Tacoma 2005

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 27.aug 2022, 15:58

...
Síðast breytt af jongud þann 27.aug 2022, 16:01, breytt 2 sinnum samtals.



User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 27.aug 2022, 16:01

Loksins eitthvað að gerast hjá manni. Reddaði gegnumtökum fyrir brettakanntana og boraði fyrir þeim.
Taco55.jpg
Gegnumtök og slöngur
Taco55.jpg (164.11 KiB) Viewed 26956 times

Taco56.jpg
Verkfærin tilbúin
Taco56.jpg (290.65 KiB) Viewed 26956 times

Taco57.jpg
Mælt fyrir
Taco57.jpg (130.41 KiB) Viewed 26956 times

Taco58.jpg
Kominn í
Taco58.jpg (131.56 KiB) Viewed 26956 times

User avatar

muggur
Innlegg: 362
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Tacoma 2005

Postfrá muggur » 27.aug 2022, 18:47

Gaman að fylgjast með þessu, sérstaklega þar sem ég er í svipuðum pælingum. Hvernig úrhleypibúnað ætlarðu að vera með: handvirkan, Stýrivélaþj eða Sölva?
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 28.aug 2022, 10:46

muggur wrote:Gaman að fylgjast með þessu, sérstaklega þar sem ég er í svipuðum pælingum. Hvernig úrhleypibúnað ætlarðu að vera með: handvirkan, Stýrivélaþj eða Sölva?


Ég verð með handvirka kistu, ef þú ferð á bls. 3 á þessum þræði þá sérðu mynd af henni.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 04.sep 2022, 19:10

Tosast aðeins áfram í loftkerfinu;
Loftdælan tengd eins og hún á að vera, kúturinn tengdur með gegnumtak við dæluna, og lögnin að honum varin með hlífðarkápu.
Lofttengið að framan verður ofan í húddinu, ómögulegt að hafa það í saltinu í stuðaranum.
Ef rýnt er í myndina af loftdælunni sést ein 8mm slanga fara bakvið festinguna og gegnum stóra gatið á bakvið hana út í brettið.
Taco61.jpg
Lofttengið að framan
Taco61.jpg (110.37 KiB) Viewed 26743 times

Taco60.jpg
10mm gegnumtak í pallinum og rör í kútinn
Taco60.jpg (54.12 KiB) Viewed 26743 times

Taco59.jpg
Loftdælan tengd fram í tengi og aftur í kút
Taco59.jpg (180.02 KiB) Viewed 26743 times

Taco63.jpg
Sama hlífðarkápa þar sem rörið í kútinn fer uppmeðfram pallinum að framan
Taco63.jpg (63.03 KiB) Viewed 26743 times

Taco62.jpg
Hlífðarkápa um rörið aftur í kút
Taco62.jpg (157.11 KiB) Viewed 26743 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 22.okt 2022, 18:30

...lítið gerst að undanförnu vegna meiðsla, en ég hafði mig í það að staðsetja og bora fyrir ventlakistunni og 2 af 6 slöngum í hana. Þarf að fá tvö 10mm vinkilhné áður en ég bora fleiri.
Taco66.jpg
Taco66.jpg (506.15 KiB) Viewed 26115 times

Taco65.jpg
Taco65.jpg (5.29 MiB) Viewed 26115 times

Taco64.jpg
Taco64.jpg (3.12 MiB) Viewed 26115 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 08.jan 2023, 13:22

Aðeins að fikta og læra á loftmælana. Reyndar mæla þeir bara mun upp á 0,5 psi, en það ætti að vera nógu nákvæmt.
Taco 68.jpg
Taco 68.jpg (124.32 KiB) Viewed 25711 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 10.jan 2023, 19:23

Ákvað að nota fjóra loftmæla, einn fyrir hvert dekk.
Fór í FabLab uppi í Breiðholti og fékk fína hjálp við að hanna og prenta festingu.
Taco69.jpg
Taco69.jpg (81.19 KiB) Viewed 25616 times

Taco 70.jpg
Taco 70.jpg (171.32 KiB) Viewed 25616 times

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1229
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Tacoma 2005

Postfrá StefánDal » 11.jan 2023, 22:40

Þetta er flott. Ég er í svipuðum pælingum hvað varðar loftkerfi og úrhleypibúnað.
Geturu sett inn mynd sem útskýrir kerfið hjá þér?

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 12.jan 2023, 08:28

StefánDal wrote:Þetta er flott. Ég er í svipuðum pælingum hvað varðar loftkerfi og úrhleypibúnað.
Geturu sett inn mynd sem útskýrir kerfið hjá þér?


Hérna er gróf mynd, dæla frammi í húddi, kútur aftur á palli og stútur undir húddinu og annar aftur á palli.
Dælan er með stjórnloka sem slær út við 110 psi.
Kúturinn er með 120 psi. yfirþrýstingsventil til öryggis.
Á slöngunni milli dælu og kúts verður té sem liggur að kistunni milli sætanna.
Kistan er með sérstakan yfirþrýstiventil upp á 35 psi. þannig að dekk verði ekki í hættu.
Tveir 3/8" kúlulokar á kistunni stjórna því hvort loft fer út eða inn.
Fjórir 1/4" kúlulokar stýra hvort það er opið frá kistu og út í dekkin fjögur.
Fjórir Panasonic dp-002 þrýstimælar sjá um að fylgjast með þrýstingnum á hverju dekki.

loftkerfi.jpg
loftkerfi.jpg (4.25 MiB) Viewed 25501 time

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1229
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Tacoma 2005

Postfrá StefánDal » 12.jan 2023, 13:49

Takk fyrir þetta

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 17.jan 2023, 17:15

Ruglaði gatasetningunni á fyrstu útgáfu. Miðaði við festingu fyrir eldri gerð af mælum sem voru stærri.
En önnur útgáfa heppnaðist vel.
Taco 71.jpg
Taco 71.jpg (134.21 KiB) Viewed 25319 times

Taco 72.jpg
Taco 72.jpg (113.54 KiB) Viewed 25319 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 21.jan 2023, 15:01

Enn að reyna að finna hvar leiðir út. Það virðist vera eðlilegt að nýlegir bílar seú að nota 0,2A (200 milliamper) þegar þeir standa. Hins vegar virðist ARB kerfið sem tengist læsingadælunni leiða út um 100 milliamper í viðbót. Þannig að sá leki er líklega fundinn. Næst er að athuga hvar útleiðslan er.
Nákvæmur 0-500 milliampera mælir er sniðugur til að elda svonalagað uppi. Ampertöng er of ónákvæm.
Taco73.jpg
Sniðugur til að mæla útleiðslu
Taco73.jpg (680.77 KiB) Viewed 25206 times

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1229
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Tacoma 2005

Postfrá StefánDal » 21.jan 2023, 22:19

Þetta er frábært. Hvaðan koma svörtu loftmælarnir?

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 22.jan 2023, 09:26

StefánDal wrote:Þetta er frábært. Hvaðan koma svörtu loftmælarnir?

Þeir voru keyptir á Ebay á 27$ stykkið, nákvæmnin er upp á 0,5 psi sem ætti að vera nóg.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 27.jan 2023, 18:34

jongud wrote:Enn að reyna að finna hvar leiðir út. Það virðist vera eðlilegt að nýlegir bílar seú að nota 0,2A (200 milliamper) þegar þeir standa. Hins vegar virðist ARB kerfið sem tengist læsingadælunni leiða út um 100 milliamper í viðbót. Þannig að sá leki er líklega fundinn. Næst er að athuga hvar útleiðslan er.
Nákvæmur 0-500 milliampera mælir er sniðugur til að elda svonalagað uppi. Ampertöng er of ónákvæm.
Taco73.jpg


OK, 200 miliamper er bara fyrst eftir að maður hefur drepið á. Tölvurnar fara svo að sofa hver af annarri og eftir 1-2 tima er straumnotkunin komin niður í 20 milliamper sem er skv. nokkrum spjallþráðum eðlilegt. Þannig að nú er bara að athuga nákvæmlega hvað í ARB læsingarkerfinu er að leiða út.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1919
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Tacoma 2005

Postfrá Sævar Örn » 27.jan 2023, 23:16

Sæll Jón nú skil ég ekki alveg, er hann að tæma geymi vegna 0.02A útleiðslu?
Það er þá eitthvað undarlegt, skjátlist mér ekki upprifjunin í rafmagnsfræðinni ætti það að taka 75Ah geymi sem dæmi um það bil 150 daga að tæmast við 0.02A notkun

(75Ah/0.02A=3750 klst) 3750klst/24klst= 156 dagar

Ég mældi minn Hilux að gamni, eftir 4 daga kyrrstöðu þá er straumnotkun skv. AVO mæli 0.06A en í honum eru 2 stórir geymar að samanlögðu 175A
(175/0.06=2916 klst) 2916/24= 121 dagur

Minn hilux hefur aldrei verið rafmagnslaus, og stendur gjarnan svo vikum skiptir ósnertur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 28.jan 2023, 09:48

Sævar Örn wrote:Sæll Jón nú skil ég ekki alveg, er hann að tæma geymi vegna 0.02A útleiðslu?
Það er þá eitthvað undarlegt, skjátlist mér ekki upprifjunin í rafmagnsfræðinni ætti það að taka 75Ah geymi sem dæmi um það bil 150 daga að tæmast við 0.02A notkun

(75Ah/0.02A=3750 klst) 3750klst/24klst= 156 dagar

Ég mældi minn Hilux að gamni, eftir 4 daga kyrrstöðu þá er straumnotkun skv. AVO mæli 0.06A en í honum eru 2 stórir geymar að samanlögðu 175A
(175/0.06=2916 klst) 2916/24= 121 dagur

Minn hilux hefur aldrei verið rafmagnslaus, og stendur gjarnan svo vikum skiptir ósnertur


Hann er ekki að tæma rafgeyminn í bili.
Ég tók ARB kerfið úr sambandi og síðan hefur hann ekki verið með neina stæla.
Mér þótti samt vissara að athuga vandlega hvað hann væri að taka mikið þegar hann stendur.
ARB kerfið þarf ég hins vegar að athuga betur. En mér finnst það ansi skrýtið það það leiði út af því að það fær straum frá lögn sem er bara virk þegar svissinn er á "ON".
En það gæti líka verið að ljósin í rofunum séu að leiða út. Þau fá strauminn frá lögn fyrir mælaborðsljósin.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 29.jan 2023, 11:30

Setti stóru loftdæluna af stað eftir að hafa tengt hana aftur við rafmagn. Var svo að taka dót af pallinum þegar ég heyrði smá suð frá kútnum. Það kom í ljós að pakkningin sem er á gengjunum á Viair botntöppum er ekkert sérlega góð, þannig að það þurfti að grípa rörateipið.
Taco74.jpg
Viair borntappi
Taco74.jpg (32.83 KiB) Viewed 24880 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 12.feb 2023, 16:20

Mikið komst í verk núna um helgina. Kláraði eiginlega alveg að leggja lofthlutan af úrhleypikerfinu, þá eru bara mælarnir eftir og að tengja eitt té á lögnina frá dælu.
Taco75.jpg
Ekki mikið að rífa, sætið og teppalistinn við hurðina
Taco75.jpg (3.35 MiB) Viewed 24632 times
Taco76.jpg
Þetta fína "grommet" í gólfinu og raflögn sem ég þurfti að fjarlægja, móg pláss.
Taco76.jpg (3.12 MiB) Viewed 24632 times
Taco77.jpg
Sma farþega megin, gæti rifið burt 110-volta lögnina enda enginn inverter í bílnum lengur
Taco77.jpg (5.35 MiB) Viewed 24632 times
Taco78.jpg
Þessi fína hlíf yfir 110v lögninni, nota hana áfram...
Taco78.jpg (6.02 MiB) Viewed 24632 times
Taco79.jpg
Borað fyrir síðustu slöngunum í stokkinn
Taco79.jpg (5.61 MiB) Viewed 24632 times
Taco80.jpg
Komið í, þurfti að snúa handfanginu á 2 krönum
Taco80.jpg (3.41 MiB) Viewed 24632 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 23.feb 2023, 17:25

Þetta tosast áfram, festi mælana og tengdi loftið í þá.
Þá er bara eftir að tengja þá við rafmagn og útvega spangir og hné.
Taco84.jpg
Nú er bara eftir að tengja við rafmagn
Taco84.jpg (93.38 KiB) Viewed 24366 times

Taco83.jpg
Smá fínvinna að koma raftengjunum fyrir, en gekk vel
Taco83.jpg (103.48 KiB) Viewed 24366 times

Taco82.jpg
Líklega snyrtilegast að draga í þarna í gegn
Taco82.jpg (95.1 KiB) Viewed 24366 times

Taco81.jpg
Nóg pláss undir glasahaldaranum
Taco81.jpg (90.98 KiB) Viewed 24366 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 24.feb 2023, 15:08

Það var kominn tími til að endurnýja GPS tæki. Spjaldtölvan er líklega 10 ára og gamla Magellan tækið sem ég hef verið með til öryggis er frá 1998.
Spjaldið verður sem áður nr. 1 en Garmin Zumo er hannað til að vera úti í rigningu og drullu á mótorhjólum og þolir allt að 10 stiga frost.
Vona samt að það verði aldrei svo kalt inni í bílnum.
Taco85.jpg
Nýtt GPS tæki "seller refurbished"
Taco85.jpg (4.88 MiB) Viewed 24281 time

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 24.feb 2023, 17:34

Prófaði að tengja mælana við rafmagn. Slöngurnar út í brettakanntana eru allavega þéttar. En það er einhver leki í dæluhlutanum, og líklega í kistunni.
Taco86.jpg
Prófun á mælum
Taco86.jpg (3.11 MiB) Viewed 24266 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 02.mar 2023, 18:43

Fékk úrhleypispangirnar frá Ísloft í dag. Passa svona líka fínt og tengið stendur varla neitt út úr felgunni.

Taco87.jpg
tilbúnar
Taco87.jpg (4.91 MiB) Viewed 24103 times

Taco88.jpg
Passa svona líka vel!
Taco88.jpg (4.65 MiB) Viewed 24103 times

Taco89.jpg
Tengið og kraninn nákvæmlega í flútti
Taco89.jpg (3.41 MiB) Viewed 24103 times

Taco90.jpg
Stendur svo til ekkert út
Taco90.jpg (9.55 MiB) Viewed 24103 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 03.mar 2023, 15:14

jongud wrote:
Axel Jóhann wrote:Hvernig er þessi dæla í samanburði við fini, t-max ofl, varðansi verð og loftmagn?

Verðið er svipað og Fini og Nardi nema hvað með þessari kemur pressustat, yfirþrýstventill, rofi og raflagnir fyrir tvo loftlása.
Ég veit ekki ennþá með loftmagnið, en býst við að mana einhverja í loftdælurallý á næstunni þegar lagnirnar verða tilbúnar hjá mér.


Lét loksins varða af því að prófa dæluna gegnum úrhleypibúnaðinn. Hún er eldsnögg að hlaða kútinn upp í 30 psi þannig að ef það er opið inn á kistuna opnast öryggislokinn þar (um 10 sekúndur). Svo mældi ég hvað hún er lengi með eitt dekk frá 12 upp í 26 psi. Það eru nærri sléttar tvær mínútur.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 03.mar 2023, 15:29

Maður er svo miklu afkastameiri þegar daginn fer að lengja. Kláraði að koma spöngunum fyrir, setti tvöfalda hlífðarbarka utan um loftslöngurnar í afturbrettunum, Þrýstiprófaði allt kerfið og fann fjóra leka;
Inntakið í kútinn lak (ekki treysta kínafittings sem kemur með þéttiteipi á sér)
Úttak úr téi við dæluna lak (ekki treysta kínafittings sem kemur með þéttiteipi á sér)
Kistan lak, ég hafði gleymt að setja rörateip á einar gengjur.
Eitt úrhleypihné lak með pakkdós, því verður reddað eftir helgi...
Taco92.jpg
Tvöfaldur barki í afturbretti
Taco92.jpg (137.43 KiB) Viewed 24056 times

Taco91.jpg
ekki spara hlífðarbarka!
Taco91.jpg (197.28 KiB) Viewed 24056 times

Taco93.jpg
Leki við kistuna, gleymdist að pakka
Taco93.jpg (122.29 KiB) Viewed 24056 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 13.mar 2023, 17:18

Fín ferðahelgi að baki, fór norður á Akureyri og prófaði jeppann loksins við fjölbreyttar aðstæður. Læsingarnar og úrhleypikerfið virkuðu mjög vel, fraus reyndar í einum felgukrana, en það lagaðist í næsta stoppi með því að halda utan um kranan í smá stund, en HELV, kalt í 12-14 stiga frosti!
40-tomman nartar vel í brettakanntana, og líklega verður hann hækkaður aðeins meira og kantarnir snyrtir til. Dekkin snerust aðeins utan á felgunum en ballanseringin er ekki alónýt, læt líklega líma dekkin á áður en önnur trix verða reynd. Það var farið alveg niður í sparipundin í einni púðurkistunni, 2 til 2,5 psi.
Taco95.jpg
Hvíta strikið var við kranan fyrir helgina
Taco95.jpg (248.6 KiB) Viewed 23754 times

Taco94.jpg
Nartar í kantana, þarna þarf að laga
Taco94.jpg (168.85 KiB) Viewed 23754 times

User avatar

muggur
Innlegg: 362
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Tacoma 2005

Postfrá muggur » 14.mar 2023, 09:41

Glæsilegt!!
Lenti líka í því að það fraus í krönunum hjá mér. Hitabyssa var þægileg í þeim aðstæðum.
Er með eins felgur og þú og lét valsa þær. Gerðir þú það við þínar? Engin alvöru reynsla komin á þetta hjá mér svo sem.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Tacoma 2005

Postfrá Axel Jóhann » 14.mar 2023, 12:08

muggur wrote:Glæsilegt!!
Lenti líka í því að það fraus í krönunum hjá mér. Hitabyssa var þægileg í þeim aðstæðum.
Er með eins felgur og þú og lét valsa þær. Gerðir þú það við þínar? Engin alvöru reynsla komin á þetta hjá mér svo sem.



Held þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því með Goodyear dekkin, ég er á 40" og þau haggast ekki þrátt fyrir að fara niður í 1-2 pund, ég er ekki búinn að láta valsa né lí a dekkin hjá mér.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 14.mar 2023, 17:00

Axel Jóhann wrote:
muggur wrote:Glæsilegt!!
Lenti líka í því að það fraus í krönunum hjá mér. Hitabyssa var þægileg í þeim aðstæðum.
Er með eins felgur og þú og lét valsa þær. Gerðir þú það við þínar? Engin alvöru reynsla komin á þetta hjá mér svo sem.



Held þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því með Goodyear dekkin, ég er á 40" og þau haggast ekki þrátt fyrir að fara niður í 1-2 pund, ég er ekki búinn að láta valsa né lí a dekkin hjá mér.


Ég lét ekki valsa felgurnar. Þegar ég keypti dekkin hjá ArcticTrucks vildu þeir meina að það hefði þurft það mikinn loftþrýsting til að setja þau á að það myndi sleppa. Ég býst við að prófa að láta líma fyrst áður en ég geri meira.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 15.mar 2023, 09:25

muggur wrote:Glæsilegt!!
Lenti líka í því að það fraus í krönunum hjá mér. Hitabyssa var þægileg í þeim aðstæðum.
Er með eins felgur og þú og lét valsa þær. Gerðir þú það við þínar? Engin alvöru reynsla komin á þetta hjá mér svo sem.


Ein spurning;
Hvernig hitabyssu ertu með? 12-volta eða gas?

User avatar

muggur
Innlegg: 362
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Tacoma 2005

Postfrá muggur » 15.mar 2023, 11:45

jongud wrote:
Ein spurning;
Hvernig hitabyssu ertu með? 12-volta eða gas?


Ég er með batterís 18V. Setti hana á lægri hitastillinguna til að byrja með en fór svo að freistast til að nota hærri stillinguna.

Það vildi svo til að hitabyssan var í bílnum þegar ég lenti í þessu veseni. Vildi ég gæti sagt að þetta hafi verið fyrirhyggja en svo var því miður ekki.
Viðhengi
0131CECE-FA6D-47A6-8CCC-1F6BB49C1C83.jpeg
0131CECE-FA6D-47A6-8CCC-1F6BB49C1C83.jpeg (2.81 MiB) Viewed 23565 times
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 11.maí 2023, 12:14

Það var kominn tími á pústið, og ákveðið að fara alla leið í ryðfrítt, 2,5" svert frá y-pípu og afturúr.
Einnig var pústið látið fara beint aftur þannig að rörið væri ekki utan í drullusokknum.
Taco96.jpg
Taco96.jpg (184.55 KiB) Viewed 23052 times

Taco95.jpg
Taco95.jpg (248.26 KiB) Viewed 23052 times

Taco97.jpg
Taco97.jpg (106.92 KiB) Viewed 23052 times


Kalli
Innlegg: 411
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Tacoma 2005

Postfrá Kalli » 13.maí 2023, 13:17

Hvern léstu smíða ryðfría pústið ?

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 13.maí 2023, 14:12

Kalli wrote:Hvern léstu smíða ryðfría pústið ?


True Performance


Kalli
Innlegg: 411
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Tacoma 2005

Postfrá Kalli » 14.maí 2023, 17:36

Takk.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 30.maí 2023, 17:11

Smá uppfærsla.
Áður en ég lét smíða pústið fór ég með jeppann í undirvagnsþvott til Classic Garage. Vildi ekki leggja það á mig eða neinn annann að vinna í undirvagninum útötuðum í drullugri feiti.
Fór nú ekki betur en svo að þegar ég var að aka úr Kópavoginum gaus upp þvílík bræla og reykjarmökkur stóð upp úr húddinu.
Ég beygði inn á næstu bensístöð og lagði vel fjarri bensíndælum og gaskútum, og snaraðist út með slökkvitækið og skrúflykil í höndunum og kippti af mínuspólnum. Fór síðan að leita að eldi. Sá enga loga en reykurinn og brælan kom frá hvarfakútnum farþegamegin. Þegar versti mökkurinn fauk frá sá ég að slatti af feitinni hafði skolast ofan á hvarfakútinn.
Ég leyfði brælunni að minnka og ók svo heim. Enginn reykur að ráði en það var andsk! bræla upp úr húddinu næstu tvær vikurnar.
Síðan fór maður með hann í pústsmíði um miðjan mánuðinn og nú um hvítasunnuna var loksins nógu þurrt til að maður gæti pússað, grunnað og lakkað grindina þar sem eitthvað ryð var sjáanlegt.
Taco96.jpg
Búið að pússa og grunna
Taco96.jpg (101.49 KiB) Viewed 22533 times

Taco97.jpg
Búið að pússa og grunna
Taco97.jpg (195.57 KiB) Viewed 22533 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 09.júl 2023, 10:03

Renndum upp í Sultarfit, tók bara 3 tíma úr bænum. Á þessum dekkjum étur Tacoman þvottabretti þegar búið er að mýkja niður í 16 psi.

hálfvitaminnispunktur;
Það er betra að loka fyrir kranana í úrhleypingarkistunni ef það á að pumpa í dekk!

DSC_1729.JPG
DSC_1729.JPG (9.27 MiB) Viewed 22057 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 10.júl 2023, 11:24

Borskrúfurnar tvær sem héldu dælunni gáfu sig. Setti aðrar til bráðabirðgða og keypti sverari. Spurning hvort þetta endi í hnoðróm?
Taco98.jpg
Taco98.jpg (159.76 KiB) Viewed 22007 times

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Tacoma 2005

Postfrá jongud » 17.júl 2023, 13:36

Hvað er þetta með mig, Kjalveg og afturrúður?
Önnur læsingin á afturrúðunni á pallhýsinu gaf sig á leiðinni yfir Kjalveg og Illahraun inn í Setur.
Taco99.jpg
Taco99.jpg (93.82 KiB) Viewed 21872 times


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur