Sælir
Eru einhverjir sem að hafa reynslu af því hvernig Grandinn er að koma út á 35" dekkjum? Langar svolítið að versla mér einn svoleiðis. Er bíll með 4.7 vélinni.
Allar upplýsingar vel þegnar
Jeep grand Cherokee
-
- Innlegg: 222
- Skráður: 29.mar 2012, 19:14
- Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
- Bíltegund: Land Cruiser 70
Re: Jeep grand Cherokee
mér skilst á fólki sem ég þekki að þeir séu svolítið drykkfeldir, gott afl, frábært að ferðast í þeim og að varast að vera að kippa mikið í aðra, vegna þess að þetta er grindarlaus bíll, (hálfgrind eða einhvað svoleiðis) og þolir þetta illa, svona að mér skillst. annars vertu duglegur að gúgla þá fær maður oft hvað skal leita að þegar maður skoðar bílinn, t.d. algengar bilanir og annað.
Re: Jeep grand Cherokee
Hvernig er plássið í þessum bílum ? Nú er ég 2 metra maður og er því að spá hvort að það sé eitthvað pláss fyrir strákana mína fyrir aftan mig. Og væri ég dúndrandi hausnum í loftið eða er hátt til lofts í þeim?
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Jeep grand Cherokee
jk2 wrote:Hvernig er plássið í þessum bílum ? Nú er ég 2 metra maður og er því að spá hvort að það sé eitthvað pláss fyrir strákana mína fyrir aftan mig. Og væri ég dúndrandi hausnum í loftið eða er hátt til lofts í þeim?
farðu bara á bílasölu og mátaðu
Re: Jeep grand Cherokee
Er að spá í Jeep Grand Cherokee en hef litla þekkingu á þeim. Í fyrsta lagi er ég að leita að díselbíl og í öðru lagi að hann sé með hásingum bæði að framan og aftan, þ.e. ekki sjálfstæða fjöðrun að framan. Getur einhver frætt mig um hvenær hætt var að framleiða þessa bíla með framhásingu? Var ekki einhvern tíma boðið upp á 2,7 l M. Benz díselvél í þeim?
kv ÞÓ
kv ÞÓ
Re: Jeep grand Cherokee
1999-2004 er síðasta módelið með framhásingu og það er til einhver diselrella i þeim lika. Einn til sölu inná bland.is held ég
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur