feroza, fyrsta og sú seinni! Nú til sölu!


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

feroza, fyrsta og sú seinni! Nú til sölu!

Postfrá biturk » 24.mar 2013, 22:50

jæja, það er sennilega kominn tími til að gera þráð um minn eigin bíl og áður en ég byrja langar mig til að fara með ykkur umþabil eitt ár aftur í tímann og útskýra af hverju í ósköpunum ég fékk mér ferozu og af hverju í veröldinni ég fékk þá flugu í hausinn að breita ferozu

þetta byrjaði allt á því að ég var að drekka bjór (humm hverjum datt það í hug) eitt kvöldið með vinnufélögum og var að gera við patrol með vini mínum

þegar að það var komið á þann stað að ekkert gekk upp og við gáfumst upp þá römbuðu inná verkstæði verkstæðismenn í vinnu og upphófst spjall, það spjall leiddi mig á þann stað að ég fékk símanúmer hjá manni sem var að selja ferozu í bænum sem hann varð að losna við því hún mátti víst ekki standa marga mánuði hjá bsí (skrýtið)
það varð úr að ég fer og skoða hana og enda á því að kaupa hana, tek mér flug suður, leigara á bsí, næ í lyklana þar og legg af stað upp á búðarháls á ferozu sem var orðin svo rúm á hringum að slagið á stimplum var hátt í 1cm

leiðin gekk þokkalega þrátt fyrir að ég færi með 4 lítra af smurolíu, 10kg af þolinmæði og hálft annað tonn af hugrekki að ferðast á þessu apparati tæplega 200km vitandi það að hún var búinn að stoppa 2 allaveganna af því að hún hitnaði þar til mótorinn stoppaði og allt þar eftir götum.
ég stoppaði reglulega, til að fylla á smurolíu og loftræsta bílinn því hann var smá götóttur svona hér og þar og aðallega meðfram gírstöngum og aftarlega á body....það hjálpaði ekki að pústið var eins og svissnenskur ostur einmitt á þeim stöðum svo að ég var í þessum fína mökk alla leiðina.........já eða þar til ég var komin langleiðina uppeftir og ég fann verulega hita lykt koma í bílinn og meðfylgjandi brunalykt, það hjálpaði líka til að flest allt rafmagn sló út svo ég hafði bara rúðuþurrkur, miðstöð og aðalljós, allt annað var úti, á því augnabliki var ég verulega smeikur en jafnframt þakklátur fyrir að rósa mín var með góðar bremsur svo ég stöðvaði snöggt og örugglega útí kanti, drap á henni og skreið undir að aftan til að blása á glæðurnar í rafkerfinu sem.........tjahh......var eftir skulum við orða, það var orðið leiðinlega samvaxið á meters kafla eða svo

en hvað um það, ég komst uppeftir og næstu daga þá fór ég að rífa mótor úr og skoða skemmdir og það voru nú bara komin göt á 4 útblástursventla og 2 sogventla.....en alltaf gekk fjandans mótorinn og það ekkert með neitt rosalegum hávaða......en gríðarlegri olíu og bensíneiðslu........gleimdi ég nokkuð að segja frá því að ég keirði á 70 mesta alla leið......sterkt í þessum helv.. mótorum greinilega

það sem við tók var að skipta um blokking, heddpakningu, ventlana, ventlaþéttingar og færa fáeina betri hluti af partamótor yfir, gekk þrusuvel og bíllinn fór í hið þokkalegasta lag, í leiðinni var lagað bensínlagna ves og tengt það nauðsynlegasta af rafkerfi og öðru til að komast á henni heim

ég lóðaði rafkerfið saman á pro hátt með herpihólkum og skipti út tengjum sem voru föst af hita og spanskrænu og gerði bílinn nothæfann.....fékk meira að segja skoðunn á hann og allt en þeim fannst lítið til koma af riði sem er að hrjá grei bílinn

jæja ég keirði margar ferðir ak-búðarháls og hann stíð sig að mestu eins og hetja alveg þar til ég lenti í veseni á leið heim í desember og missti eitt afturdekk undann á 90km hraða, það var verulega neiðarlegt og leiðinlegt atvik en sem betur fer á ég verulega góðann mág að (draugsii) og hann náði að redda bílakerru og ná í mig, ég beið á meðann og drakk bjór og var í fílu (ekkert annað í stöðunni) ég var þá á leiðinni heim eftir næturvakt og klukkan var um 1 eftir hádegi þegar þetta gerist, ég kom heim rétt eftir kvöldmat....ennþá í fílu!

ég læt hér fylgja með nokkrar myndir af því

Image
Image
Image
Image
Image
Image

það var náttúrulega ekkert annað ða gera heldur en að gera við skemmdirnar sem voru sem betur fer minniháttar og ég hringdi aftur í vinnufélaga minn og fékk sent frá ísafirði öxul með öllu tilheirandi, bara skrúfa undir, skipta um pakkdósir og af stað, ég ber honum miklar þakkir fyrir að eiga svona bíla í niðurrifi þegar mikið liggur á, þeir bræður á garðstöðum eru heiðursmenn!

ég vandaði mig nú ekki verulega við að loka þarna að aftan þar sem á þessum tímapunkti var þegar búið að ákveða að skipta um mótor og setja hásingar undir hann og á 35" dekk, með hásingarfærslu að utan svo þetta var nú aðallega gert til að loka fyrir drullu, ryk og verulegann hávaða.

myndir fylgja hér af þessu

Image


færði mig hinum meginn og lokaði ryðgati þar, vandaði mig ógurlega á afturhorninu alveg þar til ég kom að hjólskálinni og áttaði mig á því að smíðin á því yrði hreint ekki skemmtileg ef vel ætti að vera og mundi þá að ég ætlaði hvort eð er að skera þetta úr seinna svo ég náði mér bara í einhvern bút og sauð í til að loka....ekki mjög stoltur af sjálfum mér en ég hressti mig við með að fá mér annar bjór

Image
Image

þá tók nú bara við að föndra í bílnum hér og þar, setja samlæsingar og fleira dúttlerí sem mig langaði að gera, smíða prófílbeisli að aftan og, og laga smá hluti hér og þar og allstaðar, setja bláar led perur í mælaborð, fá vit í mælana þrjá fyrir miðju og ýmislegt sem ég fann að í frítímanum og að jeppast dáldið á 30" dekkjunum, má leika sér býsna í snjónum óbreitt á þessu ef maður hleipir vel úr og sýnir enn og aftur þolinmæði

[img]http://i304.photobucket.com/albums/nn176/biturkg/feroza/20130106_124503_zpsdc49a2c8.jpg[/img

en þá komum við að aðalatriðinu, mig langaði í aðra ferozu til að eiga í parta og laga þessa sem ég á og færa fjaðrir og annað gúmmelaði yfir svo ég hafi einhverja afturfjöðrun
svo ég fór fyrir 3 vikum síðan og náði mér í ferozu af spjallmeðlimi hér á siglufirði, sú ferð var löng og leiðinle þar sem ég nældi mér í 40 stiga hita á leiðinni en sem betur fer smíðaði ég mér prófílbeisli að framan sem er bara fest með 4 boltum og tekur undir 5 min að setja undir hvaða ferozu sem er, bara plug and play og við vorum með stöng svo að ég gat einbeitt mér að því að halda meðvitund í bílnum í skíta veðri, myrkri og leiðindum, bíllinn var settur í skúrinn og ég rétt náði að jafna mig áður en ég þurfti að fara 2 dögum seinna í vinnu, varð lítið úr því að stara á nýja bílinn og láta sér rísa hold yfir nýja dótinu

en síðann kom ég úr fríi og síðustu dagar fóru í að byrja að rífa því ég var með margar hugdettur en bara ein hafði vinningin þar sem bíllin var kúplingslaus og gírkassinn aftur í skotti og mótorinn sennielga með bogin ventil

ég byrjaði að rífa bílinn að framan og ætlaði nú bara að taka mótorinn úr, á því augnabliki áttaði ég mig á því að framendinn á ferozu er eins og á mörgum amerískum gömlum grindarbílum og er allur boltaður saman, sérlega hentugt að geta tekið framenda af og bara verið með hvalbakinn eftir og kemst að öllu í kringum mótor án nokkurs vesen, sérlega yndislega þægilegt, var ég búinn að minnast á að þessi tæki eru frábær?
jæja þessi kvöld runnu niður margir bjórar og ég reif og áttaði mig á því að þessi bíll er verulega heillegur af riði, mikið mikið heillegri en sá sem ég keipti fyrst og grindin alveg stráheil.........svo að ég tók ákvörðun um að ég ætla að breita þessum bíl og keira á hinum, þá get ég veerið að breita einni og notið þess að keira á hinni á meðan, ég er svo snjall að stundum bara hreinlega kem ég sjálfum mér á óvart

jæja, ég reif og reif framendann en á því augnbaliki sem ég ætlaði að hífa mótorinn úr þá áttaði ég mig á því að engin var talían í skúrnum.....veruelga óhentugt en þar sem ég er úr sveit þá opnaði ég 3 bjór í viðbót og tók ákvöðrun um það að sennilega væri ég ógeðslega hraustur svo að ég náði mér í smá keðjubút og húkkaði í fremri hífikrókinn á mótornum og tók undir sogreinina hinu meginn, tók með stöðu standandi á grindinni (hvað það er getnaðarlegt að geta tekið fremri enda af body af, af hverju er þetta ekki svona á öllum bílum?) og lyfti mótornum af púðum og framan á bitan undir vantskassanum, hoppaði niðrar grindinni, reykti eina sígarettu og gerði sömu aðgerð og setti hann á gólfið og út við vegg, eftir þetta fannst mér ég eiga skilið einn stórann bjór, sígarettu og fullt af nammi að éta undir sænt og horfa á mythbusters

staðan núna er sú að ég er sennilega að fara að kaupa mér 4runner líffæragjafa tilað nota drifrás og afturhásingu og mixa það allt í ferozu en meðann það er ennþá bara að gerast þá held ég áfram að vinna undir bílnum og strípa þa sem eftir er sem ég mun ekki nota en láta hann samt standa í hjólinn, ákvað líka lit sem ég ætla að sprauta hann í og byrjaði að pússa fyrsta stykkið og kláraði að mála frambretti áður en ég fór í vinnuna, ég notast bara við spreibrúsa því ég tími ekki að eiða of miklum pening í sprautun, það er of sárt að eiða hundruðum þúsunda í sprautun á bíl sem maður notar svo í allskyns jeppavitleisu og vera að rispa og skemma.....og þar að auki er loftpressan ekki alveg nægilega öflug til að sprauta með heldur. bíllinn verður heilmálaður utan sem innan í þessum lit, vélarrúm og allt, ég kem til með að sandblása grind og mála og eins alla hluti sem verða í honum, minna má nú ekki vera fyrir elsku rósu mína

Image
Image
Image
Image
Image
Image
ég veit ekki hvor er ánægðari með bílinn, ég eða strákurinn, hann allavega elskar að keira um með mér á rósu og það er ekki annað til umræðu en að fá að nýta öll tækifæri til að vera með mér í skúrnum og fá að snerta þetta tæki og sitja í og þykjast keira, mætti halda stundum að maður sé að ala upp tilvonandi hjálparsvein hehe
Image

ég á í hinni tölvunni mun fleiri myndir af fyrri aðgerðum og set þær inn við gott tækifæri ef áhugi er fyrir, bæði rafkerfissmíði og annað slíkt, ég held einnig áfram að setja inn myndir af því sem ég er að gera og ætla mér helst að vera búnað breita fyrir næsta vetur kominn af stað að leika mér
Síðast breytt af biturk þann 16.des 2015, 00:29, breytt 1 sinni samtals.


head over to IKEA and assemble a sense of humor


Heiðar Brodda
Innlegg: 620
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá Heiðar Brodda » 24.mar 2013, 23:15

lengdu grindina um svona 50-60cm og settu á Rósu pall þá ertu kominn með miklu skemmtilegri jeppa og lengra á milli hjóla en þetta er skemmtilegur þráður og gaman að vita af einhverjum sem er aðeins öðruvísi kv Heiðar Brodda


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 24.mar 2013, 23:20

Heiðar Brodda wrote:lengdu grindina um svona 50-60cm og settu á Rósu pall þá ertu kominn með miklu skemmtilegri jeppa og lengra á milli hjóla en þetta er skemmtilegur þráður og gaman að vita af einhverjum sem er aðeins öðruvísi kv Heiðar Broddahehe, ég var nú búinn að láta mér detta í hug þegar ég er búinn að breita seinna meir að lengja rósu um eins og einn afturenda, skera þá niður aftan við miðju þar sem plast toppurinn byrjar og smella því aftaná, yrðir minnsta mál í heimi að gera það með body og grind en sennilega verður ekki gaman að mixa plas toppinn því ég þarf þá að hafa annan styrktarbita einhverstaðar aftan, með því fengi ég lengra hjólabil, einstakt eintak af bíl og mun meira skottpláss.......og pláss fyrir fleiri bensíntanka

en það bíður samt eftir meiri huxun, fyrst ætla ég að klára þetta og sjá hvernig virknin verður með 3.0L toyota mótor og sjá hvernig breitingin á eftir að takast, ég hef aldrei breitt jeppa áður en það hlýtur að reddast með töluverðu magni af bjór og góða skapinu
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá LFS » 25.mar 2013, 20:55

lyst vel á þettað hja þer gaman að sja að þu ætlar að nota "partabilinn" þettað er svo gott eintak að það hefði verið synd að rifa gripinn ! eg var einmitt buin að hugsa það ef eg myndi ætla mer að gera jeppa ur henni þa ætlaði eg svipaða leið og þu nema eg hefði reynt að redda mer diesel hilux með hásingum aftan og framan sem líffæragjafa. en það verður gaman að fylgjast með þessu ferli ;)
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 25.mar 2013, 22:24

LFS wrote:lyst vel á þettað hja þer gaman að sja að þu ætlar að nota "partabilinn" þettað er svo gott eintak að það hefði verið synd að rifa gripinn ! eg var einmitt buin að hugsa það ef eg myndi ætla mer að gera jeppa ur henni þa ætlaði eg svipaða leið og þu nema eg hefði reynt að redda mer diesel hilux með hásingum aftan og framan sem líffæragjafa. en það verður gaman að fylgjast með þessu ferli ;)


þakka þér fyrir vinur

ég bara er ekki sérlega hrifin af dísel rellum, ég vil komast mína leið á hörkunni, aflinu og heimskunni :)

en gaman væri að ná sér í ódýrar dísel hilux hásingar, ohh boy
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 11.apr 2013, 20:11

á einhver hér blöndung á 4,3 vortec mótor og jafnvel rafkerfi? mig langar dáldið í þannig, hef augastað á mótor!

hvaða amerísku hásingar gætu verið hentugar í þetta...
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá Rodeo » 11.apr 2013, 20:54

Átti svona Ferozu sem fyrsta jeppa.

Líkaði ágætlega við hana að flestu leiti, nema hvað hún var leiðinlega rassstutt og fjöðrun sló honum út og suður þegar síst skildi.

Líst vel á það að bæta við lengdina, hún myndi sjálfsagt samsvara sér mun betur með að fá tvöfalldan afturenda.

Vissi þegar ég keypti minn að að hann var ekki í fullkomnu lagi og bauð í bílinn sem uppítökubíll frá Heklu, seldur út bakdyrameginn gegnum einhverja bílasölu í Nóatúni, eftir því

Hefði mátt vita það þegar sölumaðurinn hoppaði hæð sína í loft upp hrópandi SELDUR, SELDUR yfir því sem átt að vera móðgandi upphafsboð að þessi bíll ætti eftir að kosta mig!

Hugga mig bara yfir því að hann var kominn í ljómandi lag þegar ég seldi hann ansi mörgum fimmþúsund köllum seinna og kæmi mér í sjálfu sér ekki á óvart ef hann væri enn á götunni ´92 módelið.
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 28.apr 2013, 22:38

lítið gerst núna nema ég hef málað dáldið meira, kláraði húddlamirnar og er að verða búinn með hitt brettið en bíllinn sem ég keiri núna ákvað að stífla vatnskassan með þeim afleiðingum að heddpakningin fór svo það varð lítið úr að vera duglegur í jeppabreitingum í fríinu


en ég tók ákvörðun um það að í þessa rósu mun fara 4.3 vortec mótor og 700 skipting eða th350, er ekki alveg búinn að ákveða það, á eftir að skoða kosti og galla....en mest væri ég til í að finna gírkassa á þetta, hvaða gírkassar passa aftan á 4.3 og eru að koma vel út?

millikassamál hafa ekki verið ákveðin, ég hreinilega veit ekkert hvaða kassi væri hentugur í þetta,

er að spá í musso dana44 að aftan en spurning hvaða hásing færi þá að framan í hann sem væri í svipaðri eða sömu breidd, getur einhver frætt mig um möguleika í þeim efnum?
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Freyr
Innlegg: 1681
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá Freyr » 28.apr 2013, 23:29

Varðandi hentugar hásingar í þetta sem eru hræódýrar færi ég í sett undann cherokee, dana 30 frammhásingu og dana 35 afturhásingu. Þær hafa dugað ágætlega undir cherokee og ættu að vera meira en nóg fyrir "rósu".


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 28.apr 2013, 23:36

Freyr wrote:Varðandi hentugar hásingar í þetta sem eru hræódýrar færi ég í sett undann cherokee, dana 30 frammhásingu og dana 35 afturhásingu. Þær hafa dugað ágætlega undir cherokee og ættu að vera meira en nóg fyrir "rósu".hvernig cherokee bílum er ég þá að leitast að sem þetta kemur í? veistu hlutföll í þessum hásingum? er gott að fá hlutföll og læsingar í þetta dót?
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Freyr
Innlegg: 1681
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá Freyr » 29.apr 2013, 00:24

XJ (litli bíllinn) frá '84 - '01, eða úr ZJ grand '93 - '98. Sumir grand eru þó með D 44 með álmiðju og fáir (yngri) xj eru með chrysler afturhásingu sem er minna af í umferð. Færð allt í þetta dót hjá t.d. jeppasmiðjunni og stál og stansar og svo auðvitað á netinu. Orginal drif í 6 cyl eru oftast 3,55 en stundum 3,73 (bílar með org. dráttarbeisli) og svo eru lægri drif í 4 cyl bílum, minnir 4,10 en ekki viss.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 06.júl 2013, 11:35

jæja, ætla að henda inn nokkrum myndum af báðum bílunum, frá málun hjá mér og líka heddpakkningarskiptum, er núna að taka upp seinna heddið ásamt því að kíkja á blokk, í þeim mótor verður allt hreinsað og sennilega málað bara líka, gott að eiga einn upptekinn og skveraðann í skúrnum ef eitthvað klikkar, allar pakkningar frá victor reinz

ég pússaði allt heddið, alla hluti í því og allt að innan, sjáið einhverar samanburðarmyndir þarna

líka myndir af því að ég lóðaði saman loomið yfir í afturhurð, á einhverstaðar myndir af því þegar ég lóðaði aðalloomið en ég finn þær ekki í augnablikinu, þær koma seinna


er sennilega búinn að kaupa hásingar og ef allt fer vel þá fæ ég mótorinn eftir helgi, en hann er staðfestur hvernig sem það fer

svo er bara að fara að flytja í skúrinn, taka mikið af myndum, drekka mikinn bjór og hafa gaman af þessu

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
box fyrir 12v constant og svo samlæsingarnar
Image
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2464
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá hobo » 06.júl 2013, 11:45

Ánægður með þetta, og þá sérstaklega bjórdrykkjuna.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 09.aug 2013, 14:39

Image
Image
Image
Image
Image
Image

smá svona fittings í gangi, mótorinn kominn í hús, 4.3 tbi mótor, boraður í 0.30 og var nýupptekinn þegar hann var settur til hliðana, enda sér maður varla sót í heddi eða að hann sé almennilega tilkeirður, rétt ónotaður eftir tilkeirslu

er að klára að hreinsa motturnar í botninum og fann göt þar undir, eitt hægra meginn undir löppum á farþega og svo á plötusamskeitum undir original kítti, svo hefur einhver fyrrverandi sett gríðarlega breið sæti í hann og barið miðjustokkinn alla leið til ísafjarðar og þar er komin hola....skiptir sosem ekki máli ,það verður slegið til baka ryðbætt og soðið þegar ég loka gírstangagatinu svo ég geti sett skiptir þar oná

er byrjaður að pússa hann niður, skera mótorfestingar burt, driffestingar, ballastangarfestingar og fleira skemmilegt í gangi, er hægt og rólega að losa gríðarlega fasta og ryðgaða bodýfestingarbolta og reif allt innan úr bílnum og toppinn af svo ég geti dundað mér við hitt og þetta

er að reina að fá 700r4 skiptingu frá blönduósi, bíð eftir svari frá þeim dreng, er heitur fyrir því og þá vantar mig bara millikassa og fjöðrunarbúnað

komið á hreint að bíllinn verður lengdur um 20cm í vélarrúmi, fá aðeins meira pláss fyrir stórann vatnskassa og allskyns gúmmelaði sem ég ætla að troða í húddið þegar þar að kemur, verður líka aðeins lengra á milli hásinga og skemmtilegra að vinna í húddinu

einnig var ákveðið að setja í hana veltibúr að innan og 4punkta beltin sem ég á til að eiga þegar maður fer í einhverja vitleisu, það verður gert custom mælaborð úr riffluðu áli og stakir mælir fyrir hitt og þetta.....sjáum til hvernig hönnun verður á því þegar að því kemur


og svo gerði ég ó ó í gær

ég keipti mér eina ferozu í gær með ónýtt hedd, það brotnaði knastásinn í henni í tvennt, hún er á 33" með köntum og rafstýrðum framdempurum, rafmagni í öllu og rosalega vel með farinn bíll í alla staði, eins og nýr að innan

þá legg ég rósunni sem ég er á núna og kem til með að nota hana eitthvað í parta í verkefnið sem ég er á..........og kannski bara þegar þetta er búið að gera eina original ferozu.......nema lengja aftur og hafa hana sem fullvaxta single cab pallbíl :D

ein mynd þarna af ventalokinu á heddinu sem er í plönun og fullkominni upptekt, þar er að verða eins og nýtt innan sem utan, lagfærði aðeins innvolsið til, slípaði brúnir og fíniseraði það sem var grófast, það hedd fer í rósuna sem ég er að kaupa og var í rósunni sem ég er á

vantar millikassa drengir , þið verðið að redda því
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 08.sep 2013, 21:01

Jæja félagar 3g er kominn með d35 að aftan en vantar að vita hvort væri betra að hafa a-link eða 4 link undir þetta stuttum bíl og eins hvað stýfur ættu að vera langar hjá mér og efnisval í stífur og vasa
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 09.sep 2013, 19:56

Er enginn til í að ausa úr viskubrunni
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá HaffiTopp » 09.sep 2013, 20:02

Gamla súkkan er með A-link að aftan. Hlýtur að virka í þessum líka.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 10.sep 2013, 19:48

Jà það virkar allt en mig vantar að vita reinslu manna i þessym efnum
head over to IKEA and assemble a sense of humor


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá lecter » 11.sep 2013, 18:57

ja þetta verður aðeins kraftmeira haha

en eru búinn að mæla 700skiptinguna ég ætlaði að nota 350skiptingu i willys og álkassa sem var aftan á .þvi en þá hefði afturskaftið verið i mínus lankt ,, 700skiptingin er en leingri þú þarf að mæla leingdina á kraminu vel

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá Stebbi » 11.sep 2013, 20:18

Svona verða alvöru jeppar til, með kæruleysi, klikkuðum hugmyndum og mátulegum skammti af fíflagangi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 11.sep 2013, 20:37

lecter wrote:ja þetta verður aðeins kraftmeira haha

en eru búinn að mæla 700skiptinguna ég ætlaði að nota 350skiptingu i willys og álkassa sem var aftan á .þvi en þá hefði afturskaftið verið i mínus lankt ,, 700skiptingin er en leingri þú þarf að mæla leingdina á kraminu vel


Já mér mælist með háaingarfærslu og grindarlengingu að það verði um 30cm skaft :)

Er einmitt að fara i skúrinn núna að mæla stífur og ákveða hvaða leið verður farin
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 14.sep 2013, 16:31

jæja drengir núna er byrjað að setja betri hásingu að aftan, skera úr bodý, losa það af og fleira gúmmelaði, akkúratt núna er verið að hanna afturfjöðrun og hún verður ekki eins og áður hefur sést hér á landi í miklu mæli en kem að því seinna :)

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

þarna sést meðal annars nýjasti bíllinn sem ég keipti og var byrjaður að ryðbæta alveg hellings, síðann kviknaði í honum við besínleiðslurnar og þegar ég náði að slökkva í honum þá tók ég eftir því að það vantaði grindina alveg frá hægra afturhorni og fram fyrir fremri fjaðrafestingu....ss alveg eina lang hliðina í grindina

sá bíll fór heim í sveit og verður notaður í parta í bílinn sem ég er að keira daily, hann skartar brettaköntum, 33" dekkjum, felgum með úrhleipiventli og rafstýrðum dempurum og fleira og fleira

þarna sjáiði líka breiddarmun á d35 og original ferozu hásingu....samt er d35 talsvert léttari :)

er að skera úr og vesenas og ég ætla að fara fjöðrunarleið sem er aðeins óhefðibundin en ég er tilbúin í að prófa þangað til að kemur í ljós að hún sé vonlaus hún heitir

double tri 4 link

vekur talsverðann áhuga hjá mér og mig langar að láta reina á hana með bara venjulegum stífufóðringum og heildregnum 38mm rörum

eru ekki et fóðringarnar vinsælastar?

baráttukveðja

Gunnar
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 27.sep 2013, 17:57

heilir og sælir

enþá heldið ruglið áfram og ég er búinn að stilla hásinguna af, núna er bara að hanna stífur, vasa og vandræðast dáldið, bodýið er komið af bílnum og fer á kerru í hvöld til að geimast fyrir utan skúrinn útaf pláss leisi
fæ á sunnudaginn tvær hásingar í viðgót og þá verður gaman, fæ framstífur og gorma með þeim pakka svo hér eftir er þetta sennilega frekar fljótt að gerast :)

hér eru myndir af því sem er að gerast, neiddist líka til að smíða mér búkka undir bílinn og það tókst á endanum, reindar flæktist vettlingurinn í standborvélinni og hún tók handlegginn á mér með....en hver þarf sosem fullt vald í litla putta og baugfingur.....já eða skinn á úlnliðinn ef því er að skipta
smá tip til annar....takið af ykkur vetlinga þegar þið borið í stand borvél, það er djöfullega sárt að fara uppá borð með vélinni og setja hendina vafða utan um borin þar til hann fer að snuða í patrónunni

ég verð að viðurkenna að það er orðið dálítið kynæsandi að setja hanaá 38".....allt nema verðið á dekkjunum í raunninni hehe

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá sonur » 29.sep 2013, 21:19

Þetta á eftir að verða eigulegt leiktæki!
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 23.nóv 2013, 21:02

jæja, margt búið að gera, skar d35 undan og ákvað að nota chrysler 8.25 í staðinn sem ég fékk með dana 30 framhásingunni minni, fékk gorma þar og felgur sem ég er að spá í að breikka og nota framgormana undann xj cherokee

er búið að skera allt af grindinni að framan sem ég ætla ekki að nota (allt í rauninni, bara strípað) og gera klárt fyrir grindarlengingu og breikkun á henni, keipti alla hólka og fóðringar til að klára að aftan, stál í grindina, festingar og fleira

fram undann er að klára að smíða festingar á hásinguna og grindina fyrir efri stífur og breikka og lengja grind, fara svo beint í að setja mótor og 700r4 sem ég fékk hjá ellaofur á sirka sinn stað og byrja að koma fram hásingunni undir á sinn stað og mæla allt svo þetta fitti allt saman

þegar sú skemmtun er búin er ekkert annað í stöðunni en að fara að safna aurum fyrir góða dempara og smíða gormasæti að aftan fyrir trooper afturgormana sem ég á og síðann bara bodý á og byrja að lengja fram endann, festa mótor og smíða allt í kringum það og skiptinguna, finna milli kassa, smíða drifsköft og fara svo í allt annað sem ég á eftir

setjum nokkrar myndir hjérna

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
ein mynd af vatni úr vaðlaheiðargöngum svona uppá funnið :)
Image
Image
Image
lítur út fyrir að vera ekki jafn langt en þær eru jafn langar uppá millimeter, lítur bara skringilega út á myndinni
Image
efnið sem var keipt
Image
Image
Image

vona að fólki líka það sem er að gerast og endilega að spyrja eða gagnrýna áuppbyggilegann hátt, maður kann víst ekki allt
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá sonur » 23.nóv 2013, 22:48

Bara frábært.. og gaman að skoða þetta
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1054
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá gislisveri » 24.nóv 2013, 20:39

Þetta er metnaðarfyllsta Ferozu verkefni sem ég hef séð, verður mjög gaman að sjá útkomuna úr þessu.

Kv.
Gísli.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 28.nóv 2013, 20:25

Image

Er að klara stífur, tvö brakket eftir fyrir efri stífur, skera lausa hásinguma, skoða flexið, full sjóða og lengja grind


Farinn niður í skúr með jólabjórinn :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Játi
Innlegg: 63
Skráður: 13.okt 2011, 21:07
Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
Bíltegund: Pajero
Staðsetning: Reykhólar

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá Játi » 28.nóv 2013, 22:00

ég set spurningamerki við þessa búkka þína (ekkert til að halda löppunum saman ef bílnum langar af stað)
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15

User avatar

Freyr
Innlegg: 1681
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá Freyr » 28.nóv 2013, 22:29

Tek undir þetta með búkkana, borgar sig að tengja þá saman að neðanverðu. Varðandi efri stífurnar að aftan þá borgar sig að færa grindarfestingarnar utar og þær á hásingunni innar. Hræddur um að þessi uppsetning sé langt í frá nógu stíf til að bíllinn sé viðráðanlegur í akstri.

Kv. Freyr

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1054
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá gislisveri » 28.nóv 2013, 23:26

Ég held að þetta verði fínt. Bara prófa þetta svona, má alltaf laga það seinna.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 29.nóv 2013, 01:01

Sælir drengir

Ég hef litlar áhyggjur af því að búkkarnir fari enda notaðir eins og er bara undir grindina en ef þeir fara í þyngra brúk verða þeir klàrlega tengdir betur :)

Eins og efri stífurnar eru þá eru þær í 45 gráðum og eins og mér hefur lesist til þá er það hornið sem ég er að leita að, bara ekki fara undir 40 gráðurnar

Ég kláraði þetta àðan og skar hásinguna lausa og tveir menn varla láta hana flexast en ef þu setur búkka öðru megin og lyftir hinu megin þá hreifiru um svona 5-7 cm með gríðarlegu àtaki

Rósa er náttúrulega rosalega létt að aftan svo maður verður að taka það með í reikninginn

En endilega skjótið vangaveltum á mig og ef þetta reinist glatað þá bara færi ég stífurnar :)

Ps...grindarlenging verður gerð um helgina og svo farið að fitta framhásingu, mótor og skiptingu
Veit einhver hvað 4.3 vortec þarf stórann vatnskassa
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Adam
Innlegg: 121
Skráður: 29.des 2011, 00:32
Fullt nafn: Adam örn þorvaldsson

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá Adam » 29.nóv 2013, 07:32

á til sem nýjan vatnskassa úr Ram 1500 1998 fæst fyrir lítið og einnig felgur undan cherokee 12-13" breiðar


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 29.nóv 2013, 10:06

Þâ þurfum við að ræða málin á vaktaskiptum einn daginn vinur
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 29.nóv 2013, 19:11

Image
Búinn að smíða þetta dót en skil eftir eina mynd af hliðinni
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá biturk » 05.des 2013, 15:37

Image

Búin að lengja, breikka og stilla af, klára að sjóða næst, zink grunna, setja laska utan um suðurnar á hliðinni og fara að máta mótor, skiptingu og framhásingu
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Adam
Innlegg: 121
Skráður: 29.des 2011, 00:32
Fullt nafn: Adam örn þorvaldsson

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá Adam » 05.des 2013, 16:06

ánægður með nennið hjá þér ! verður gaman að sjá útkomuna á þessu !

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá StefánDal » 05.des 2013, 17:24

Image

Það vantaði eitt skástrik hjá þér ;)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1765
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá Sævar Örn » 05.des 2013, 18:46

Ég er rosalega ánægður með þig þetta er framkvæmd að mínu skapi!

en mig langar að spyrja hvar þú fékkst stífugúmíin og hver eru málin á þeim og verð c.a.

og hólkurinn utan um það er það bara eitthver standard stærð af röri?

kv. Sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Heiðar Brodda
Innlegg: 620
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: feroza, fyrsta og sú seinni!

Postfrá Heiðar Brodda » 05.des 2013, 20:42

stórt like á þetta verk svo ertu byrjaður að lengja hehe það er með svona smíði að þetta breytist alltaf eitthvað :)

kv Heiðar Broddason


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: MSN [Bot] og 3 gestir