mælir á hinn pattann.
Síðast breytt af jeepson þann 21.jún 2013, 00:03, breytt 1 sinni samtals.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

GFOTH
Innlegg: 1025
Skráður: 18.apr 2010, 20:42
Fullt nafn: G.Fannar Ó.Thorarensen
Bíltegund: NISSAN PATROL

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Postfrá GFOTH » 20.jún 2013, 01:22

Ég læt minn blása 20
Nissan Patrol 2000 44" Y61
Nissan Patrol 1991 33" Y60 SELDUR
Nissan Terrano 1999


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Postfrá thorjon » 20.jún 2013, 03:15

12-20, það er nefnilega það :) hann er að dúttla frá 8 til 10 undir meðaláalgi hjá mér en fer svo uppundir 18. Annað mál sem ég hef verið að velta fyrir mér... Hvernig veit ég hvort hann er að skila þessum pundum inn á mótor þar sem að maður smellir jú mælinum á "litlu slönguna" nú er ég ekki með manualinn við hendina ( er að vinna í útlöndum) ef hann er að blása framhjá við einhverja slönguna eða eldgrein ?

annað mál, getiði bent mér á einhvern góðann sanngjarnann snillinginn sem er að gera við þessar elskur ? Er gjörsamlega búinn að gefast upp á bifvélavirkjanum mínum þar sem ég þarf liggur við að kalla út björgunarsveit til að fá manninn til að vinna :)

Takk fyrir skjót svör félagar


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Postfrá thorjon » 20.jún 2013, 03:16

Átti að standa 9 til 10 undir meðalálagi en svo uppundir 18 undir miklu álagi.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Postfrá grimur » 20.jún 2013, 23:56

Þetta hljómar sannfærandi sem eðlilegur þrýstingur. Hæpið að mikið loft sé að tapast þar sem þessi þrýstingur næst upp, það eru rosa læti ef þetta fer að leka eitthvað að ráði.
Spurning með pústið, er þrenging í því?
Einhver sagði mér að það væri þrenging aftan við túrbínu í sumum þessara vagna.
Svo er bara að skoðanallar síur, fæðidæluna og þannig dót. Nær hann fullum snúning álagslaust? Ef ekki þá vantar líklega olíu að verkinu.
Kv
G


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Postfrá Izan » 21.jún 2013, 11:37

Sælir

Mér finnst þetta óeðlileg hegðun á túrbínu. Mig minnir einhvernvegin að mín hafi verið að blása um 6-8 pund original og mér var ráðlagt að fara alls ekki upp fyrir 14-16 pund, túrbínan sjálf þolir ekki meira. Ég stillti hana sjálfur með allskyns ráðum þannig að hún blési 14-16 psi.

Það þurfti aldrei mjög mikið álag til að hún blési sín 14 pund þannig, allar brekkur, upptak o.s.frv. voru nóg. Ef þetta er mjög breytilegt hjá þér s.s. milli mikils álags og mjög mikils álags er spurning hvort framhjáhleypilokinn sé fastur. Þú athugar að ef hann hleypir ekki framhjá verður bíllinn máttlausari vegna þess að við ákveðinn snúning þegar skolloftið er meira en túrbínan ræður við þá kemur vélin loftinu ekki frá sér.

Þetta sem ég veit um þessa bíla er um 2,8 6cyl mótorinn.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
thorjon
Innlegg: 176
Skráður: 17.des 2012, 23:29
Fullt nafn: Þórjón P. Pétursson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Postfrá thorjon » 21.jún 2013, 11:51

Ahh ! það gæti verið málið Jón Garðar, helvítis druslan er nefnilega grútmáttlaus í brekkum fullhlaðin :( fyrir utan að "syngja" líkt og "laus viftureim" í löngum brekkum ef sú lýsing gefur eitthvað hint :) ég er nefnilega alveg "blindur á báðum" þegar kemur að túrbínumálum,,
Ætli maður verði ekki að finna einhvern Patrol túrbúnispesíalista til að vinna/skoða málið ( svona þegar maður kemst heim á klakann, er erlendis í vinnu). hf nefnilega gefist upp á nú verandi bifvélavirkjanum mínum þótt snillingur í Patrol sé þar sem það er jafn erfitt að fá hann til vinnu og að kenna róna að hætta að drekka :)

EInhverjar uppástungur frá félögum mínum varðandi val á túrbínusnilling ?? einu kröfurnar eru að hann blóðmjólki ekki veskið og fáist til að vinna í bílnum innan þessa almanaksárs LOL


stebbi1
Innlegg: 170
Skráður: 03.feb 2010, 17:23
Fullt nafn: Stefán Grímur Rafnsson
Bíltegund: Nissan Patrol
Staðsetning: Vopnafjörður

Re: Hvað er eðlilegt Boost í 2.8 Patrol ?

Postfrá stebbi1 » 21.jún 2013, 22:15

Minn blæs 15-16 psi á fullu álagi, og finnst hann virka bara fínnt, ég tek mælinguna á "soggrein"
44" Nissan patrol (ofur~patti)
35" Suzuki samurai árg 92
35" suzuki samurai 6x6
Chervolet blazer 74 árg

----------Suzuki half the size twice the guts----------


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur