að bæta við öðrum gírkassa

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

að bæta við öðrum gírkassa

Postfrá Sævar Páll » 27.maí 2013, 23:33

Sælir.
Er að velta fyrir mér að bæta við gírkassa í jeppann hjá mér, aðalaga vegnað þess að ég var að breyta honum af 35 á 44 og mig grunar að lága drifið sé ekkert sérstaklega lágt lengur. Er með np435 og 205 millikasa, á til bæði 5 gíra benz kassan ( skrið+4 gírar) og svo líka 3 gíra ford kassa ( 3.03 top loader ).
Hvernig hafa menn verið að smíða millistykki fyrir svona? eru einhver renniverkstæði betri en önnur? eru menn kanski ekkert að fara með laiser á afstöðuna á milli fyrra outputs í seinna input skafts?

Bíllinn sem þetta verður í er gamall ramcharger með 318 og á 44 tommu.

MBK, Sævar P



User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: að bæta við öðrum gírkassa

Postfrá Startarinn » 28.maí 2013, 09:23

Sævar Páll wrote:Hvernig hafa menn verið að smíða millistykki fyrir svona? eru einhver renniverkstæði betri en önnur? eru menn kanski ekkert að fara með laiser á afstöðuna á milli fyrra outputs í seinna input skafts?
MBK, Sævar P


Þegar ég gerði þetta við toyota kassana þá var ég ekkert að mæla þetta sérstaklega.
Ég byrjaði á því að gera sitthvora plötuna og sauð svo 6x4 flatjárn uppá rönd á aðra þeirra sem varð svo tengihúsið, planaði svo það stykki beggja vegna í rennibekk áður en ég sauð hina plötuna við.
Þegar kom að því að sjóða hana á setti ég kassana saman uppa rönd með rillusamtengið á og hreyfði svo efri kassann þar til ég taldi mig vera nokkurnveginn á þeim stað sem var miðjan á slaginu. Þar sauð ég allt fast og planaði svo síðustu plötuna eftir að suðuvinnu var lokið.

Svona er þetta búið að vera síðan 2009

Eina vesenið sem ég hef lent í er að fremri kassinn tæmdi sig yfir á aftari, þar sem ég sleppti aftari pakkdósinni, aftari kassinn tók olíuna svo innmeð dósinni hjá sér.
Til að vinna gegn þessu boraði ég auka gat á tengihúsið til að olíuhæðin yrði ekki eins mikil og setti svo glussarör á milli áfyllingartappana á kössunum, þannig að það getur flætt á milli þeirra ef olían hækkar á öðrum, svo það vandamál ætti að vera leyst
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: að bæta við öðrum gírkassa

Postfrá jeepcj7 » 28.maí 2013, 12:54

Var ekki einmitt þetta talið vera skýring á fullt af ónýtum gírkössum í pajero,l200 og l300 á árum áður að olían lak á milli kassa og fremsta legan í gírkassa entist mjög stutt sérstaklega ef ekið var mikið á brattann.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Sævar Páll
Innlegg: 316
Skráður: 07.okt 2010, 15:59
Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson

Re: að bæta við öðrum gírkassa

Postfrá Sævar Páll » 28.maí 2013, 22:37

ok ég þarf að skoða það.

Eru menn annars með einhverjar skoðanir hvort einhverjir kassar séu betri en aðrir í þetta?
Er aðalega að leitast eftir niðurgírun, efast um að ég þurfi að auka hámarkshraðann hjá mér mikið.

Kv Sævar P

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: að bæta við öðrum gírkassa

Postfrá jeepcj7 » 28.maí 2013, 22:48

Ég myndi halda að bens kassinn sé málið bæði er niðurgírunin svakaleg og 5 er líka beinn í gegn,síðan er það líka kassi úr stórum og þungum bíl sem er alveg tröllsterkur ef einhver kassi þolir þetta sæmilega þá er það þessi.
Það eru margir sem geta reddað svona mixi en sá sem ég myndi velja er Kristján á Renniverkstæði Kristjáns í Borgarnesi alger snillingur þar á ferð.Svo eru margir aðrir sem örugglega taka svona að sér td.Renniverkstæði Ægis,Árni Brynjólfs,Stál og Stansar og eflaust fleiri.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur