44" breyting á patrol, kominn á 46"


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

44" breyting á patrol, kominn á 46"

Postfrá MIJ » 24.nóv 2011, 19:49

er hérna með patrol sem ég keypti síðasta vor. var þá á 38" og með 5:42 hlutföll og framlás og skriðgír þannig það eina sem vantaði var 44" svo ég ákvað nú að reyna að bæta úr því. var svolítið ryðgaður í kringum kantana og undir þeim. svo höfðu sílsarnir séð betri daga.

Image
Image
svona lítur hann út þegar ég kaupi hann.
Image
hann var á of stórum dekkjum þannig hann hafði fjaðrað uppí kantana að aftan og brotið þá frá og einhvað.
Image
kominn á lyftuna og kantarnir farnir að týnast af og smá ryð farið að koma í ljós.
Image
öllu verri að framan
Image
búið að skera úr og er þarna með 38" kantinn til viðmiðunar hvað var skorið.
Síðast breytt af MIJ þann 06.mar 2014, 18:10, breytt 5 sinnum samtals.


If in doubt go flat out


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 13.jan 2012, 19:33

Image
búið að skera úr honum að framan og aftan
Image
smá munur, þetta eru að vísu 44" kantarnir af bílnum hjá pabba en mínir voru lengdir um 5cm
Síðast breytt af MIJ þann 04.nóv 2012, 18:53, breytt 1 sinni samtals.
If in doubt go flat out

User avatar

jeepson
Innlegg: 3167
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá jeepson » 13.jan 2012, 19:43

Vertu duglegur að henda inn myndum. Ég er sjálfur í 44" hugleiðingum :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá LFS » 14.jan 2012, 11:04

kemurðu til með að færa hásingar einhvað ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 14.jan 2012, 21:16

heyrðu já það var búið að færa hásinguna að framan um 2.5 cm fram og ætla ég að láta það duga skar bara meira úr, held annars að þeir séu að fara með þá fram um 3 cm í 44" breytingunni, svo fer afturhásingin aftur um 10 cm
If in doubt go flat out

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá LFS » 14.jan 2012, 21:37

ja svipað og eg er að gera. er reyndar að gera það upp við mig hvort eg eigi að lifta bodyinu i leiðinni um einhverja örfaa cm !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 14.jan 2012, 23:58

ég ætla allavegna alveg að láta það eiga sig að lyfta honum á boddý. sýndist um daginn þegar ég mátaði 44" undir hann að framan að hann sé vel hár.
If in doubt go flat out

User avatar

jeepson
Innlegg: 3167
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá jeepson » 15.jan 2012, 00:03

Áttu einhverja góðar myndir af stífu síkkun og þessháttar?? Ég ætla reyndar að prufa 44" beint undir hjá mér og sjá hvort að ég þurfi að hækka eitthvað.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 15.jan 2012, 00:16

Image
þarna er ein léleg mynd af því hvernig þetta er á bílnum hjá pabba, annars er ég að fara að klára að færa afturhásinguna hjá mér á næstu dögum skal bara taka myndir af því hvernig ég ætla að útfæra þetta og set inn.
Síðast breytt af MIJ þann 04.nóv 2012, 18:55, breytt 1 sinni samtals.
If in doubt go flat out


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 19.jan 2012, 22:42

jæja þá er komið að svolitlum pistli um það hvað er búið að gera fyrir þennan upp á síðkastið, en þar sem það bara snjóar meira þá þýðir ekkert annað en að rusla þessum bíl af.
Image
en allavegna svona stendur hann, búið að mála hann að aftan eftir úrskurð og ryðbætur og einnig búið að fjarlægja af honum allar rendur.
Image
léleg mynd en er búinn að smíða upp sílsana í bílnum báðu megin voru ekki fallegir en lét bara beygja fyrir mig efni og sauð nýja í og svo málað.
Image
mjög léleg mynd kantarnir líta út fyrir að vera bleikir, en allavegna þeir vorur sprautaðir á sama tíma og afturendinn á bílnum og býða þess bara að vera settir á.
Image
bílinn kominn saman að innan eftir að ég reif hann til að skera úr að framan.
Image
sést hérna hvar ég skar úr og barði til og lokaði svo aftur.
Image
búið að setja upphækkunarklossa í bílinn að framan.
Image
byrjaður að smíða nýjar stífufestingar.
Image
búið að sjóða þær undir og stífa þær í allar áttir svo þær ættu nú ekki að fara neitt.
Image
hérna sést hvernig var búið að síkka hann niður að framan.
Image
verið að smíða upphækkanir fyrir gormasætið, og var það smíðað svona til að koma upp á móti 10cm hásingarfærslu.
Image
allt stífað niður svo þetta fari ekkert.
Image
og verið að setja stífurnar í og sjá hvernig þetta lítur út.

þá er næsta stig að fá meira efni og búa til nýjar demparafestingar að aftan og fær skástífuna og þá fer að verða hægt að setja dekkin undir hann.
Síðast breytt af MIJ þann 04.nóv 2012, 19:02, breytt 2 sinnum samtals.
If in doubt go flat out

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá LFS » 20.jan 2012, 15:47

það verður að viðurkennast að smiðin á þessu gormasæti að aftan er algjör horbjóður hehe afhverju settirðu ekki upphækkunar klossa einsog að framan ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá Hagalín » 20.jan 2012, 17:29

49cm wrote:það verður að viðurkennast að smiðin á þessu gormasæti að aftan er algjör horbjóður hehe afhverju settirðu ekki upphækkunar klossa einsog að framan ?Menn hafa í gegn um tíðina ekki farið neitt á lookinu :)
En mitt álit er það að ef menn komast hjá því að nota klossa þá er að betra.
Ég er búinn að fara í þessa aðgerð og færa afturhásinguna aftar um 10cm. Ég færði
skálarnar aftar og færði festinguna ofar á hásingunni. Þegar því var lokið þá áttaði ég mig á því
að ég væri kanski ekki besti suðumaðurinn og lét fagmann færa efri gormaskálina neðar
og setti skálina á hásingunni á sinn orginal stað.

Ég hef líka séð þá útfærslu að færa gormaskálarnar utar á hásinguni og smíða nýja skál undir grindina og
er það aðgerð sem ég myndi gera ef ég færi í þessa aðgerð aftur.

Við 10cm hásingarfærslu fann ég mun á flotinu og kom það mjög vel út á mínum gamla.

Image
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

Magni
Innlegg: 471
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Land Cruiser 80

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá Magni » 20.jan 2012, 19:31

49cm wrote:það verður að viðurkennast að smiðin á þessu gormasæti að aftan er algjör horbjóður hehe afhverju settirðu ekki upphækkunar klossa einsog að framan ?


Þú ert dóni.
- Toyota Land Cruiser 80 4.2 Disel 44" árg. 1994 -


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 20.jan 2012, 20:34

49cm wrote:það verður að viðurkennast að smiðin á þessu gormasæti að aftan er algjör horbjóður hehe afhverju settirðu ekki upphækkunar klossa einsog að framan ?heyrðu jújú þetta lúkkar ekki en það eru klossar að ofan verðu en hásingin fór aftur um 10cm þannig einhvern veginn varð líka að koma á móti þeirri færslu með gormasætið, hefði vilja hafa þetta öðrvísi en þeir sem breyttu þessum bíl áður höfðu hálf eyðilagt gormasætið með því að hækka það upp með röri, þannig þetta var skársta niðurstaðan í málinu.
If in doubt go flat out


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 01.feb 2012, 22:27

jæja smá uppdeit á þessum en allavegna kantarnir eru komnir á hann og búið að kítta þá
hásingarfærslan er klár og búið að stytta orginal drifskaft til að setja í hann og styttist því í að hann fari að keyra.

Image
en allavegna svona líta dekkin úr orginal nema bara búinn að bora þau þarna.
Image
og búið að skera þau
Image
nýju olíulokin kominn í bílinn, á eftir að skipta um skrúfur í þeim við tækifæri.
Image
og svo ein mynd sem sýnir hann aðeins að framan, tek svo betri myndir þegar hann er allur kominn saman.
Síðast breytt af MIJ þann 04.nóv 2012, 19:05, breytt 1 sinni samtals.
If in doubt go flat out

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1118
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá Kiddi » 01.feb 2012, 23:05

Hvar fékkstu þessi olíulok?


Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá Kölski » 01.feb 2012, 23:47

Sæll og blessaður.

Langaði að vita varðandi neðri stífuna að aftan. Hvað síkkaðir þú hana marga cm.? Og svo efri stífurnar.? Lengduru þær bara eða síkkaðir þær líka (Eða hækkaðir festinguna á hásinguna.?


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 01.feb 2012, 23:55

Kiddi wrote:Hvar fékkstu þessi olíulok?


heyrðu þetta eru bara áfyllingarlok í báta minnir að ég hafi fengið þau í vélasölunni.
If in doubt go flat out


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 01.feb 2012, 23:57

Kölski wrote:Sæll og blessaður.

Langaði að vita varðandi neðri stífuna að aftan. Hvað síkkaðir þú hana marga cm.? Og svo efri stífurnar.? Lengduru þær bara eða síkkaðir þær líka (Eða hækkaðir festinguna á hásinguna.?


sæll. heyrðu minnir að hún hafi farið niður um sirka 14 cm, og lengdi svo neðri stífurnar líka, efri stífurnar lengdi ég bara í samræmi við færsluna á hásingunni.
If in doubt go flat out

User avatar

Freyr
Innlegg: 1682
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá Freyr » 02.feb 2012, 00:34

MIJ wrote:
Kiddi wrote:Hvar fékkstu þessi olíulok?


heyrðu þetta eru bara áfyllingarlok í báta minnir að ég hafi fengið þau í vélasölunni.


Er ekki rétt að það er engin öndun í þessum lokum? Hvernig útfærðir þú öndunina á aðaltankinn?


birgthor
Innlegg: 593
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir Þór Guðbrandsson

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá birgthor » 02.feb 2012, 09:17

Þessi lok fást í Vélasölunni og jú það er öndun á rörinu fyrir innan. Hægt að fá þau með mismunandi halla líka.


A.T.H. afsakið bullið í mér, mundi það núna ég setti öndunina á stútinn. Semsagt er ekki með öndun orginal.
Síðast breytt af birgthor þann 04.feb 2012, 23:13, breytt 1 sinni samtals.
Kveðja, Birgir Þór

User avatar

Freyr
Innlegg: 1682
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá Freyr » 02.feb 2012, 09:43

ok, það er flott. Ég fór í vélasöluna fyrir jól til að ná í lok í þessum dúr en það eina sem þeir áttu þá með öndun var með þykku hvítu plastloki sem smelltist á sinn stað. Það var svo forljótt að mér datt ekki í hug að setja það á jeppann hjá mér.


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 02.feb 2012, 22:06

jæja smá hvað var dundað í kvöld.
Image
búið að smíða nýjan turn fyrir skástýfuna að aftan
Image
og svo búið að mála allt sem var smíðað
Image
verið að smíða rammann undir stigbrettið
Image
og svo smá mátun.
Síðast breytt af MIJ þann 04.nóv 2012, 19:06, breytt 1 sinni samtals.
If in doubt go flat out

User avatar

heimir páll
Innlegg: 64
Skráður: 24.okt 2010, 22:26
Fullt nafn: Heimir Páll Birgisson
Bíltegund: patrol 95 38"
Staðsetning: Akureyri eða A-Hún eftir hvort henntar betur

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá heimir páll » 04.feb 2012, 00:36

hvernig vinkil járn notaðiru undir stigbrettin er að hugsa um að gera eins á min patrol
kv Heimir Páll
Ég stend hann flatan hann kemst bara ekki hraðar


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 04.feb 2012, 20:25

heimir páll wrote:hvernig vinkil járn notaðiru undir stigbrettin er að hugsa um að gera eins á min patrol
kv Heimir Páll


sæll. heyrðu ég notað 40/40 vinkil í burðinn og hann er stífaður upp í grind með flatjárni. og svo er það 30/30 vinkill sem kemur utaná
If in doubt go flat out


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 12.feb 2012, 20:28

jæja þá er rétt að koma með nokkrar myndir í tilefni þess að þessi fór fyrsta rúnt áðan á 44" dekkjunum, og kom það bara mjög vel út dekkin óballenseruð en samt hvorki hoppar hann né skoppar og er bara mjög góður í keyrslu. en nokkrar myndir af honum.

skulum byrja á einni sem sýnir hvernig hann var þegar ég kaupi hann.
Image

Image
Image
Image
Image
og svo hvernig hann er í dag
er bara mjög ánægður með það hvernig hann er að koma út, á svo eftir að klára að breyta honum að framan setja í hann nýjan stýriarm á liðhús sem þeir smíða í stál og stönsum og er ekki búinn að ákveða hvort ég hækka hann aðeins að framan eða lækka hann aðeins að aftan hvaða skoðun hafa menn á því ?
Síðast breytt af MIJ þann 04.nóv 2012, 19:08, breytt 1 sinni samtals.
If in doubt go flat out


birgthor
Innlegg: 593
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir Þór Guðbrandsson

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá birgthor » 12.feb 2012, 21:01

Var að skoða hjá þér gormastæðis færsluna að neðaverðu á afturhásingunni.

Þegar þú gerir þetta svona þ.e. heldur gorminum á orginal stað en færir hásinguna aftar þá ertu að auka kraftana á gorminn og þar af leiðandi að minnka virkni gormsins. En ég hélt einmitt að menn reyndu ávalt að fá aðeins stífara gorma í bíla sem mikið á að láta hreyfast.

Gerirðu þetta meða það í huga eða var þetta kannski bara þæginlegasta leiðin og hvernig finnst þér hann þá að aftan (ekkert og mjúkur)?
Kveðja, Birgir Þór


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 12.feb 2012, 22:14

Sæll Birgir, tók smá prufurúnt á bílnum áðan og fannst hann lítið hafa breyst hvað varðar fjöðrun semsagt hann er bara stífur og fínn enþá, en með útfærsluna á færslunni á sætinu þá já leit þetta út fyrir að vera þægilegasta leiðin og svona í sveitinni þá notast maður við það efni sem maður hefur í svona breytingar,
If in doubt go flat out

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá LFS » 21.feb 2012, 14:55

hann er bara flottur !! en hvert færðirðu depmarafestingarnar að ofan ? eru þær undir rörinu sem þær stoðu upprunalega á ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Forsetinn
Innlegg: 126
Skráður: 13.nóv 2011, 00:43
Fullt nafn: Halldór Eggertsson

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá Forsetinn » 21.feb 2012, 15:57

Sæll, flottur bíll hjá þér....

ertu til í að mæla eða taka myndir af hversu mikið pláss er við gólfið (hvalbaknum) í fullri beygju?
Erum með einn svona í samskonar breytingum... ásamt mikilli ryðbætingu. Sömu kantar en ákvað að færa þá aftar, fannst of lítið bil. Eigandinn er tvístígandi hvort hann fái sér DC eða Pitbull.

kv. Halldór
Land Cruiser Rj-73 Black Edition 38" aka Forsetinn


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 21.feb 2012, 19:39

49cm wrote:hann er bara flottur !! en hvert færðirðu depmarafestingarnar að ofan ? eru þær undir rörinu sem þær stoðu upprunalega á ?


sæll. þær eru undir rörinu sem þær voru á .
If in doubt go flat out


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 21.feb 2012, 19:41

Forsetinn wrote:Sæll, flottur bíll hjá þér....

ertu til í að mæla eða taka myndir af hversu mikið pláss er við gólfið (hvalbaknum) í fullri beygju?
Erum með einn svona í samskonar breytingum... ásamt mikilli ryðbætingu. Sömu kantar en ákvað að færa þá aftar, fannst of lítið bil. Eigandinn er tvístígandi hvort hann fái sér DC eða Pitbull.

kv. Halldór


sæll. kantarnir hjá mér eru eins aftarlega og hægt er miðað við að það sé hægt að opna hurðar án vesens, hef ekki mælt bilið á DC dekkjunum en áður en ég setti kantana á þá mátaði ég undir hann 44" super svamper sem eru stærri um sig en DC og þá voru 10 cm í fullri beygju í hvalbak.
If in doubt go flat out

User avatar

icewolf
Innlegg: 88
Skráður: 13.apr 2011, 20:23
Fullt nafn: mikael ekardson
Bíltegund: Jeep, Ford
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá icewolf » 03.mar 2012, 20:53

hann er bara flottur
38" xj árg 87
Ford f 150 árg 04


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 25.mar 2012, 13:37

jæja þá var farin smá ferð í gær, annar prufurúntur á bílnum mínum og svo vorum við að prufa björgunarsveitarbílinn eftir að hann fékk nýja skó, ekki hægt að segja annað en að báðir bílar hafi komið fínt út, mjög þungt og leiðinlegt færi en annars mjög fínn dagur.

Image
þegar verið var að leggja af stað.
Image
Image
björgunarsveitarbílinn eftir breytingu, var á 44" áður en núna á 46" og með úrhleypibúnar og fleira.
Image
fórum á 2 jeppum og 5 sleðum
Image
og svo fannst smá krapapittur.
Image
þarna eru förin eftir mig við hliðina
Image
ein mynd af hópnum
orðinn helvíti vígalegur og virkaði mjög vel
Image

tókum svo eina kvöldferð uppá Lómfell,
Image
Image
Image
Image
Image
Síðast breytt af MIJ þann 04.nóv 2012, 19:16, breytt 2 sinnum samtals.
If in doubt go flat out

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá lc80cruiser1 » 25.mar 2012, 16:21

Flott hjá þér félagi, til hamingju með flottan bíl.
Land Cruiser 80 1991


Magnús Þór
Innlegg: 119
Skráður: 24.apr 2010, 15:13
Fullt nafn: Magnús Þór Árnason

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá Magnús Þór » 27.mar 2012, 21:26

hvað er lómurinn orðinn þungur


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 27.mar 2012, 22:43

höfum ekkert mælt hann
If in doubt go flat out


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá Valdi B » 28.mar 2012, 01:16

ég sé enga sleða á þessum myndum... ég sé eingöngu bara 5 stk yamaha kafbáta...

en það eyðileggur lúkkið á þessum patrol björgunarsveitarbíl að breikka kanntinn svona...

finniði mikinn mun á 46" miðað við 44" á þessum hvíta patrol ? mikill munur á því hvernig hann var ?
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000


Höfundur þráðar
MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá MIJ » 28.mar 2012, 12:46

valdibenz wrote:ég sé enga sleða á þessum myndum... ég sé eingöngu bara 5 stk yamaha kafbáta...

en það eyðileggur lúkkið á þessum patrol björgunarsveitarbíl að breikka kanntinn svona...

finniði mikinn mun á 46" miðað við 44" á þessum hvíta patrol ? mikill munur á því hvernig hann var ?kantarnir eru bara ekki úr trebba þannig það þarf að kaupa nýja kanta ef það á að breikka þá víst og var þetta bara leist svona,

en það er þónokkur munur á honum á þessum dekkjum var að vísu bara fyrsta ferð á þeim en þau lofa mjög góðu
If in doubt go flat out


birgthor
Innlegg: 593
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir Þór Guðbrandsson

Re: 44" breyting á patrol

Postfrá birgthor » 28.mar 2012, 13:50

Björgunarsveitarbílar virka til síns brúks án þess að vera með flottasta lúkkið. Bara spurning um virkni, hinsvegar finnst mér skrítið að þegar spara þarf í kannta þá er samt hægt að vera með einkanúmer :)
Kveðja, Birgir Þór


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir