Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 18.nóv 2011, 15:22

Verður maður ekki líka að vera með og pósta inn myndum af breytingaferlinu á jeppanum, það er alltaf gaman að skoða myndir af breytingaferli hjá öðrum. Færði þetta af Jeepclub.is síðunni og ætla frekar að viðhalda þessu hér ......

Var lengi búinn að ganga með það í maganum að kaupa mér Cherokee XJ og lét verða af því þegar ég seldi 44" Pattann. Keypti mér óbreyttan bíl haustið 2010 og breytti honum fyrir 39,5" veturinn 2010-2011.

Þetta er 1995 módel af Cherokee XJ, hann er með 190 hestafla 4.0 High Output bensínmótor með Aisin AW-4 fjögurra þrepa sjálfskiptingu (sama og er í LC90) og NP242 Selec-trac millikassa. Hann var hækkaður um 5 cm á fjöðrun þegar ég fékk hann, búið var að stækka olíukæli fyrir sjálfskiptinguna og það var komin AirCon loftdæla í húddið en að öðru leiti var hann orginal. Bíllinn er skráður 1550 kg óbreyttur en er eitthvað um 1750 kg eftir breytingarnar á 39,5“ Irok. Stefnan var að ná honum undir 2000 kg ferðbúinn með ökumanni og farþega en líklega er hann nær 2100 kg ferðbúinn með farangri, varahlutum, verkfærum og bensíni.

Image

Image
Allt rifið innan úr honum

Image

Image
Kom fljótlega í ljós að gólfið var orðið doldið mikið riðgað

Image
Gat á gólfi yfir fremri fjaðrafestingum

Svo keypti ég hitt og þetta frá Ameríkuhreppi til að nota í breytinguna.

Image
4.56 hlutföll í D30 HP (reverse) framhásinguna og í Ford 8.8 afturhásingu - smá stærðarmunur :-)

Image
Flange yoke adaptor

Image
Handbremsubarkar sem passa á milli Cherokee og Ford 8.8

Image
TrueTrac (Torsen) sjálfvirkur gírlás í framhásinguna.

Image
Legusett í bæði drif

Image
Ford 8.8 hásing sem fer undir að aftan með diskabremsum, tregðulæsing sett í, ný bremsurör, diskar renndir ofl. Keypti mér 1/2" spacer hvoru megin þar sem hún er tommu mjórri en D30 framhásingin, dekkin rákust í fjaðraklemmur og ég vildi ekki hafa of mikinn mun á breiddinni á fram og afturköntum en hún er þónokkur fyrir.

Image
Flangsinn á Ford 8.8. Notaði ´Flange yoke adaptor´ til að láta Cherokee Drifskaftið tala við hann, get þá notað orginal Cherokee krossa í skaftið.

Image
Unnið í að koma nýjum hlutföllum í drif

Image

Image
Það er orðið erfitt að finna góðar felgur með litlu 5 gata deilingunni. Lét því breyta 13" breiðum White spoke felgum sem voru með 90mm backspace, miðjurnar voru færðar í 130mm, felgusætin völsuð upp ásamt innri brún og þær síðan sandblásnar og málaðar (ekki endanlegur litur á felgunum á þessum myndum).

Image

Image
Klippt vel úr og soðið í

Image

Image

Image

Image

Image
Búið að gera við gólfið, enduðum á því að skipta út öllu gólfinu frá afturhjólskál og fram í hvalbak á milli sílsa og gírkassa. Þetta ætti að duga út líftíma bílsins :-)

Image

Image

Image

Image
Hækkaður um 10cm að aftan og hásing færð um 3-4 cm, ákvað að halda fjöðrunum að aftan. Allar bremsuslöngur úr Cherokee.

Image

Image

Image

Image
Gormasæti hækkað upp að framan um 10 cm og fært aftur á hásingu um 3 cm (hásing færð fram), hásingin styrkt með þverstöng á milli spindilarma, efri stífur hækkaðar á hásingunni um 7 cm, kúlulið á þverstífu skipt út að ofan fyrir fóðringu (eins og er að neðan) og halli lagfærður, stýrisgangur hafður óbreyttur.

Image
Neðri stífur færðar niður um 8 cm og fram um 3 cm.

Image

Image
Síðan var millikassa biti síkkaður niður um nokkra centimetra til að laga hallann á afturdrifskaftinu, afturdrifskaft lengt og einfalda liðnum breytt aðeins vegna aukins halla á skafti (tekið úr honum þannig að hann gæti stnúist við meiri halla á skaftinu).

Image
Farinn að standa í lappirnar

Image
Doldið hár að aftan, "nýju" fjaðrirnar aðeins of sperrtar .....

Image

Image
Unnið í köntunum, fékk þá af öðrum bíl og voru framkantarnir aðeins skemmdir, gerðum við með trebba

Image
Mjókkaði bæði fram- og afturkantana þar sem ég jók backspace talsvert á felgunum. Merkti nú bara fyrir þessu með "auganu" og skar úr með slípirokk, kom ágætlega út :-)

Image
Kantar grunnaðir

Image
Verið að máta kanta á og undirbúa að festingar. Kantarnir voru einfaldlega kíttaðir á með límkítti (enginn flangsi) og styrktir aðeins með álvinklum. Þarna vantar ennþá spacera að aftan.

Image

Image
Kantarnir komnir á og byrjað að vinna í frágangi

Image

Image
Box fyrir aukarafkerfi í húddinu. Fékk mér relay box úr Subaru Legacy á partasölu, hreinsaði innan úr því og setti þar öryggjabretti og fjögur relay. kostaði allt saman um 10 þús.kr. Rændi mér stýristraum frá parkinu og háuljósunum beint úr framljósinu.

Image

Image
Búið að velja rofunum stað í miðjustokknum, bara nokkuð þægilegt að tengja þetta þarna, komst í jörð á festingunum fyrir stokkinn.

Image
Setti VHF stöðina í hólf í miðjustokknum, fínn staður en þurfti að fórna miðstöðvarblæstrinum til aftursætana sem lá í gegnum rör undir stokknum. Getur verið að ég breyti þessu aftur og reyni að koma rörinu fyrir. Rofinn vinstra megin á panelnum stýrir því hvort rofinn fyrir kastarana fái stýrirstraum frá parkinu eða háuljósunum. Ansi þægilegt að geta tengt kastarana við háu ljósin á þjóðveginum en það er jafnframt pirrandi að hafa þá stillingu á fjöllum og því gott að geta svissað yfir í parkljósa stillinguna :-)

Image
Rofar fyrir kastara, vinnuljós og loftdælu frágengnir í miðjustokki

Image

Image
Græjan tilbúin á 38" Mudder og búið að breytingaskoða. Bara nokkuð sáttur við útkomuna :-)

Image
Hér er hann kominn á 39,5" Irok, samsvarar sér bara fjandi vel þó að hann sé of lágur að framan ennþá ! Þessi dekk eru hreint út sagt frábær keyrsludekk, ekki til hopp né titringur í þessu, mjög sáttur.

Image

Image
Hér er búið að hækka hann um 3 cm að framan, kominn í sína endanlega mynd.

Image

Image
Prófílbeisli komin undir að framan, hönnunin á beislinu að framan er stolin frá Frey (http://www.jeepclub.is/spjall/index.php?topic=147.0), hann fær höfundarréttarlaun seinna í formi grillaðrar pulsu á fjöllum :-) Beislið er alveg falin á bak við stuðarann nema tekið er úr honum fyrir prófíltenginu sjálfu.

Image
Svona er staðan í dag, Xenon kastararnir komnir á með endanlegum festingum, búið að mála stuðara og kastarafestingar að framan og setja á vinnuljós, búið að smíða undir hann prófílbeisli að aftan, vinnuljós frágengin og tengd, búið að skipta út ryðguðum sílsum, skipti um spindilkúlur vm að framan og eitthvað fleira smotterí.

Næst á dagskrá er að setja loftkerfi með kút í bílinn og fasttengja loftdælu, setja lengri progressíva gorma að framan og svo er ég að spá í að setja rofa til að handstýra sjálfskiptitölvunni. Vil geta stýrt því hvort bíllinn er í 1 eða 2 gír og líka að getað slökkt á lockup-inu svo hann sé ekki setja það á í brekkum í vetrarferðum. Þetta er tiltölulega einföld aðgerð þegar búið er að finna réttu vírana frá stýringunni fyrir sjálfskiptinguna (TCU).

Þegar ég skipti um púst þá ætla ég að fara í aðgerðir varðandi öndun að og frá vélinni en það verður líklega ekki alveg strax.
Síðast breytt af AgnarBen þann 18.nóv 2012, 18:37, breytt 8 sinnum samtals.


Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 18.nóv 2011, 16:13

svopni wrote:Snilld. Reyndar búinn að liggja þónokkuð yfir þessum myndm hjá þér :) Veikir það ekkert jókann að taka svona úr honum? Ég er að spá í að gera það hjá mér þar sem að þetta leggst saman í sundurslætti.


Ég veit að þetta hefur verið gert á fleiri bílum og hefur verið til friðs, þetta er amk í lagi ennþá hjá mér :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá Svenni30 » 18.nóv 2011, 16:42

Hrikalega flottur hjá þér.Snirtileg og flott smíð. Átt hrós skilið fyrir þetta :)
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

JoiVidd
Innlegg: 242
Skráður: 23.okt 2010, 18:56
Fullt nafn: Jóhann Viðarsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá JoiVidd » 18.nóv 2011, 21:14

Flott verkefni!! gaman að fá svona margar og góðar myndir og sérstaklega að sjá að þú kráraðir bíllin og ekki á nokkrum árum einsog oft vill vera hjá mönnum! það er ekki nema í 10% af svona þráðum að verkefnin klárast og að það séu myndir frá byrjun til enda:)

Flottur bíll! ;)
Ford F350 6.0 '05
Benz E55 Amg '98 til sölu
Skidoo Summit 860cc 154" '08

Til sölu varahlutir úr Patrol '02!
Jóhann - 6601605

User avatar

Refur
Innlegg: 239
Skráður: 13.aug 2010, 09:33
Fullt nafn: Vilhjálmur Arnórsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá Refur » 18.nóv 2011, 21:22

Þetta kemur vel út, og gaman að skoða breytingaferlið.

Kv. Villi, hamingjusamur Patroleigandi :)


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá stjanib » 18.nóv 2011, 21:59

Sæll

Flott verkefni og flott smíði hjá þér, laglegur jeppi.

Hvernig vinnuljós eru þetta hjá þér? mér sýnist þau bara nokkuð nett á stærðina að gera..

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 18.nóv 2011, 23:23

Takk fyrir strákar, þetta er búið að vera skemmtilegt ferli að breyta græjunni og það er ennþá fullt sem mann langar til að gera í viðbót :) Þetta hefði þó aldrei gengið svona hratt fyrir sig ef ég hefði gert þetta allt sjálfur en ég fékk góðan mann til að vinna undirvagnsbreytinguna og suðuvinnuna. Restina dundaði maður síðan sjálfur í á kvöldin og um helgar.....
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 18.nóv 2011, 23:24

stjanib wrote:
Hvernig vinnuljós eru þetta hjá þér? mér sýnist þau bara nokkuð nett á stærðina að gera..


Þetta voru nettustu vinnuljósin sem ég fann, keypti þetta í Stillingu http://www.stilling.is/vorur/vara/CT1510138/
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 24.nóv 2011, 17:54

Er loksins búinn að ganga frá loftkerfinu í Cherokee-inum, var doldið að vandræðast með hvar ég ætti að hafa þetta en ákvað að lenda þessu svona. Ég vildi ekki hafa dæluna í húddinu út af hitanum þar, held hún þoli það ekki og það var ekki heldur pláss þar fyrir kútinn. Eini annar staðurinn fyrir dæluna var í skottinu og ég ákvað því að hafa þetta bara allt á einum stað, þetta var tiltölulega einfalt í framkvæmd svona.

Þetta er doldið "rough" svona en mér er nokk sama, þetta er jeppi :) Svo er bíllinn líka með litaðar rúður þannig að þetta sést ekki utan frá.

Image
Frágengið í skottinu með álloftkút

Image
Loftúttak í bensínloki

Þar sem ég fann litlar sem engar upplýsingar um hvernig ég ætti að setja þetta upp þá setti ég niður nokkra punkta um hvernig ég tengdi þetta. ATH að það óþarfi að nota tvö relay frekar en menn vilja ......

Image
Svona virkar þetta svo:

1. Þegar ýtt er á takkan í stokknum frammi þá hleypir hann "stýristraumi" í gegnum relay (er á 7,5 A öryggi) aftur í skott

2. "stýristraumurinn" er tengdur í gegnum segulrofa annars vegar í loftloka og hins vegar í annað relay sem er í skottinu.

3. Segulrofinn er staðsettur á úttaki úr kút en hann hleypir straumi í gegnum sig upp í 7 bör (~100 psi) en slær þá út (rífur strauminn að relay og loftloka). Þegar þrýstingurinn hefur lækkað niður í 5,5 bör (~80 psi) þá slær hann aftur inn og hleypir straumi í gegnum sig.

4. Loflokinn er staðsettur á inntakslögninni frá dælunni að kútnum en einstefnuloki er á lögninni á milli loftlokans og kútsins. Þegar straumur rofnar til loftlokans hleypir hann lofti í gegnum sig og stenfur opinn en tilgangurinn með honum er að hleypa af þrýstingi úr lögninni frá dælunni að einstefnulokanum þegar hún slekkur á sér. Þetta er gert til að hlífa dælunni þannig að hún þurfi ekki að starta undnir álagi.

5. Seinna relay-ið í skottinu leiðir höfustrauminn frá 50A örygginu að dælunni og fær stýrirstraum frá segulrofanum.

6. Loftmælirinn er bara staðsettur þarna til bráðabirgða, á eftir að finna góðan stað fyrir hann. Held ég muni hafa hann í skottinu, hef engan áhuga á að fylgjast með þrýstingnum í kútnum þegar einungis er verið að nota kerfið til að dæla lofti í dekkin.

Fleiri myndir af ferlinu eru hér: http://agnarben.fotki.com/jepparnir/breytingar--cheroke/page4.html
Síðast breytt af AgnarBen þann 25.nóv 2011, 11:24, breytt 2 sinnum samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá Þorri » 24.nóv 2011, 18:42

Laglegur bíll hjá þér. Ég hef verið að velta fyrir mér að vekja minn svona aftur til lífsins. Fannst hann alltaf þræl skemmtilegur sérstaklega eftir að ég setti 350 vélina í hann. Samhliða þeirri aðgerð færði ég stýrismaskinuna niður og fékk þannig orginað halla á stýrisganginn við það varð bíllinn æðislegur í akstri á 38" aldrei vottur af jeppaveiki eða neitt þessháttar samt var enginn stýrisdempari eða nein hjálpartól.

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 25.nóv 2011, 11:28

Takk fyrir það, ég er með orginal halla á stýrisganginum og hann er flottur í akstri á þessum dekkjum. 4 lítra vélin er ágæt þó meira sé alltaf betra, V8 er amk frekar neðarlega á listann ennþá :) Vil frekar að halda áfram að þróa bílinn sem góðan ferðabíl áður en ég bæti við meiri krafti.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 25.nóv 2011, 14:38

svopni wrote:Afhverju ekki bara að leggja vírana úr rofanum á dælunni framí?


Það er eina rétta leiðin.

Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta svona var að ég ætlaði fyrst ekki að vera með takka, ég ætlaði bara að slökkva á dælunni með takkanum á henni aftur í þegar ég vildi ekki að kerfið væri "virkt" en svo þegar ég var búinn að tengja þetta þá fattaði ég að í hvert skipti sem ég svissaði á bílinn þá klikkaði alltaf í relay-inu aftur í. Ég ákvað því að nota takka og relay sem búið var að leggja fyrir áður til að stýra straumi að seinna relay-inu :) ....... Núna hef ég takkann á dælunni bara alltaf á on en kveiki/slekk á kerfinu með takkanum frammí.
Síðast breytt af AgnarBen þann 01.des 2011, 11:12, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Freyr
Innlegg: 1687
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá Freyr » 01.des 2011, 09:59

Sæll Agnar

Ein ábending varðandi loftkútinn. Það væri betra ef þú gætir snúið honum í festingunum þannig að kúlulokinn snúi beint niður, eins og þetta er hjá þér núna situr alltaf eitthvað vatn eftir í kútnum þó þú hleypir undan honum.

Kv. Freyr

P.S. Það er hrikalega töff að eiga og breyta grænum XJ fyrir snjóakstur ;-)

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 02.des 2011, 00:26

Freyr wrote:Sæll Agnar

Ein ábending varðandi loftkútinn. Það væri betra ef þú gætir snúið honum í festingunum þannig að kúlulokinn snúi beint niður, eins og þetta er hjá þér núna situr alltaf eitthvað vatn eftir í kútnum þó þú hleypir undan honum.

Kv. Freyr

P.S. Það er hrikalega töff að eiga og breyta grænum XJ fyrir snjóakstur ;-)


Já, ég er búinn að snúa honum niður eins og hægt er, ég var ennþá að stilla þetta af þegar ég tók myndina.

Við verðum svo að taka góðan túr eftir áramót þegar þú ert kominn aftur á lappirnar, leyfum kannski einhverjum japönskum þungarvigtarmönnum að koma með eins og Óskari Andra og Ólafi Arnari ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 26.jan 2012, 13:00

Nýjustu viðbæturnar

Image
Keypti mér Cherry Bomb Vertex opinn hljóðkút og Flowtech RedHot 40cm túbu (opin) og lét síðan smíða 2,5" opin pústkerfi undir bílinn. Soundar flott núna en ekki of hátt og er með léttari vinnslu :) Á samt ennþá eftir að auka loftflæðið að vélinni

Image
Keypti mér nýja progressíva gorma að framan, þeir eru frá Moog CC782 og eru ca 45 cm langir án álags (ca 2,5-3 cm lengri en orginal gormarnir) og með 1,5mm meiri efnisþykkt þannig að þeir eru mun stífari.

Image
Gamli og nýi

Image
Tók 3 cm hækkun sem var ofan á gömlu gormunum. Bíllinn hækkaði samt um 1 cm þegar þeir nýju voru komnir í þrátt fyrir að hafa tekið upphækkunina en væntanlega eiga þeir eftir að síga eitthvað, kemur fljótlega í ljós. Mun stífari fjöðrun að framan og hann slær ekki lengur saman. Mjög ánægður með þessa breytingu.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


bjornod
Innlegg: 720
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá bjornod » 26.jan 2012, 13:21

Fínasti bíll!

Mér finnst barnastóllinn og loftkúturinn ekki lifa í góðri sambúð.

BO

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 26.jan 2012, 13:45

bjornod wrote:Fínasti bíll!

Mér finnst barnastóllinn og loftkúturinn ekki lifa í góðri sambúð.

BO


Sammála, ég nota aldrei loftkútinn þegar börnin eru í bílnum, þá fer loftið bara beint í gegn og hann er alltaf tómur í byggð og reyndar þá er ég oft með hann tómann á fjöllum líka, ég fylli hann bara svona þegar ég sé fram á að ég þurfi að fara að pumpa :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá stebbiþ » 26.jan 2012, 13:50

Alltaf verið að betrumbæta, flott þetta loftkerfi í skottinu. En nú verð ég að segja svolítið óvinsælt, þú verður bara að afsaka það. Nú erum við báðir í smábarnaútgerð af fullum krafti og allt miðast við blessuð börnin. Þú verður að smíða miklu betri/öflugri festingu fyrir loftkútinn í skottinu, eða færa hann. Ég fékk sjokk þegar ég sá hvar hann er staðsettur, þessar boddýskrúfur halda engu ef þú lendir í hörðum árekstri.
Þú fyrirgefur þetta Aggi minn, en ég varð bara að segja þetta. Að öllu öðru leyti finnst mér þetta frábær bíll hjá þér.

Kveðja,
Stebbi skólabróðir

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 26.jan 2012, 14:56

Ég tek vel í allar ábendingar og skoðanir en ég held reyndar að þetta fari ekki neitt, þetta er álkútur og hann er fisléttur og þetta er allt rígfast saman sem eitt júnit með dælunni og slöngunum. Ég verð samt að viðurkenna það að þú hefur aðeins hreyft við samviskunni hjá mér ..... kannski ég endurskoði eða betrumbæti þetta.
Síðast breytt af AgnarBen þann 26.jan 2012, 17:50, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

jeepson
Innlegg: 3169
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá jeepson » 26.jan 2012, 16:24

Fyrir okkur sem eru í smábarnaútgerðinni er nauðsinlegt að hafa það altaf í huga þegar við erum að betrumbæta jeppana okkar :) Það vill svo heppilega til að það er nóg pláss á bakvið klæðninguna í skottinu á pattanum til að koma dæluni fyrir. Þá fer hún ekki neitt. Það eru 2 hólf þarna á bakvið og ég nota þau ekkert. Og hafði hugsað mér að vera með loftkerfi þar. Ég er reyndar ekki búinn að ákveða alveg hvar ég ætla að hafa loftkútinn. En dælan verður allavega þarna á bakvið. Mér datt nú reyndar í hug að koma kútnum kanski fyrir undir bílnum. Hvað segja menn við því. Ég segi eins og Aggi. Ég tek vel í allar ábendingar :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN


Gutti
Innlegg: 79
Skráður: 17.jan 2012, 19:45
Fullt nafn: Guðjón Þorsteinsson
Bíltegund: Suzuki Samurai 92'
Staðsetning: Borgarfjörður

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá Gutti » 26.jan 2012, 23:30

Ansi hreint myndarlegur jeppi og gaman að skoða myndirnar.
Guðjón Þorsteinsson
869-3906
gudjon1991@gmail.com

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá lc80cruiser1 » 06.feb 2012, 17:50

Gríðarlega flott breyting hjá þér á þessum bíl, án efa snilldarbíll í snjó
Land Cruiser 80 1991

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 06.feb 2012, 23:27

Takk fyrir strákar, ég er mjög sáttur við hann, það sem ég er búinn að prófa hann í vetur í snjó þá uppfyllir hann allar mínar væntingar :)
Tvær myndir af honum í sínu "náttúrulega" umhverfi ....

Image
Á Mosfellsheiði í des. 2011

Image
Á leið í Setrið jan. 2012
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá lc80cruiser1 » 12.mar 2012, 11:56

Er eitthvað hægt að bera þetta saman við Patrolinn þinn man vel eftir honum
Land Cruiser 80 1991

User avatar

icewolf
Innlegg: 88
Skráður: 13.apr 2011, 20:23
Fullt nafn: mikael ekardson
Bíltegund: Jeep, Ford
Staðsetning: Vestfirðir

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá icewolf » 18.mar 2012, 21:45

(""Þetta voru nettustu vinnuljósin sem ég fann, keypti þetta í Stillingu"")
http://www.stilling.is/vorur/vara/CT1510138/

keypti petta ljos i Bílabúð Benna, engin 6000,-
38" xj árg 87
Ford f 150 árg 04

User avatar

lc80cruiser1
Innlegg: 277
Skráður: 17.jan 2012, 12:40
Fullt nafn: Björgvin Björgvinsson
Bíltegund: LC 80

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá lc80cruiser1 » 18.mar 2012, 22:13

Var með svona ljós á mínum gamla þetta kom mjög vel út og þoldi vel öll veður
Land Cruiser 80 1991

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 19.mar 2012, 00:19

lc80cruiser1 wrote:Er eitthvað hægt að bera þetta saman við Patrolinn þinn man vel eftir honum


Já og nei, Patrol-inn var betri ferðabíll, þe fjöðrunin var betri og 44" fór einstaklega vel með mann í snjó, það var hægt að fylla hann af ferðadóti án þess að hann fyndi fyrir því og viðhaldið var ekki mjög mikið (fyrir utan eina vél :) Þessi Cherokee er samt að uppfylla allar mínar væntingar, er fisléttur og flýtur hrikalega vel og Irok dekkin eru snilldardekk í snjónum. Ég held að Cherokee-inn sé bara á pari við Patrolinn í floti en Cherokee-inn hefur yfirburði í brekkum, það eina sem Pattinn hafði kannski umfram er ofurlági milligírinn en það hefur bara ekki reynt á það ennþá í vetur að ég hef eitthvað þurft á svoleiðis að halda í Cheorkee-inum.

Fun factor-inn í Cherokee er aftur á móti laaaaaangtum meiri en í Pattanum ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá Hrannifox » 20.mar 2012, 23:46

cherokee er góður hef verið mjög ánægður með mína tvo.

varðandi loftkútinn: hann var undir bíl hjá mér fór litið fyrir honum fyrir aftan bensintankinn, reyndar
var kúturinn ekki stór.


fallegur bíll hjá þér tók hann svolitið til fyrirmyndar með seinasta jeepinn sem ég átti :)
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 21.mar 2012, 10:35

Hrannifox wrote:varðandi loftkútinn: hann var undir bíl hjá mér fór litið fyrir honum fyrir aftan bensintankinn, reyndar
var kúturinn ekki stór.


Takk fyrir það, ég er einmitt að fara að í það að breyta þessu setup-i þar sem kínarafmagnsdælan frá Tryggva er eiginlega dáin núna og ég er búinn að redda mér Aircon dælu sem ég er að fara að setja í. Líklega henta betur að hafa kútinn inn í bíl þar sem ég ætla að dunda mér við að útfæra og smíða utanáliggjandi úrhleypibúnað í sumar og ég ætla bara að hafa kistuna inn í bíl með handstýrðum lokum :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1125
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá Kiddi » 21.mar 2012, 16:12

Hvað fór í dælunni?

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 21.mar 2012, 16:31

Kiddi wrote:Hvað fór í dælunni?


Er ekki búinn að skoða það almennilega ennþá, það kom ægileg hitalykt og svo virðist takkinn vera orðinn óvirkur (hann flaksar bara laus fram og til baka). Líklega hefur eitthvað gefið sig í rafmagnsstýringunni !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá Stebbi » 21.mar 2012, 21:03

AgnarBen wrote:
Kiddi wrote:Hvað fór í dælunni?


Er ekki búinn að skoða það almennilega ennþá, það kom ægileg hitalykt og svo virðist takkinn vera orðinn óvirkur (hann flaksar bara laus fram og til baka). Líklega hefur eitthvað gefið sig í rafmagnsstýringunni !


Er ekki snertan i takkanum bara brunnin?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 21.mar 2012, 21:36

Stebbi wrote:
AgnarBen wrote:
Kiddi wrote:Hvað fór í dælunni?


Er ekki búinn að skoða það almennilega ennþá, það kom ægileg hitalykt og svo virðist takkinn vera orðinn óvirkur (hann flaksar bara laus fram og til baka). Líklega hefur eitthvað gefið sig í rafmagnsstýringunni !


Er ekki snertan i takkanum bara brunnin?


Kíki á það.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 24.mar 2012, 01:27

Skruppum sunnudaginn 11.mars 2012 í Laugarfell og heim aftur á mánudegi. Fengum flott veður á leiðinni heim og hérna eru tvær myndir af gamla ofan á Laugarfelli þar sem við fengum flott útsýni.

Image

Image
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 10.aug 2012, 17:41

Smá update, er búinn að rífa rafmagnsloftdæluna úr og færa loftkútinn neðar í skottinu, mun snyrtilegra svona. Setti AirCon dælu í húddið sem ég er mjög ánægður með, er með smursíu eftir dæluna og smyr hana bara með smá sjálfskipti olíu fyrir hverja ferð, ætla ekkert að vera með neitt sjálfvirkt skömmtunarkerfi.

Image

Svo er ég kominn af stað í lakkviðgerðum, fyrsti fasi var að taka sílsana í gegn, slípa af þeim allt lakk, grunna með Bit ætigrunn og sprauta síðan með grjótmassa og lakka yfir. Hérna eru nokkrar myndir.

Image

Image

Image

Image

Næst á dagskrá er ráðast á ryð sem er að byrja að myndast á þakinu og meðfram afturgluggum, það verður tekið í gegn í byrjun september, hendi inn einhverjum myndum þá líka.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


silli525
Innlegg: 109
Skráður: 27.okt 2011, 08:54
Fullt nafn: Sigvaldi Þ Emilsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá silli525 » 11.aug 2012, 22:07

AgnarBen wrote:Nýjustu viðbæturnar

Image
Keypti mér Cherry Bomb Vertex opinn hljóðkút og Flowtech RedHot 40cm túbu (opin) og lét síðan smíða 2,5" opin pústkerfi undir bílinn. Soundar flott núna en ekki of hátt og er með léttari vinnslu :) Á samt ennþá eftir að auka loftflæðið að vélinni

Image
Keypti mér nýja progressíva gorma að framan, þeir eru frá Moog CC782 og eru ca 45 cm langir án álags (ca 2,5-3 cm lengri en orginal gormarnir) og með 1,5mm meiri efnisþykkt þannig að þeir eru mun stífari.

Image
Gamli og nýi

Image
Tók 3 cm hækkun sem var ofan á gömlu gormunum. Bíllinn hækkaði samt um 1 cm þegar þeir nýju voru komnir í þrátt fyrir að hafa tekið upphækkunina en væntanlega eiga þeir eftir að síga eitthvað, kemur fljótlega í ljós. Mun stífari fjöðrun að framan og hann slær ekki lengur saman. Mjög ánægður með þessa breytingu.Sæll Agnar. Gaman að skoða þetta ferli hjá þér, hvar fær maður svona progessiva gorma?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1687
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá Freyr » 11.aug 2012, 23:29

Summit racing selur þetta. Í mínu tilfelli (er með sömu framgorma og Agnar) var ódýrara að kaupa þá gegnum bílabúð benna heldur en að taka þá beint frá summit.

Kv. Freyr


silli525
Innlegg: 109
Skráður: 27.okt 2011, 08:54
Fullt nafn: Sigvaldi Þ Emilsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá silli525 » 12.aug 2012, 00:19

Freyr wrote:Summit racing selur þetta. Í mínu tilfelli (er með sömu framgorma og Agnar) var ódýrara að kaupa þá gegnum bílabúð benna heldur en að taka þá beint frá summit.

Kv. FreyrJá ókei, takk fyrir upplýsingarnar

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá AgnarBen » 07.nóv 2012, 11:06

Fór loksins í það að græja úrhleypibúnað í Cherokee en ég ákvað að vera með fátækra manna útfærslu á þessu, einungis handstýrðir lokar og ekkert rafmagn. Hér eru nokkrar myndir af minni útfærslu.

Image
Hér er teikning af loftkerfinu eins og það lítur út hjá mér.

Image
Hérna er ca efnið sem fór í þetta (vantar nokkra nippla, hné og T-stykki) en AC dæla og loftkútur ásamt stýringum fyrir hann var nú þegar komið í bílinn.

Image
Loftkista með 6 úttökum, 3/8 snitti á endunum en 1/4 snitti á hliðunum. 10mm lögn að kistu, kúluloki fyrir hvert hjól og 8mm lagnir. Fann þessa nettu kúluloka í Landvélum en flest allt efnið er keypt þar.

Image
Þrýstijafnari undir aftursætum en loftkúturinn er í skottinu.

Image
Reif miðjustokkinn frá og búinn að stilla þessu upp eins og ég vill hafa þetta og byrjaður að þrýstiprófa.

Image
Búinn að stilla þessu endanlega upp og byrjaður að raða saman innréttingunni.

Image
Svona lítur þetta svo út endanlega frágengið, "haldföngin" á lokunum sjást hérna vel, þessi vinstra megin (aftari) er notaður þegar hleypt er í dekkin og þessi hægra megin (fremri) er notaður þegar hleypt er úr. Mælarnir felldir ofan í stokkinn þar sem klinkhólfið var áður.

Image
Loftkistan (máluð svört) er svo ofan í þessu hólfi undir handfanginu fyrir handbremsuna en ég tók úr plastbotninum til að til að hægt sé að koma plötunni sem lokar stokknum fyrir. Á myndina vantar lögn frá kistunni að 0-5 PSI mæli sem ég ætla að hafa "lausann".

Image
Lagði lagnir að öllum hjólum á bak við innréttinguna og inn í vélasalinn annars vegar og skottið hins vegar og boraði svo fyrir þiltengi í gegnum innra brettið og fyrir öðru þiltengi í brettakantinn.

Image
Felgurnar tilbúnar og hérna er ég búinn að tylla þessu saman fyrir jafnvægisstillinguna á dekkjunum. N1 voru þeir einu sem gátu jafnvægisstillt fyrir mig með búnaðinn á felgunum !

Image
Dekkin komin undir allt klárt. Byrjaði á því að máta 85cm slöngur en þær reyndust of stuttar þega ég teygði á honum í fullri beygju þannig að ég ætla að byrja með 95cm langar slöngur.

Image
Aftan

Image
Framan
Síðast breytt af AgnarBen þann 16.nóv 2012, 00:06, breytt 1 sinni samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2468
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Cherokee XJ - Breytingar fyrir 39,5"

Postfrá hobo » 07.nóv 2012, 17:01

Þetta er skrambi flott, ber ekkert á þessu inn í bíl en samt með góðu aðgengi að krönum.


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir