Ég ætla að afmeyja nýja vefinn og sýna ykkur nokkrar myndir frá síðasta föstudegi, 30. janúar en þá fórum við á 4 bílum suður með Hofsjökli með viðkomu í Kerlingafjöllum, Setrinu, Arnarfellsmúla og Múlajökli.
Veður eins og best verður á kosið en fáránlega lítill snjór miðað við árstíma. Færið gott fyrir stóru dekkin en bílarnir á 38 áttu stundum í vandræðum með krapa og lausasnjó.
Við feðgarnir á LC 80, Valli nagli á 46"LC 120, Kiddi á LC60 og Jón á Ford.
Mýkt í dekkjum við Kerlingafjallaafleggjara.

Loðmundur, norðan í Kerlingafjöllum

Fordinn flaut ekki sérstaklega vel á 37" með sín 3,6 tonn.


Norðan við Kerlingafjöll






Setrið






Múlajökull


