Litla Navörugreyið


Höfundur þráðar
Snæri
Innlegg: 12
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

Litla Navörugreyið

Postfrá Snæri » 28.okt 2024, 21:53

Núna nýverið eignaðist ég Navöru. Hugmyndin var alltaf að finna D40 navöru annaðhvort með framenda úr titan bílnum eða þá swappa sjálfur, en þar sem ég ákvað að halda bílnum í krónuflokknum virtist það ekki vera í boði nema þá að að fá eitthvað sem var búið að keira hringinn í kringum hnöttin 20 sinnum, eða þá svo haugryðgaða að það lá við að bíllinn héngi saman á lakkinu og þrjóskunni einni saman.

úr því var þessi "stiku fallegi" D22 bíll sem hafði verið 35" breytt af óþekktum einstaklingi einhverntíman á síðustu 19 árum.
Ef einhver þekkir til sögu þessa bíls, þá má endilega deila með mér öllu sem hefur verið gert, þetta er bíll sem er upprunalega úr hinum fallega eyjafirði, en hefur haft þá ólukku í að lenda hérna í sandpæklinum fyrir nokkrum árum síðan.


front.jpg
front.jpg (551.22 KiB) Viewed 11128 times

rear.jpg
rear.jpg (2.79 MiB) Viewed 11128 times

interior.jpg
interior.jpg (1.02 MiB) Viewed 11128 times



Eins og ég kom að hérna áðan þá lýtur hann þokkalega út af utan ef þú stendur í stiku fjarlægð. Seljandinn er eflaust ánægður með það að ég hafi samþykkt að skoða hann í skammdeginu.

Vél gengur þokkanlega þrátt fyrir kraftleysi og það var víst búið að skipta um stanga og höfuðlegur, og þ.a.l. fyrirbyggja þetta leiðinda mál með þessar YD25 vélar sem áttu til að losa stangaboltana.

búið var að skipta út headunitinu úr kasettu spilaranum yfir í eitthvað annað nýtískulegra sem reyndar passaði engann veginn í brakkettið og hékk fronturinn því eitthvað asnalega á þessu. fronturinn var tekin af og þá leyndist fyrir aftan þessi fíni spennumælir. veit varla hvaða gagni hann hefur átt að gegna svona falinn bakvið innréttinguna. síðan neðst á frontinn var búið að mixa lítinn aignep loftloka, bíllinn er hvorki með loftlæsingar, loft pressu né úrhleypingarbúnað... þarf líklega að leggjast í það að fara að rekja þetta dæmi, það er þó allavegana búið að leggja 8mm loftrör uppí mælaborð ef til kemur að setja úrhleypibúnað í framtíðinni (þ.e.a.s ef þetta rör liggur frammí húdd eða aftur í skúffu)

console.jpg
console.jpg (2.68 MiB) Viewed 11128 times

air valve.jpg
air valve.jpg (556.29 KiB) Viewed 11128 times

diff.jpg
diff.jpg (2.15 MiB) Viewed 11128 times



Það eru svosem engin stór breytingar plön fyrir þennan bíl í augnablikinu,aðalega bara laga það sem hefur slappast niður. reikna með að halda honum á 35" fyrst um sinn. þessi helsti to-do listi væri þá eitthvað svona.

[X] Rekja þessar loftlagnir
[X]skipta út headunittinu, mögulega koma fyrir android/gps uniti fyrir í brakkettinu.
[V] laga innréttingu og bólstra sæti. - Hálfklárað
[X] Laga púst, Pústið er farið í sundur rétt fyrir framan öftustu upphengju, þar sem það er bara hálfur meter útí púststút eru engin civic hnakkahljóð úr honum enþá, er því ekkert að stressa mig á þessu fyrren það nálgast skoðun.
[ ] setja nýja kastara á rollubanann (7 eða 9"?), það eru 2 vinnuljós sem hafa verið dragbönduð á hann, og þau lýsa bara í þá átt sem þeim hentar að hverju sinni
[ ] hann er frekar óstöðugur í stýri, mig grunar að idler-armurinn sé boginn, en hönnuninn á þessu systemi er pínu kjánaleg, drag-linkurinn er með spindilkúli sem er fest við pitman arminn, þetta veldur því að við mikið hliðar snýst uppá idler arminn og skekkir hann, og stýris endinn fer þá að rekast í grindina. pælingin er að bora út kóninn á draglinknum og annaðhvort nota öfluga legur eða rennan fóðringu úr álbronsi, og taka þannig spindilkúlumekaníkina í burtu. eitthvað svipað og grassroots4x4 eru að gera (https://www.grassroots4x4.com/product-p ... centerlink)
[ ] Rekja upp aukarafkerfið, búið er að leggja rafmagn enda á milli, og mikið af því, en frágangurinn er vægast sagt hræðilegur, ómerktir vírar þvers og kruss út um allan bíl innan um allar klæðningar. frágangurinn og "öryggjaboxin" eru vægast sagt ógnvekjandi
[ ]koma fyrir via air dælu og kút.
[ ] endurnýja vindustangir, það er búið að murka allt líf útur þessum stöngum
[ ] bæta við útihitamæli, þetta er eflaust fyrsti bíll sem ég hef setið í sem hefur engann útihitamæli.. eða kannski var hann í original head-unittinu?
[ ] massa og bóna og reina að fríska upp útlitið á honum, og hreinsa burt ryð á afturstuðara.
[ ] Sjá hvort 35" dekk passi í varadekksfestinguna, eins og er þá hangir dekk af orginal stærð undir honum og 35" varadekk liggur laust aftur á palli.


varla to-do, meira svona "hef augun opin"
[ ] skoða mögulega aðra afturhásingu - H233 ætti að vera plögg-and-play, sé til hvort verður linkað í leiðinni eða ekki.
[ ] Læsing(ar),er á LSD að aftan, virkar svona... oftast. mögulega fara í loft eða raflæst.
[ ]Vélaskipti - YD25DDTI er ekki beint mesta power-house í heimi, skoða mögulega VG/VH nissan vélar - seinnitímavandamál


Þessi to-do listi er til mjög langs tíma, og updeit í þessum þræði verða eflaust fá og langt á milli.
Síðast breytt af Snæri þann 19.jan 2025, 14:52, breytt 2 sinnum samtals.



User avatar

jongud
Innlegg: 2689
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Litla Navörugreyið

Postfrá jongud » 29.okt 2024, 08:26

Ef bíllinn er þetta máttlaus, þá væri kannski hægt að veðja á kínalæsingu frá HF. Verðið er 75 þúsund erlendis og ef maður fyndi eina slíka í Póllandi þá er flutningskostnaðurinn ekki upp úr þakinu. Mig minnir að ég hafi séð einhverja verslun í Póllandi með HF læsingar.
Annars er þetta fínn bíll í krónuflokkinn, og hann býður upp á þó nokkra möguleika.

User avatar

jongud
Innlegg: 2689
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Litla Navörugreyið

Postfrá jongud » 29.okt 2024, 08:28

...og svo fann ég verslun í Póllandi á 20 sekúndum...
https://ore4x4.pl/en/stores

User avatar

muggur
Innlegg: 367
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Litla Navörugreyið

Postfrá muggur » 29.okt 2024, 14:23

Þetta er áhugavert og góðar pælingar. Hér er greinilega verið að réttlæta ákveðna skynsemi í jeppabrasinu með því að koma ódýrum jeppa í gott stand og telja sér trú um að 35 tomma dugi í flest nema eitthvað jöklabras! Ég er ekki saklaus af slíkum ranghugmyndum, "so take it from me": Held að það sé bara best að hætta í sjálfsblekkingunni og fara bara strax í 40 tommur plús, 2007 kemur aftur sannaðu til!
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Höfundur þráðar
Snæri
Innlegg: 12
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

Re: Litla Navörugreyið

Postfrá Snæri » 29.okt 2024, 17:02

Sjálfsagt er það rétt hjá þér Muggur, er einmitt búinn að liggja mikið yfir þræðinum þínum með mikilli aðdáun, en já, spurning hvort lendingin verði ekki í 40+ fyrir rest. hef bæði átt 44" XJ cherokee, og 38" ZJ Grand þaning kannast við tilfinninguna um að vilja alltaf stærra og stærra. Er samt óviss hvort ég myndi fara þá í það að breyta þessum, eða þá að selja þennann og finna þá eitthvað hentugara.. það þarf allavegana eitthvað öflugara en þennan 2.5 diesel ketling ef það á að fara að snúa 42" tuðrum.
tíminn verður bara að leiða það í ljós. sýnist í fljótu bragði að mjóu 37" nankang(?) dekkin gætu sloppið með smá narti við fulla fjöðrun.
Ég er líka bara tiltölulega nýfluttur hingað á suðvestur hornið, og því margt óskoðað og keyrt áður en maður æðir uppá jökkla.

annars virðist þessi bíll vera töluvert léttari en ég reiknaði með og er ekkert langt frá GC-inum, m/v breytingavottorð er hann 1880kg, á þó eftir að fara á vigt og sannreyna það. þess má geta að ég átti 4-gen pajero á undan þessum í nokkrar vikur í sumar, og sá bíll óbreyttur var skráður 2310kg

jongud wrote:Ef bíllinn er þetta máttlaus, þá væri kannski hægt að veðja á kínalæsingu frá HF. Verðið er 75 þúsund erlendis og ef maður fyndi eina slíka í Póllandi þá er flutningskostnaðurinn ekki upp úr þakinu. Mig minnir að ég hafi séð einhverja verslun í Póllandi með HF læsingar.
Annars er þetta fínn bíll í krónuflokkinn, og hann býður upp á þó nokkra möguleika.


Það er góð pæling, vissi bara af þessum kínalásum á aliex sem nota sama vörunúmer og ARB, að vísu eru þær 90þús + 50 þús í shipping, þannig lendingin er ekkert ósvipuð original ARB hlutum,
skreið reindar undir kaggann í dag og vissulega er LSD að aftan, þarf bara að checka á olíu og diskum. leyfa þessu að vera LSD að aftan og setja loft að framan, eða er kanski lang best að henda bara í loft beggja vegna við fyrst maður er að þessu á annað borð.

gat enganveginn fundið hvar þessi loftslanga kæmi út, á endanum reif ég stokkinn frá og voru þetta þá ekki bara 2 30cm slöngustubbar sem fóru ekki neitt.
Rakst síðan líka á "digital tuningbox" í húddinu, ekki veit ég hvað þessi græja er að gera, en ef þetta er allt það afl sem er hægt að kreista úr vélinni með tuningi, þá er ég ansi hræddur um að hann fari ekki á mikið stærri dekk með þessari vél.

airtube.jpg
airtube.jpg (3.3 MiB) Viewed 11053 times

tuning chip.jpg
tuning chip.jpg (3.06 MiB) Viewed 11053 times


Höfundur þráðar
Snæri
Innlegg: 12
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

rafmagnsskemmtun

Postfrá Snæri » 12.nóv 2024, 19:25

Staðan á þessum hreifist eitthvað hægt, lítið annað en pjatt búið að vera í gangi, ekkert mekanískt gerst svosem, en ýmislegt í pípunum



Hljóðkerfið var eitthvað funky þannig renndi létt yfir það, 3 af 4 hátölurum ýmist sprungnir eða rifnir.
endaði á að velja 6.5" 60W RMS Helix PF component hátalara að framan og 6.5" 70W RMS Ground zero coaxial hátalara að aftan. þessir GZ voru eflaust algjört overkill að aftan, en upprunalegu hátalarnir eru extra grunnir 4" (á 6" flange), og það var ekkert allt of mikið val um svona grunna. með smá þrívíddarprenntun tókst að fá þetta til að fitta svona sæmilega. reikna með að keira þetta bara frá headunit-inu til að byrja með, sé svo til hvort ég græja magnara. Kaninn fékk víst bassakeilur undir afturbekknum í 1.st gen frontiernum sínum, það er líka pæling.
fyrst ég var að vinna í hurðaspjöldunum á annað borð ákvað ég að kippa tau áklæðinu af og klæða þau upp á nýtt, notaði tækifærið líka til að raða flasningateipi(tjöruborða) innaní hurðina til smá hljóðdempunar... enda er það eins og að sitja inní 200L olíutunnu að keyra þennann traktor.

hatalarar.jpg
hatalarar.jpg (3.45 MiB) Viewed 10640 times


það var síðan búið að splæsa í eitthvað no-name tæki, þegar ég skrúfaði það úr kom þetta fallega neistaflug. Sá sem setti þetta tæki í hefur eitthvað verið ílla við jarðtengingar og var búinn að klippa á jarðsambandið í ISO loom-inu og teipa fyrir.
Með engann jarðvír til staðar, þá verður "húsið" á headunitinu "hot" og tækið fúnkeraði að einhverju leiti þar sem það fékk jarðsamband í gegnum skrúfuna sem festir tækið. nota bene, Volume takkinn á tækinu sjálfu var úr áli, og það mældust 12volt milli volume takkans og boddý bílssins efalust ekki mikill straumur á bakvið. útskýrir kanski afhverju tækið funkeraði svona illa, ekki það að gamla tækið virkaði eitthvað merkilegt miðað við componentana í því.
Skipti þessu tæki út fyrir skjátæki sem keyrir á opnu android, get því keyrt flest .apk öpp og get jafnvel splittað skjánum og haft oruxmap á helming og torque OBDII mónitór hinumeginn, skjárinn er "floating" þannig það er hægt að hreyfa hann og snúa honum töluvert (þannig skjárinn fer ekki fyrir AC nema í lægstu stöðu) , ættla að prufa þetta eitthvað til að byrja með. í versta falli skipti ég þessu út fyrir single din tæki og þá losnar eitt din slott fyrir vhf stöð


gamla utvarp.jpg
gamla utvarp.jpg (2.64 MiB) Viewed 10640 times

skjar.jpg
skjar.jpg (1.35 MiB) Viewed 10640 times


ljósið í mælaborðinu var síðan orðið frekar dauft, kipti því af og kom þá í ljós að settar höfðu verið 1.5W perur í stað 3W sem eiga að vera, og þar að auku vantaði allveg perurnar fyrir vinstra stefnuljósið og háaljósið, og það sem verra var að sá sem þetti gerði hafði tekið sökklana úr, sökklarnir eru mikið verðmæti, en nissan rukkar 5þús fyrir stykkið... að vísu til í stillingu á 400kall stykkið. fann reyndar ekki 3W peru bara þessar 1.5W, fékk bara nokkrar LED í staðin frá Ali frænda, koma vonandi með vorskipinu.
maelabord.jpg
maelabord.jpg (1.58 MiB) Viewed 10640 times



annars hefur ekki gefist jafn mikill tími í dund og ég hefði óskað, á enþá eftir að klára að ganga frá farþega hurð að framan, reyni að koma með myndir af bólstrun og hljóðdempunarfrágangi þar þegar ég klára, er að klára að 3d prenta festingar og annað fyrir það.

varðandi pústið, þá ætlaði ég að kippa því af og sjóða nýjann stút á , en í hvert skipti sem ég snerti það til að reyna að losa, þá hrökk það bara í sundur á nýjum stað. svona er það víst að búa í Reykjavík segja þeir mér sem eru uppaldir hér.. reikna með að ég fari bara með bílin til Einars á smiðjuveginum og láti hann skoaða þetta, fann hvergi >2,5" rústfrítt kerfi fyrir 2.5 diesel mótorinn nema í ástralíu, og bara flutningsgjaldið er liggur við kaupverð bílsins.

planið er síðan að halda áfram að leita uppi rafmagnsdrauga, búinn að finna þónokkrar groundloopur og furðulegheit, svo sem rely sem dangla bara í vírum aftur í palli og vírar sem eru bara snúnir og teipaðir saman.
sótti mér marine 11-way/6-way öryggja/rely box sem ég á eftir að koma fyrir á pallinum, hentar vel fyrir pressuhugleiðingarnar sem maður er í, meðal annars 2stk 9 lítra firestone kúta og eina hálfslappa viair 450c dælu, ætla að sjá hvort ég geti ekki hresst uppá þessari dælu og fundið aðra samskonar með.

User avatar

jongud
Innlegg: 2689
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Litla Navörugreyið

Postfrá jongud » 13.nóv 2024, 08:26

Úr því að þessi var í Eyjafirðinum og flutti suður er um að gera að athuga RYÐ í undirvagninum.
Það er vel að merkja ókeypis ryðskoðun hjá Classic Garage í nóvember og desember og miklir fagmenn sem vinna þar.


Höfundur þráðar
Snæri
Innlegg: 12
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

Re: Litla Navörugreyið

Postfrá Snæri » 13.nóv 2024, 16:12

Já hef einmitt kíkt á Nuno í classic nokkrum sinnum áður í öðrum erindagjörðum. hugmyndin var að renna við hjá honum áður en ég færi með hann í pústskipti í næstu götu fyrir ofan.


Annars eru dekkin að verða svoldið lúin. Það er búið að taka þessa dekkjaumræðuna margoft á þessu spjalli, en oftast í sambandi við stærri dekk (38+).
hvað segja menn um 35"? er 15" felgan að detta út þar líka og 35x12.5x17 & 315/70/17 að koma inn í staðin á 11" breiðar felgur?

eða eins og Muggur benti á, þá er alltaf aftaní hnakkanum á manni hugsunin um að fara bara í 38+ og ekkert múður... fæ lánuð dekk einhverntíman á næstu dögum og máta og sé til hversu mikið ég þarf að færa draslið fram. er því miður ekki lengur með aðstöðu til að fara í stórfelldar aðgerðir eins og er, líklega myndi skeyta því saman með hásingavæðingu ef það þarf að hliðra mikið fram.

User avatar

jongud
Innlegg: 2689
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Litla Navörugreyið

Postfrá jongud » 14.nóv 2024, 08:12

Snæri wrote:Já hef einmitt kíkt á Nuno í classic nokkrum sinnum áður í öðrum erindagjörðum. hugmyndin var að renna við hjá honum áður en ég færi með hann í pústskipti í næstu götu fyrir ofan.


Annars eru dekkin að verða svoldið lúin. Það er búið að taka þessa dekkjaumræðuna margoft á þessu spjalli, en oftast í sambandi við stærri dekk (38+).
hvað segja menn um 35"? er 15" felgan að detta út þar líka og 35x12.5x17 & 315/70/17 að koma inn í staðin á 11" breiðar felgur?

eða eins og Muggur benti á, þá er alltaf aftaní hnakkanum á manni hugsunin um að fara bara í 38+ og ekkert múður... fæ lánuð dekk einhverntíman á næstu dögum og máta og sé til hversu mikið ég þarf að færa draslið fram. er því miður ekki lengur með aðstöðu til að fara í stórfelldar aðgerðir eins og er, líklega myndi skeyta því saman með hásingavæðingu ef það þarf að hliðra mikið fram.


Það er ennþá nóg til af 35 tommu jeppadekkjum fyrir 15 tommu felgur, óþarfi að fjárfesta í felgum líka.
Persónulega myndi ég halda mig í litlu deildinni á 35-tommum og vera ekki að fara í eitthvað stærra á þessum bíl. Safna frekar fyrir einhverju sem er stærra og öflugra í grunnin.


Höfundur þráðar
Snæri
Innlegg: 12
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

Re: Litla Navörugreyið

Postfrá Snæri » 30.des 2024, 22:42

Lítið búið að gerast undanfarið , svo virðist sem að verkviljinn minnki eftir því sem daginn tekur að stytta, og hef ég eginlega verið bara að sanka að mér drasli fyrir frammtíðarplön.

Smíðaði upp pústgreinina frá túrbínu og aftur, og renndi með hann til Classic. Grindin fékk 10/10 einkun og var undirvagning því kvoðaður... og ekki sparaði hann rollu feitina, liggur við að manni kvíði við að þurfa að snerta þetta í vor.

Fékk síðan gefins 9 1/8" hásingu úr ameríkubíl og 8" framdrif sem eru hér-um-bil plug and play, þarf bara að finna lægri hlutföll þar sem orginal hlutföllin (1:4.625) eru svona ívið það tæpasta fyrir 35 tommuna.

Annars er ég aðallega búinn að vera að keyra bílin eins og hann er til að átta mig alminnilega á því hverju ég vill forgangsraða fyrir næstu skref.

Eyddi jólunum fyrir norðan og við skelltum okkur nokkrir saman í laugafellið og sá littli stóð sig skemmtilega vel m/v stærð og var ekkert ógurlega mikill dragbítur með 38 og 40" bílunum. lennti reyndar í svaka whoops-u á leiðinni og það eitthvað hefur skrölt rosalega síðan sem mér gengur enganveginn að finna uptökin á. annars er næsta littlubílaferð 4x4 í Apríl ef ég skil rétt, og er stefnan tekin á að klára meira smotterí fyrir það og renna með þeim áður en farið verður í stærri framkvæmdir.

Nyjar perur I maelabord.jpg
Nyjar perur I maelabord.jpg (545.52 KiB) Viewed 8885 times

feiti ad aftan.jpg
feiti ad aftan.jpg (3.26 MiB) Viewed 8885 times

ekki verid ad spara feitina.jpg
ekki verid ad spara feitina.jpg (4 MiB) Viewed 8885 times

eins og hann stendur i dag.jpg
eins og hann stendur i dag.jpg (1.07 MiB) Viewed 8885 times


Höfundur þráðar
Snæri
Innlegg: 12
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

yfirferð fyrir skoðun og frammdrifspælingar.

Postfrá Snæri » 19.jan 2025, 14:40

Þar sem styttist í skoðun var ýmislegt sem þurfti að yfirfara.

Slökkvitækið sem kom með bílnum var með síðustu skoðun 2012, og sjúkrapúðinn var bara búið að troða plastpoka inní til að hann virkaði fullur.
Ég sá flottan sjúkrakassa í þræðinum hanns Muggs þannig að ég skellti mér í þannig ásamt að bæta við SAM álspelku efni og Blizzard teppi. teppið kemur sem betur fer vel vacuum pakkað þannig að það fer lítið fyrir því. sótti síðan akrýlplast plötu og græjaði brakkett fyrir þetta sem festist fyrir aftan afturbekkin, ásamt því að endurnýja slökkvitækið.
Plexi_matun.jpg
Plexi_matun.jpg (2.39 MiB) Viewed 8080 times

brakkett fest.jpg
brakkett fest.jpg (2.84 MiB) Viewed 8080 times

uppsett.jpg
uppsett.jpg (496.38 KiB) Viewed 8080 times


Spindlar, fóðringar og legur virðast vera sæmilegar, keypti mér síðan D-lás í prófílbeislið ásamt spottalásum og teygjuspotta

d-las.jpg
d-las.jpg (1.18 MiB) Viewed 8080 times



Varðandi framdrifspælingarnar, M205 drifið sem ég var búinn að eignast var eins nálægt plug-and-play / bolt on og það gæti verið og , en því miður ekki mikið after-market support og þ.a.l. ekki til þau hlutföll sem mig langar í, að mér sýnist þá er 4.56 það lægsta sem ég gat séð, en ég stefni á að fara allavegana í 5.14.

Rakst síðan á fyrir slysni einn Nissan Titan eiganda sem var til í að skipta við mig, hann fengi M205 drifið í skiptum fyrir Dana60 drif sem hann sagðist eiga. Ég sá fyrir mér að ég gæti skorið kúluna frá og smíðað flotta D60 eða Jana 76 miðju úr þessu.
aam 925.jpg
aam 925.jpg (1015.89 KiB) Viewed 8080 times


þegar ég mætti síðan til að sækja gripin var mér afhennt þetta, útlitslega séð mætti eflaust rugla þessu saman við D60, en þetta er AAM 9.25" drif, líklega úr dodge RAM, og því miður er ég álíka vel settur með það og Titan framdrifið þegar kemur að úrvali drifhlutfalla.
Datt í hug að skella þessu samt í fræsarann og fórna drifinu í að gera tilraunir með að smíða stakstæða drifkúlu en drifið fann eiganda sem gat nýtt það as-is áður en úr því varð.

Allt þetta er tilkomið vegna tilrauna til að halda í sjálfstæðu fjöðrunina, og er ég því á höttunum á eftir D44 (úr ford skærahásingabíl)/d60/ford 9" miðjum.
Rökréttast væri að gefast upp á IFS og fara bara í rör. Wagoneer 1980-1991 væri þá einfaldasta swappið, en grunar að menn sitji á þeim eins og drekar á gulli ef það sé eitthvað eftir af þeim.

User avatar

jongud
Innlegg: 2689
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Litla Navörugreyið

Postfrá jongud » 19.jan 2025, 16:45

Hvernig myndi framköggull úr Ford F150 passa? Yrði það of breitt? Það er hægt að fá 5.13 hlutfall í þann köggul og það eru flangsar á öxlunum þar sem þeir koma út úr kögglinum. Þetta er Ford 8.8 og með háum pinjón þannig að það ætti að vera álíka sterkt og Dana 44.


Höfundur þráðar
Snæri
Innlegg: 12
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

Re: Litla Navörugreyið

Postfrá Snæri » 19.jan 2025, 21:31

Var reyndar ekki búinn að skoða það drif, bara Dana44 drifið sem að f150 bílarnir komu með í TTB útfærslunni, núverandi drif er með flöngsum inn og út eins og gamli musso og ég veit að einhverjir voru búnir að smíða þannig kúlu á þá.

Er ekki alveg búinn að ákveða loka staðsettningu á drifinu, en mig langar að færa það framar og nær miðju ef pláss leyfir.
það er eitthvað vitlaust við núverandi upsettningu, veit ekki hvort það séu aðrar spyrnur/spyndill eða stýrisendi en original, eða að það sé skekkja í einhverju sem ég er ekki að sjá. Allavegana er töluvert bumpsteer, eða u.þ.b. 7°hvora leið.. sem skýrir afhverju hann verður svona leiðinlegur í stýri stundumm og scrub-radíusinn er bæði stór og neikvæður, þarf líklega að endursmíða annaðhvort spyrnur,spindil eða bæði.

það ætti að fara að rýmkast um á verkstæðinu á næstu vikum og þá get ég tekið hann inn og farið að skoða þetta af viti.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Litla Navörugreyið

Postfrá StefánDal » 19.jan 2025, 22:05

Ég á hásingar undan Wagoneer. 4.56 hlutföll og no spin að framan og aftan. Þeas ef þú vilt fara þá leiðina.


Höfundur þráðar
Snæri
Innlegg: 12
Skráður: 23.sep 2024, 18:32
Fullt nafn: Birkir J

Re: Litla Navörugreyið

Postfrá Snæri » 20.jan 2025, 08:46

80-91 módelið? sem sagt drifkúlan bílstjórameginn og ekkert vacuum disconnect. Mátt endilega senda mér verð í framdrifið ef þú vilt selja stakt, drifið sem ég er með að aftan er töluvert sterkara en D44 þannig þarf það ekki.

Hvernig er Dana44 annars að reynast mönnum á 40"? er það kannski í veikari kanntinum. Navaran er í svipuðum flokki og Hilux og L200 varðandi þyngd/stærð


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur