Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
...bara smá pæling
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
-
- Innlegg: 116
- Skráður: 07.feb 2011, 18:05
- Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
- Bíltegund: 44" 4Runner
- Staðsetning: Kópavogur
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Svarið er já og 38" dekk eru það víst líka :)
-
- Innlegg: 222
- Skráður: 29.mar 2012, 19:14
- Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
- Bíltegund: Land Cruiser 70
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
það er víst, og 44" fer bráðum að verða lítil dekk....
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Vill einhver vera á dekkjum sem fást hvergi keypt?
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Ég var bara að pæla því að það eru allir minna breyttir bílar á 35" er ekki 36" breiðari, gefur meira flot og skemmtilegri í snjó?
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
-
- Innlegg: 157
- Skráður: 23.okt 2010, 20:27
- Fullt nafn: Hjalti Búi Kristbjörnsson
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
já 900R16 er alveg komið í staðinn.
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Ég hugsa ef ég færi í 38-40" breytingu á mínum 2ja tonna jeppa myndi ég hugsanlega notast við 36" sem sumardekk frekar en 35" og svo virðast flestöll 37" dekk vera frekar stíf sérstaklega á hliðum. Hægt að fá GroundHawg og MT 36". Veit ekki með aðra framleiðendur.
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Já, ég var nebblega að eignast Cherokee XJ og langar að gera einfalda og fljótlega breytingu á honum til að hafa eitthvað leiktæki meðan ég er að smíða Hiluxinn. Og einhverra hluta vegna finnst mér 36" meira heillandi en 35"
Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér.
Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér.
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
joias wrote:Já, ég var nebblega að eignast Cherokee XJ og langar að gera einfalda og fljótlega breytingu á honum til að hafa eitthvað leiktæki meðan ég er að smíða Hiluxinn.
þá ferðu í 35".
Meiri stærðarmunur milli 35" vs 36" annarsvegar og 36" vs 38" hins vegar. Og miðað við vinnuna sem fer í að breyta fyrir 38" gætirðu alveg eins breytt strax fyrir þá dekkjastærð en fara bara í breytingu fyrir 36". Þetta er allavega það sem mér hefur sýnst menn benda á aftur og aftur. :D
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Eftir að hafa prufað bæði 35" og 36" undir 2 bílum þá dettur mér ekki til hugar að reyna að nota 35" aftur í snjó ef maður hefur tök á því að fá 36". Munurinn er ólýsanlegur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Stebbi wrote:Eftir að hafa prufað bæði 35" og 36" undir 2 bílum þá dettur mér ekki til hugar að reyna að nota 35" aftur í snjó ef maður hefur tök á því að fá 36". Munurinn er ólýsanlegur.
Það var einmitt þetta sem ég var að pæla.
Þessi bíll er á 33" og það hefur ekki verið gert neitt annað en að setja á hann brettakanta. Mér datt í hug hvort að ég kæmist ekki upp með að taka eina helgi í að skera út og nota sömu kanta til að koma 36" undir.
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
HaffiTopp wrote:Meiri stærðarmunur milli 35" vs 36" annarsvegar og 36" vs 38" hins vegar.
Þetta er ekki rétt, munrinn á 35" og 36" er sáralítill á hæðina en meiri á breiddina, það er byggingarlag dekksins sem skiptir öllu máli á milli þessara stærða. 35" er yfirleitt með beinni og stífari hliðar og er miklu erfiðara að aflaga dekkið en 36" sem er eins byggð og 38" dekkin sem beyglast og togast í allar áttir og fletjast vel út. Þá er ég að meina Mudder, GH, SuperSwamper og DC Funcountry, sjálfsagt eru komin dekk í dag sem eru 36" og byggð eins og minni dekkin.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 102
- Skráður: 28.maí 2010, 19:21
- Fullt nafn: Bragi Guðnason
- Bíltegund: LC 80, Hilux xc
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Dekkjastærðir 44" og stærra er bara tískubylgja sem gengur yfir rétt eins og fótanuddtæki og myntkörfulán.
En að öllu gamni slepptu þá er gríðarlegur munur á 35" og 36" í snjó. Er með krúser 80 (2.5 tonn) sem er breitingaskoðaður á 33" og hef verið með hann á 35" á veturnar öllu jöfnu og er búinn að ljúga undir hann 36" mudder garma fyrir snjóinn fyrir norðan. Það er vel hægt að leika sér á þessu en maður fer töluvert hægar yfir en á 38" því veghæðin upp í drifkúlu er talsvert lægri. Svo passar maður ekki í förin eftir 44" bílana og þarf því að slóða sjálfur.
En að öllu gamni slepptu þá er gríðarlegur munur á 35" og 36" í snjó. Er með krúser 80 (2.5 tonn) sem er breitingaskoðaður á 33" og hef verið með hann á 35" á veturnar öllu jöfnu og er búinn að ljúga undir hann 36" mudder garma fyrir snjóinn fyrir norðan. Það er vel hægt að leika sér á þessu en maður fer töluvert hægar yfir en á 38" því veghæðin upp í drifkúlu er talsvert lægri. Svo passar maður ekki í förin eftir 44" bílana og þarf því að slóða sjálfur.
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Stebbi wrote:HaffiTopp wrote:Meiri stærðarmunur milli 35" vs 36" annarsvegar og 36" vs 38" hins vegar.
Þetta er ekki rétt, munrinn á 35" og 36" er sáralítill á hæðina en meiri á breiddina, það er byggingarlag dekksins sem skiptir öllu máli á milli þessara stærða. 35" er yfirleitt með beinni og stífari hliðar og er miklu erfiðara að aflaga dekkið en 36" sem er eins byggð og 38" dekkin sem beyglast og togast í allar áttir og fletjast vel út. Þá er ég að meina Mudder, GH, SuperSwamper og DC Funcountry, sjálfsagt eru komin dekk í dag sem eru 36" og byggð eins og minni dekkin.
Já það var frekar þetta sem ég var að meina. Að þótt aðeins ein tomma skilji 35 og 36" dekkin að á blaði og tvær tommur aðskilji 36 og 38" á blaði þá er meira líkara með hegðun og útliti 36/38" en 35/36" í raunveruleikanum. Sáttur með þetta Stefán? ;)
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
En hvað haldið þið spekingar með að ég geti troðið 36" undir með því að skera bara úr? Eru þau of breið í það, þarf ég að hækka líka?
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
HaffiTopp wrote:Já það var frekar þetta sem ég var að meina. Að þótt aðeins ein tomma skilji 35 og 36" dekkin að á blaði og tvær tommur aðskilji 36 og 38" á blaði þá er meira líkara með hegðun og útliti 36/38" en 35/36" í raunveruleikanum. Sáttur með þetta Stefán? ;)
Ég er alltaf sáttur við þig Haffi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Hefur enginn skoðun á því hvort hægt sé að troða þessu undir Cherokee XJ með því að skera úr og án þess að hækka?
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
joias wrote:Hefur enginn skoðun á því hvort hægt sé að troða þessu undir Cherokee XJ með því að skera úr og án þess að hækka?
Það er hægt. Hef átt svoleiðis Cherokee á 36".
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
StefánDal wrote:joias wrote:Hefur enginn skoðun á því hvort hægt sé að troða þessu undir Cherokee XJ með því að skera úr og án þess að hækka?
Það er hægt. Hef átt svoleiðis Cherokee á 36".
Ok. töff
Þá er ég kominn með markmið fyrir næsta haust :)
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Mér finnst 36" vera töff og vildi eiga möguleika á að eiga slík dekk ný sem GH eða Mudder og geta skift út dekki ef dekk skemmist. Þegar 36" er kominn undir 2 tonna bíl þá fer bíllinn að drífa ágætlega - miklu betur en stærðarmunur milli 35 og 36 gefur til kynna.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Svo eru munurinn á drifgetu á milli 35 og 36 meira áberandi en á milli 36 og 38.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Sælir er buinn að aka á tveimur af gömlugerðinni (kassalaga) þeir eru um 1700 kg baðir og er annar á 36" mod neldum og mikro skornum. hinn er á BF 35" mod skornum og mikroskornum. það er nánast einginn munur á flotinnu þar sem 35" legst betur þegar búið er að hleipa úr. mykið betra grip í 35" og í brekkum á 36" í vandræðum að keira slóðinna eftir 35 vegna gripleisiss. 36" billinn er aðeins hærri og á gormum allan hringinn en 35" billinn á orginal fjaðrabúnaði. Við höfum skipst á að keira bilana það skitir einugu 35" billinn fer allataf leingra.
min niðurstaða er sú að það er betra að keira , ending og drif. en flotið er valla teljandi munur. 35" hreinsar sig betur.
Þoli hreinlega ekki dekk sem spola og kulann er valla kominn niður:-(
Það eru til mörg önnur 36" dekk erum með ein sem eru extra breið og stóra takka. mykið flot en eru vonlaus á veturnar bælast ekki nógu vel hafa ekkert grip og mátt þakka fyrir að vera ekki fastur þegar snjórinn er kominn uppað felgum.
Bíllin hjá þer er talsvert þingri svo ég myndi ekki hika við 38+ til dæmis MT þegar þau eru vel skorinn og sæbuð. Þau bælast skemtilega á 2T bil og hafa griðalegt grip. svo eru mörg önnur sem vekja hjá manni athiggli.
min niðurstaða er sú að það er betra að keira , ending og drif. en flotið er valla teljandi munur. 35" hreinsar sig betur.
Þoli hreinlega ekki dekk sem spola og kulann er valla kominn niður:-(
Það eru til mörg önnur 36" dekk erum með ein sem eru extra breið og stóra takka. mykið flot en eru vonlaus á veturnar bælast ekki nógu vel hafa ekkert grip og mátt þakka fyrir að vera ekki fastur þegar snjórinn er kominn uppað felgum.
Bíllin hjá þer er talsvert þingri svo ég myndi ekki hika við 38+ til dæmis MT þegar þau eru vel skorinn og sæbuð. Þau bælast skemtilega á 2T bil og hafa griðalegt grip. svo eru mörg önnur sem vekja hjá manni athiggli.
Re: Er 36" dekk alveg hætt að vera töff?
Ég er að spá í þessu undir Cherokee XJ sem er 1520kg
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur