1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36" 22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu) kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með 1kz-te Kv Hilmar
Jæja nú er búið að fara jómfrúarferðina, vetrarhátíð 4x4. Var full metnaðarfullur og tók alla famelíuna með og hundinn líka :)
Gekk virkilega vel framanaf, mjög ánægður með vinnsluna og fjöðrunina, drifgetan líka mjög fín en var ekki með neina lása virka.
Það sem klikkaði: Sauð á honum við jökulsporðin, sánefnilega stelpu með myndavél sem var að taka video og þá varð auðvitað að taka apparatið til kostana, sem gekk rosavel þar til allt fór að pípa og gufa útum allt. Grunar það sé bara "heat dam" í honum þegar svona er, en var að keyra með vindi. Hann var svo mjög snöggur að kæla sig. Næsta var að það sprakk slanga af fittings á stýrisdælunni, lamdi það uppá 2svar og reyndi að vera nettur á því restina, en endaði á að við parkeruðum honum þarna og fengum far uppí Þursaborgir, alveg ótækt að vera baða allt í stýrisvökva trekk í trekk.
Þetta voru svona stóru bilanirnar, en svo fór í sundur bremsurör sem náði í afturgorminn, eins varð ég var við að framskaftið var laust í móso, gef ekki sett lím á boltana í spacernum þegar þetta var sett undir á sínum tíma.
En þetta er allt auðlagað :)
Næst er að græja allt fjallajeppadótið, talstöð, úrhleypikerfi osfrv.
Hafa einhverjir verið að mixa belti úr öðrum bílum í þessa? eru frekar leiðinleg þessi sem eru núna.
Nokkrar myndir úr túrnum:
20250315_102311.jpg (2.89 MiB) Viewed 1111 times
20250315_170521.jpg (2.91 MiB) Viewed 1111 times
20250315_104307.jpg (866.97 KiB) Viewed 1111 times