Sælir fróðu drengir.
Ég er að vandræðast með bremsuleysi í 120 LC 07 módel.
Bremsurnar eru fjandi neðarlega og hemlunin slæm. Það á ekki að vera loft á kerfinu. Ég skipti um Diska og klossa að framan um daginn en opnaði ekki kerfið, ýtti bara dælunum inn. Það vantar ekki vökva á forðabúrið.
Er einhver af ykkur góðu drengjum sem hefur einhverja hugmynd um hvað meinið er???
Bremsur í 120 Krús
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: Bremsur í 120 Krús
skoðaðu fæslur á dælum að aftan og eins ef að stimplar í dælum séu liðugir svo tekur þetta alltaf smá tíma í að slípast saman og það verað bremsur betri, eins geta bremsur verið slæmer ef vökvin er orðin gamal það á að skipta honum út á 45þús km fresti eða 5ára minnir mig
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Bremsur í 120 Krús
þú hefur örugglega tekið olíufilmuna af diskunum sem er sett til að verja stálið tæringu ?
annars eru í þessum bílum algengt að færsluboltar grói fastir og einsog fyrra svar hérna, það ÞARF að skipta út bremsuvökvanum og mig minnir það sé á 3ja ára fresti frekar en 5......
annars eru í þessum bílum algengt að færsluboltar grói fastir og einsog fyrra svar hérna, það ÞARF að skipta út bremsuvökvanum og mig minnir það sé á 3ja ára fresti frekar en 5......
Re: Bremsur í 120 Krús
Þakka góð svör drengir.
Jú ég þreif diskana með bremsuhreinsi.
En þarf þá að skoða hvernig ástandið er að aftan.
Hvar er hægt að fara með bílinn í vökvaskipti, eða er hægt að gera þetta sjálfur með því að bæta á og tæma út um lofttappana eins og maður gerði í gamla daga?
Ég er ekki hrifinn af að vera með lélegar bremsur með hjólhýsi aftan í.
Kv Einar
Jú ég þreif diskana með bremsuhreinsi.
En þarf þá að skoða hvernig ástandið er að aftan.
Hvar er hægt að fara með bílinn í vökvaskipti, eða er hægt að gera þetta sjálfur með því að bæta á og tæma út um lofttappana eins og maður gerði í gamla daga?
Ég er ekki hrifinn af að vera með lélegar bremsur með hjólhýsi aftan í.
Kv Einar
Einar Kristjánsson
R 4048
R 4048
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Bremsur í 120 Krús
https://ericthecarguy.com/videos?start= ... 5O_pbC8R2E
það er gaman að fylgjast með þessum.
en þér að segja, LC120 eru mjög viðkvæmir fyrir raka í vökvanum svo ef það hefur aldrei verið skipt um hann eru góðar líkur á að bremsurnar þurfi á upptekt að halda, fastir/stífir stimplar og almenn leiðindi á nokkurra ára fresti nema vökvinn sé endurnýjaður og gert vel en það er best að skipta út öllum vökvanum með því að taka dæluna sundur, ef það er gert á the easy way (gegnum nippla) verður alltaf eitthvað eftir í dælunum, aftöppunarnippillinn er jú efst á dælunni og olíulögnin ofarlega svo það tæmist seint það sem neðst er en olían flýtur jú ofaná vatni/raka og því er mest af raka neðst í olíu.
já, ég veit að olían heldur í sér einhverju magni af raka en þegar hún hefur mettast þá fellur þyngri hlutinn niður og það er vatnið.
annars selur Stilling (og fleiri) rakamæla fyrir bremsuvökva, ég á einn slíkan og er með hann uppá verkstæði, það eru ansi margir bílar á klakanum sem eru með lélegan/ónýtan bremsuvökva, held sé svipað og með frostlög, það er ekki skipt um nema þegar bremsur festast eða heddpakkning fer !
það er gaman að fylgjast með þessum.
en þér að segja, LC120 eru mjög viðkvæmir fyrir raka í vökvanum svo ef það hefur aldrei verið skipt um hann eru góðar líkur á að bremsurnar þurfi á upptekt að halda, fastir/stífir stimplar og almenn leiðindi á nokkurra ára fresti nema vökvinn sé endurnýjaður og gert vel en það er best að skipta út öllum vökvanum með því að taka dæluna sundur, ef það er gert á the easy way (gegnum nippla) verður alltaf eitthvað eftir í dælunum, aftöppunarnippillinn er jú efst á dælunni og olíulögnin ofarlega svo það tæmist seint það sem neðst er en olían flýtur jú ofaná vatni/raka og því er mest af raka neðst í olíu.
já, ég veit að olían heldur í sér einhverju magni af raka en þegar hún hefur mettast þá fellur þyngri hlutinn niður og það er vatnið.
annars selur Stilling (og fleiri) rakamæla fyrir bremsuvökva, ég á einn slíkan og er með hann uppá verkstæði, það eru ansi margir bílar á klakanum sem eru með lélegan/ónýtan bremsuvökva, held sé svipað og með frostlög, það er ekki skipt um nema þegar bremsur festast eða heddpakkning fer !
Re: Bremsur í 120 Krús
Takk. Það á að vera búið að skipta amk einu sinni í þjónustuskoðun.
Dælurnar voru alls ekki stýfar, náði að ýta þeim inn með puttunum.
Dælurnar voru alls ekki stýfar, náði að ýta þeim inn með puttunum.
Einar Kristjánsson
R 4048
R 4048
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur