Hvaða Dieselvél í Bensín Pajero 1991 árgerð??

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
fritz82
Innlegg: 125
Skráður: 25.apr 2012, 18:03
Fullt nafn: Friðrik Sigurðsson
Bíltegund: LC 60 38", 4,2 Diese
Staðsetning: Rvk

Hvaða Dieselvél í Bensín Pajero 1991 árgerð??

Postfrá fritz82 » 18.jún 2013, 21:16

Einhver Dieselvél betri en önnur hvað varðar eyðslu,þyngd,pláss og tog ? :)

Endilega deilið visku ykkar kæru vinir :)

Virðingarfyllst Friðrik.


Virðingarfyllst Friðrik :)


anaconda
Innlegg: 17
Skráður: 20.mar 2012, 23:19
Fullt nafn: Einar Örn Sigurjónsson
Bíltegund: mmc pajero 2 stk

Re: Hvaða Dieselvél í Bensín Pajero 1991 árgerð??

Postfrá anaconda » 19.jún 2013, 01:04

persónulega myndi ég ekki skifta v6 ut fyrir disel buinn ad eiga 2,5 2,8 disel og v6 3litra og meðað við eyðlu á þessum velum fynst mer ekki taka þvi að ver ad skifta. bensinn billinn minn var reyndar beiskiptur á 32" en með eðlilegum akstri var hann bara i 12-14 litrum i blönduðum akstri

User avatar

jongud
Innlegg: 2697
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hvaða Dieselvél í Bensín Pajero 1991 árgerð??

Postfrá jongud » 19.jún 2013, 08:41

það væri auðvitað einfaldast að setja díselvél úr Pajeró...

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Hvaða Dieselvél í Bensín Pajero 1991 árgerð??

Postfrá Startarinn » 19.jún 2013, 11:37

fritz82 wrote:Einhver Dieselvél betri en önnur hvað varðar eyðslu,þyngd,pláss og tog ? :)


Þetta hlýtur allt að fara eftir hvað þú ert tilbúinn í og getur lagt mikla vinnu í þetta, hvað þú ert fær um og hversu fastur þú ert í trúarbrögðunum í kringum jeppamennskuna.

Þetta bilar allt og fer alveg eftir því við hvern þú talar hvað þeim þykir best og verst.
Ég hef heyrt hræðilegar sögur af bilunum í flestum þessum vélum sem eru í boði í þessum stærðarflokki. Það fara fleiri sögur af sumum týpum en öðrum.

Á endanum snýst þetta örugglega um hvaða vél er auðveldast fyrir þig að finna, hvort þú ert að þessu alfarið í sparnaðarskyni eða hefur hreinlega gaman að svona brasi. Ef þetta er alfarið í sparnaðarskyni er örugglega langhagkvæmast að finna annan bíl
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Arnþór
Innlegg: 152
Skráður: 06.feb 2010, 16:23
Fullt nafn: Arnþór Kristjánsson
Bíltegund: pajero

Re: Hvaða Dieselvél í Bensín Pajero 1991 árgerð??

Postfrá Arnþór » 19.jún 2013, 12:51

Ég er með einn svona pajero 3lítra bensín og ef ég færi í dísel þá færi ég líklega í 3,1 isuzu...

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvaða Dieselvél í Bensín Pajero 1991 árgerð??

Postfrá Stebbi » 19.jún 2013, 20:40

Arnþór wrote:Ég er með einn svona pajero 3lítra bensín og ef ég færi í dísel þá færi ég líklega í 3,1 isuzu...


Ónei ÞÚ færir í 7.3 Powerstroke afþví þú veist að það er málið.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Hvaða Dieselvél í Bensín Pajero 1991 árgerð??

Postfrá Heiðar Brodda » 19.jún 2013, 22:13

ég mundi fara í 2,5tdi pajero hef verið að ferðast með einum á 44' með 4:88 hlutföll og hann alveg mokaðist áfram :) mín skoðun allaveg kv Heiðar Brodda

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hvaða Dieselvél í Bensín Pajero 1991 árgerð??

Postfrá StefánDal » 19.jún 2013, 22:45

Arnþór wrote:Ég er með einn svona pajero 3lítra bensín og ef ég færi í dísel þá færi ég líklega í 3,1 isuzu...


Sammála með 3.1 Isuzu :) Stálhedd, tímagír í sumum týpum og alveg mekanískar. 125hö orginal og lítið mál að fá meira út úr þeim. Svo eru þær annálaðar fyrir litla bilanatíðni.


Höfundur þráðar
fritz82
Innlegg: 125
Skráður: 25.apr 2012, 18:03
Fullt nafn: Friðrik Sigurðsson
Bíltegund: LC 60 38", 4,2 Diese
Staðsetning: Rvk

Re: Hvaða Dieselvél í Bensín Pajero 1991 árgerð??

Postfrá fritz82 » 05.júl 2013, 17:52

Þakka ykkur kærlega fyrir þetta.
Langbest væri að halda sig við original vélina bara upp á tíma og peningasparnað. Þetta er bara hugsað sem ferða/fjallabíll og enga aðra notkun.
Er ekki v6 3000 bensínvélin að vinna fínt á 38" eða s.s. nóg ?
Er há bilanatíðni á þeim ?
Eg hef verið mest á Patrol og er ekki mikið inni í pajero vélunum og spyr þessvegna ;)

Fyrirframþökk :)
Virðingarfyllst Friðrik :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur