LC 100 breytingar á 38"

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 31.júl 2018, 12:17

Sælir spjallverjar
Ég er búinn að eiga þennan grip í nærri 2 ár og 30Þ km og líkar vel.
Um er að ræða 99 árg af 100 cruiser 4.2 disel sjsk með leðri TEMS og 7 manna.
Hann er auðvitað keyrður langleiðina til tunglsins rétt 350Þ en ég hef svo sem ekki áhyggjur af því. Nú í vetur braut ég framdrifið í léttri festu og átti ég svo sem von á því enda original drif og orðið slitið ég keypti bara nýtt original. Skipti um alla spindla í leiðinni og gúmmí í ballansstöng og sandblés og málaði olíupönnuna sem var ótrúlega ryðguð( sennilega vegna þess að hún er tvöföld).

Svo núna í sumar fórum við familían vestfjarðahring með fellihýsið(sem er bara gert fyrir teppi) og gekk bara vel í öllum holunum sveigjum og beigjum og bröttu brekkunum. Þetta var skemmtileg ferð með miklu burri og reyndi á.
Þegar heim var komið og reyndar komið að skoðun á bílnum hafði ég tekið eftir surgi í bremsunum að aftan og ákvað að líta á þetta sem snöggvast blasti við orsökin.
Bremsurnar orðnar fastar og allt komið í stálin stinn en þar sem ég var að skipta þessu öllu út sá ég mér til mikillar skelfingar haugryðguð bremsurör í hásinguni.
Mér var hugsað með hryllingi til vegslóðana sem ég hafði farið dagana áður sem voru jahh vægast sagt ekki fyrir bremsulausan bíl með fellihýsi í eftirdragi.
Ég hafði nefninlega einu sinni orðið bremsulaus á bíl í föstudagsumferð á Miklubraut vegna ryðgaðs bremsurörs sem gaf sig á versta tíma og ætlaði sko alls
ekki að lenda í því aftur. Allavega bíllinn fékk skoðun.
Image
Við ákváðum að fara í aðra ferð með hýsið og nú tekinn leggur á Hvammstanga en þar var Eldur í Húnaþingi og mikil skemmtun fyrir alla familíuna. Þaðan leggur suður á Laugaland nærri Hellu og svo með krakkana í Slakka.
Þegar ég var búinn að leggja í Slakka seig bíllinn niður í lægstu stillingu og blikkaði bara Tems kerfið OFF á mig.
Nú voru góð ráð dýr því bíllinn var fulllestaður og alveg 500km að heiman. Ákveðið var að dóla á Selfoss og henda hýsinu upp þar. Daginn eftir var farið á
Toyota Selfossi en þeir voru mjög liðlegir og bilanagreindu fyrir mig það sem ég óttaðist, dælan ónýt og kostar nærri hálfa milljón. Mér var þó tjáð að væri óhætt að keyra heim án þess að skemma neitt en væri örugglega hastur sem er vægast sagt alveg rétt.
Keyrði heim í einum rikk ofan í götuni en krökkunum fanst voða gaman að hossast svona til tilbreytingar því þetta kerfi er mjög gott í akstri og heldur manni alveg stöðugum og góðum.
Image

Jæja þið sem hafið nennt að lesa þetta nú er ég búinn að versla brettakanta á hann fyrir 38" á að halda í TEMS kerfið eða slíta það úr og setja hefðbundna dempara og gorma til þess að hækka hann eða verð ég bara að taka þetta kerfi í burtu?
Einnig skilst mér að þurfi að færa afturhásingu og þá hvernig hafa menn verið að færa hana og hve mikið??

set inn myndir um leið og ég kemst í það
Kv Aron
Viðhengi
IMG_3991.JPG
IMG_3991.JPG (2.62 MiB) Viewed 24810 times
IMG_3964.JPG
IMG_3964.JPG (2.01 MiB) Viewed 24810 timesUser avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1379
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Járni » 01.aug 2018, 15:20

Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum, en í þínum sporum myndi ég skipta þessu út fyrir góða hefðbundna fjöðrun.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 634
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Hjörturinn » 01.aug 2018, 16:28

Ekki sérfræðingur í þessum bílum heldur, var reyndar að kaupa mér einn svona um daginn og hann er ekki með TEMS.

En það sem ég hef lesið mér til um er að menn eru að taka þessi kerfi úr sérstaklega þá þegar þau bila eitthvað.

Þarft þá held ég að fá nýjar vindustangir, gorma og dempara, færð þetta frá OME, getur skoðað Slee offroad og aðra landcruiser birgja.

með 38" breytingu þá myndi ég vanda valið á þeim sem þú færð til að styrkja spindilinn og mögulega fá þér bara kit að utan, eins líka síkka framdrifið eins og þú getur til að hlífa öxlum, færð þannig kit úti í ameríku.

annars er ih8mud.com mátturinn og dýrðin þegar kemur að landcruiser pælingum, myndi allavega heimsækja það spjallborð

http://forum.ih8mud.com/forums/100-series-cruisers.26/
Dents are like tattoos but with better stories.


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 15.aug 2018, 12:27

Ég er búinn að skoða þetta inn og út og ef á að breyta í venjulega fjöðrun þá þarf að rífa þetta dót allt úr skifta um torsion bars og gorma. það er ekki minni aðgerð en að leggjast og leita að biluninni.
Menn sem ég þekki tala frekar um að halda í original og hækka bara body og skera úr og setja kanta. Ég er búinn að lesa og lesa og tel mig geta lagað þetta kerfi og er kominn með líklega bilun og þarf bara að skifta um 1 nema ef rétt reynist sjáum hvernig það fer ;)
Bodylift er málið segja þeir sem ég þekki og hafa reynslu af þessum bílum og því er ég að leita að body lift kit eða hreinlega að hækka festingar á grind.
Næst er að láta sprauta brettakantana sem ég var búinn að versla og líma þá á eftir að búið er að skera úr en það þarf aðallega að gera að framan.

Ég var búinn að kaupa 10" breiðar AT felgur 15" háar og þær passa en þarf rétt að nudda af bremsudælunum að framan. Þarf svo að finna mér 13" breiðar eða láta smíða þær frá Kína mögulega
Gæti verið sniðugt að styrkja efri spindilinn að framan með sterkari Wisbone og spindilkúlu sem er stillanleg.
s-l1600.jpg
s-l1600.jpg (175.22 KiB) Viewed 24380 times

bodylift kit er hægt að fá fyrir lítið

s-l500.jpg
s-l500.jpg (43.27 KiB) Viewed 24380 times


Þetta eru síðustu pælingar en með þessu eru akstureiginleikar að skaðast sem minnst
kv Aron

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 634
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Hjörturinn » 16.aug 2018, 07:54

Hafðu það líka bara í huga að þetta fjörðunardót getur svo bilað aftur og aftur ;)

Ef þú ætlar að nota bílinn á fjöllum að viti þá myndi ég bodyhækka og svo taka 1-2" lift í fjöðrun og lækka framdrif, bara til að fá aðeins slaglengri fjöðrun.

En svo er líka fínt að gera svona bara á skrefum, en er body lift eitt og sér nóg? hvað ætlarru að fara hátt með það?
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 686
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Óskar - Einfari » 16.aug 2018, 10:13

ARG22 wrote:Sælir spjallverjar
Ég er búinn að eiga þennan grip í nærri 2 ár og 30Þ km og líkar vel.
Um er að ræða 99 árg af 100 cruiser 4.2 disel sjsk með leðri TEMS og 7 manna.
Hann er auðvitað keyrður langleiðina til tunglsins rétt 350Þ en ég hef svo sem ekki áhyggjur af því. Nú í vetur braut ég framdrifið í léttri festu og átti ég svo sem von á því enda original drif og orðið slitið ég keypti bara nýtt original. Skipti um alla spindla í leiðinni og gúmmí í ballansstöng og sandblés og málaði olíupönnuna sem var ótrúlega ryðguð( sennilega vegna þess að hún er tvöföld).

Svo núna í sumar fórum við familían vestfjarðahring með fellihýsið(sem er bara gert fyrir teppi) og gekk bara vel í öllum holunum sveigjum og beigjum og bröttu brekkunum. Þetta var skemmtileg ferð með miklu burri og reyndi á.
Þegar heim var komið og reyndar komið að skoðun á bílnum hafði ég tekið eftir surgi í bremsunum að aftan og ákvað að líta á þetta sem snöggvast blasti við orsökin.
Bremsurnar orðnar fastar og allt komið í stálin stinn en þar sem ég var að skipta þessu öllu út sá ég mér til mikillar skelfingar haugryðguð bremsurör í hásinguni.
Mér var hugsað með hryllingi til vegslóðana sem ég hafði farið dagana áður sem voru jahh vægast sagt ekki fyrir bremsulausan bíl með fellihýsi í eftirdragi.
Ég hafði nefninlega einu sinni orðið bremsulaus á bíl í föstudagsumferð á Miklubraut vegna ryðgaðs bremsurörs sem gaf sig á versta tíma og ætlaði sko alls
ekki að lenda í því aftur. Allavega bíllinn fékk skoðun.
Image
Við ákváðum að fara í aðra ferð með hýsið og nú tekinn leggur á Hvammstanga en þar var Eldur í Húnaþingi og mikil skemmtun fyrir alla familíuna. Þaðan leggur suður á Laugaland nærri Hellu og svo með krakkana í Slakka.
Þegar ég var búinn að leggja í Slakka seig bíllinn niður í lægstu stillingu og blikkaði bara Tems kerfið OFF á mig.
Nú voru góð ráð dýr því bíllinn var fulllestaður og alveg 500km að heiman. Ákveðið var að dóla á Selfoss og henda hýsinu upp þar. Daginn eftir var farið á
Toyota Selfossi en þeir voru mjög liðlegir og bilanagreindu fyrir mig það sem ég óttaðist, dælan ónýt og kostar nærri hálfa milljón. Mér var þó tjáð að væri óhætt að keyra heim án þess að skemma neitt en væri örugglega hastur sem er vægast sagt alveg rétt.
Keyrði heim í einum rikk ofan í götuni en krökkunum fanst voða gaman að hossast svona til tilbreytingar því þetta kerfi er mjög gott í akstri og heldur manni alveg stöðugum og góðum.
Image

Jæja þið sem hafið nennt að lesa þetta nú er ég búinn að versla brettakanta á hann fyrir 38" á að halda í TEMS kerfið eða slíta það úr og setja hefðbundna dempara og gorma til þess að hækka hann eða verð ég bara að taka þetta kerfi í burtu?
Einnig skilst mér að þurfi að færa afturhásingu og þá hvernig hafa menn verið að færa hana og hve mikið??

set inn myndir um leið og ég kemst í það
Kv Aron


Flottur bíll hjá þér, LC100 eru mjög góðir bílar og skemmtilegir á 38". En svona just in case ef þú veist ekki af því þá þarf að skipta út frammdrifinu í þessum bílum ef þú ferð í 38" breytingu. Það varla þolir 35" þannig að það bara verður að skipta því út fyrir 38". Það sem hefur verið gert er að setja Dana 50 drif í staðin. Þetta hefur verið gert í nokkrum bílum. Mig rámar eitthvað í að Ljónstaðir hafi smíðað þessi drif í LC100.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Höfuðpaurinn
Innlegg: 104
Skráður: 15.nóv 2010, 16:56
Fullt nafn: Hjörtur Dungal

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Höfuðpaurinn » 16.aug 2018, 12:49

Óskar - Einfari wrote:Flottur bíll hjá þér, LC100 eru mjög góðir bílar og skemmtilegir á 38". En svona just in case ef þú veist ekki af því þá þarf að skipta út frammdrifinu í þessum bílum ef þú ferð í 38" breytingu. Það varla þolir 35" þannig að það bara verður að skipta því út fyrir 38". Það sem hefur verið gert er að setja Dana 50 drif í staðin. Þetta hefur verið gert í nokkrum bílum. Mig rámar eitthvað í að Ljónstaðir hafi smíðað þessi drif í LC100.


Er þetta ekki full stórt tekið til orða? Ertu að tala af eigin reynslu eða vitna í "must-have-dótastuðul" ?
Hérna er önnur umræða um þessi köggla mál og niðurstaðan í því var að ég setti bara notað orginal aftur í bílinn og fór út að keyra.

ARG22 wrote:Ég var búinn að kaupa 10" breiðar AT felgur 15" háar og þær passa en þarf rétt að nudda af bremsudælunum að framan. Þarf svo að finna mér 13" breiðar eða láta smíða þær frá Kína mögulega

Varstu búinn að spjalla við Ella um hóppöntunina?

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 634
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Hjörturinn » 17.aug 2018, 09:58

Reyndar eru 98-99 bílarnir með extra veikt framdrif, ef þú færð köggul úr 2000 bíl eða seinna þá ertu kominn með aðeins sterkara dæmi.
Svo fer þetta soldið eftir hvað þú ætlar í lág hlutföll, lægri hlutföll = veikara drif.

https://forum.ih8mud.com/threads/front- ... it.108809/

edit, já eða fá þér læsingu, þá er það aðeins sterkara
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 686
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Óskar - Einfari » 17.aug 2018, 11:00

Höfuðpaurinn wrote:
Óskar - Einfari wrote:Flottur bíll hjá þér, LC100 eru mjög góðir bílar og skemmtilegir á 38". En svona just in case ef þú veist ekki af því þá þarf að skipta út frammdrifinu í þessum bílum ef þú ferð í 38" breytingu. Það varla þolir 35" þannig að það bara verður að skipta því út fyrir 38". Það sem hefur verið gert er að setja Dana 50 drif í staðin. Þetta hefur verið gert í nokkrum bílum. Mig rámar eitthvað í að Ljónstaðir hafi smíðað þessi drif í LC100.


Er þetta ekki full stórt tekið til orða? Ertu að tala af eigin reynslu eða vitna í "must-have-dótastuðul" ?
Hérna er önnur umræða um þessi köggla mál og niðurstaðan í því var að ég setti bara notað orginal aftur í bílinn og fór út að keyra.

ARG22 wrote:Ég var búinn að kaupa 10" breiðar AT felgur 15" háar og þær passa en þarf rétt að nudda af bremsudælunum að framan. Þarf svo að finna mér 13" breiðar eða láta smíða þær frá Kína mögulega

Varstu búinn að spjalla við Ella um hóppöntunina?Ég hef aldrei átt svona bíl en mikið skoðað þá og oft pælt í því að eignast svona. Hinsvegar átti bróðir mömmu svona 1998 bíl í mörg ár og ferðuðumst við mikið saman. Ótrúlega góð ending og ekkert sem þurfti að gera annað en bremsur og eðlilegt slit eins og demparar etc. Hann var lang mest á 33~34“ dekkjum og braut hann frammdrifið við það eitt að bakka út úr skafli í heimkeyrslu. Honum var síðan breytt fyrir 38“ 2008 eða 2009 Sá sem gerði breytinguna tók ekki í mál að gera þetta öðruvísi en skipta frammdrifinu út fyrir Dana50, sem var gert. Það var talsverð umræða um þetta hérna á þeim tíma sem þessir bílar voru upp á sitt besta. Ætli menn hafi ekki aðalega gert þetta á sínum tíma af því að það er hundleiðinlegt að vera með þessi frammdrif í höndunum, hvort sem þú villt kalla það dótastuðul eða eitthvað annað :)

Ég hélt satt að segja að þetta væri eitthvað sem allir vissu um þessa bíla. Annaðhvort eru menn búnir að gleyma eða þá ég er orðin svona gamall :D
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 634
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Hjörturinn » 17.aug 2018, 11:21

Þetta er bara sama umræða og með 80 cruiserinn með 8" drifið að framan, gott ef þetta er ekki sama drif.
En ég skil að þetta hafi dúkkað upp á sínum tíma þegar 98-99 bílarnir komu, en þetta var orðið aðeins betra í 2000 bílnum þó hann sé ennþá bara með 8".

hef ferðast með 80 cruiser með orginal hásingu á 38" og mikið tekið á þeim bíl og drifið aldrei gefið sig, enda með frekar há hlutföll (4.11 minnir mig)

ef menn fara í 4.88 eða svo ég tali núi ekki um 5.29 þá verður að svera þetta upp.

En svo má bara breyta bílnum með orginal drifi og ef það brotnar geta menn skellt einhverju sterkara í, kostar alveg skildindin að skipta út svona dóti.
Dents are like tattoos but with better stories.


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 18.aug 2018, 00:29

Jæja þetta AHC kerfi er komið í lag virðist vera, reyndist vera einn nemi og drulla í dælu og tengd lofttæmivandamál (vill þakka Birni Oddsyni sem er með Landcruiser parta á Facebook fyrir góð ráð í því).
Já þessari framdrifsumræðu hef ég fylgst með og tekið jafnvel þátt í, braut drifið í vetur semsagt en n.b ég hafði alveg tekið eftir slagi í gamla drifinu og pakkdós farin að leka.
Mér sýndist þetta vera original drif 4.10 hlutfall (þá keyrt 350Þ km) og það var nærri jafn dýrt að kaupa nýjan köggul frá Toyota en að kaupa íhluti og gera gamla upp svo ég keypti nýtt og er nú þegar á 35" dekkjum.
Ég ætla bara að sjá hvernig hann er á þessu original til að byrja með verð kannski með hann á 36" sem ég á nú í vetur sem munar þá ekki svo miklu.
Hef nú heyrt og lesið að margir hafi látið original duga jafnvel á 38" en auðvitað er það meðferðarmál og þá olíuskipta tíðni líka ekki bara hvernig er keyrt.
Þetta er sjálfsagt eins og með 3 lítra vélina í Patrol það verður að skipta um kælivökva mjög reglulega svo hún tærist ekki í drasl(hef ég heyrt og lesið en ekki reynt sjálfur nema óbeint).

Nú er bara að ná í brettakantana úr sprautun og finna sér hækkun á body. Spurning með þessar felgur já var búinn að sjá þessa hóppöntun ætla að skoða það aðeins mér hefur ekki alltaf fundist hlutir frá Kína endast en það er ekki algilt


Kv AG

User avatar

smaris
Innlegg: 229
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá smaris » 19.aug 2018, 00:44

Sælir.

Drifin í fyrstu bílunum voru alveg liðónýt á 38" dekkjum. Það voru aðallega mismunadrifin sem voru að brotna sem skemmdi síðan út frá sér. Toyota fjölgaði síðan mismunadrifshjólunum á 2 í 4 og er drifið mikið sterkara á eftir þó 8" drif verði nú aldrei neitt voðalega sterkt undir stórum og þungum bíl með þokkalegt tog. Framdrifs vandinn í 80 Cruisernum er allt annats eðlis og mikið auðveldara að lifa með honum því það má svíntaka á því áfram, en ekki aftur á bak.
Nú er orðið hægt að fá 10% lækkun í millikassann á háa drifið þannig að ekki er ástæða til að skipta út hlutföllum lengur.
Ég kann vel við fjöðrunarkerfið undir þessum bílum enda eru mínir bílar óbreyttir. Menn hafa kvartað yfir því að í ófærð þegar bílarnir fara að draga kvið og léttist á fjöðrunni bregðist hún við með því að reyna að lækka bílinn í rétta stöðu þannig að hann leggst bara niður.

Kv. Smári.


Höfuðpaurinn
Innlegg: 104
Skráður: 15.nóv 2010, 16:56
Fullt nafn: Hjörtur Dungal

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Höfuðpaurinn » 20.aug 2018, 11:53

Óskar - Einfari wrote:Ég hef aldrei átt svona bíl en mikið skoðað þá og oft pælt í því að eignast svona. Hinsvegar átti bróðir mömmu svona 1998 bíl í mörg ár og ferðuðumst við mikið saman. Ótrúlega góð ending og ekkert sem þurfti að gera annað en bremsur og eðlilegt slit eins og demparar etc. Hann var lang mest á 33~34“ dekkjum og braut hann frammdrifið við það eitt að bakka út úr skafli í heimkeyrslu. Honum var síðan breytt fyrir 38“ 2008 eða 2009 Sá sem gerði breytinguna tók ekki í mál að gera þetta öðruvísi en skipta frammdrifinu út fyrir Dana50, sem var gert. Það var talsverð umræða um þetta hérna á þeim tíma sem þessir bílar voru upp á sitt besta. Ætli menn hafi ekki aðalega gert þetta á sínum tíma af því að það er hundleiðinlegt að vera með þessi frammdrif í höndunum, hvort sem þú villt kalla það dótastuðul eða eitthvað annað :)

Ég hélt satt að segja að þetta væri eitthvað sem allir vissu um þessa bíla. Annaðhvort eru menn búnir að gleyma eða þá ég er orðin svona gamall :D

Jú jú, "vissi þetta" en hef bara ekki heyrt nógu mikið af brotsögum :)

smaris wrote:Drifin í fyrstu bílunum voru alveg liðónýt á 38" dekkjum. Það voru aðallega mismunadrifin sem voru að brotna sem skemmdi síðan út frá sér. Toyota fjölgaði síðan mismunadrifshjólunum á 2 í 4 og er drifið mikið sterkara á eftir þó 8" drif verði nú aldrei neitt voðalega sterkt undir stórum og þungum bíl með þokkalegt tog.

Þá vitum við það og styður þetta við báðar reynslusögur okkars Óskars :) Ég er einmitt með 2001

smaris wrote:Nú er orðið hægt að fá 10% lækkun í millikassann á háa drifið þannig að ekki er ástæða til að skipta út hlutföllum lengur.

Ertu til í að fræða okkur aðeins meira um þetta?

User avatar

smaris
Innlegg: 229
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá smaris » 20.aug 2018, 20:09

http://www.cruiseroutfitters.com/engineparts.html

80/100 High Range 10% Underdrive Gear Set - 8x/100 Series Land Cruisers
Fits 1/1990-1/1998 8x Series/LX450 and 98-07 100 Series Land Cruisers/LX470. Fits factory full-time (HF2A/HF2AV) transfer cases found in US Spec and global market Land Cruisers. These gears offer a 10% underdrive in high range, equivalent to converting axle gears from the 4.10 to 4.56 gears without having to do ring & pinion work.
Part# TCG9007UDHR - $505.00

Kv. Smári


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 21.aug 2018, 19:36

Þetta er áhugavert ef skipt er út í millikassa og þá haldið 4.10 í kúlum sem er jú sterkara en lækka hlutföll útí þeim. Kem til með að skoða það ítarlega og vel er mikið sniðugri lausn en fikta í kúlunum.

Aðeins meira um AHC kerfið hér er það sem bilaði hjá mér.
IMG_4017.jpg
IMG_4017.jpg (1.32 MiB) Viewed 23566 times
hér hafði ég tekið dæluna í sundur í 1 skiptið og fullt af leðju sem var eins og blanda af gúmmí, raka og hegðaði sér eins og vaselín.

IMG_4016.jpg
IMG_4016.jpg (1.45 MiB) Viewed 23566 times
hinn hlutinn en þarna er tannhjóladæla en það tók mig 3 skipta í sundurrifi að fatta að þarna inní eru 2 stk mjög litlar fingurbjargarsíur sem þarf að blása og skola úr

IMG_4038.jpg
IMG_4038.jpg (1.12 MiB) Viewed 23566 times
Pakkdósin sem sogast loft innum ef þessar síur eru orðnar stíflaðar og varð til þess að loft komst alltaf inná dælu og hún náði honum ekki upp

IMG_4040.jpg
IMG_4040.jpg (1.54 MiB) Viewed 23566 times
Búið að ná honum upp en hér er hann jafnvel of hár því þetta hafði verið lengi að gerast og fyrri eigandi eða einhver búinn að hækka hann upp sennilega með því að stilla hæðarnemana hærra að framan.

IMG_4012.jpg
IMG_4012.jpg (1.22 MiB) Viewed 23566 times
Renndi í rennibekk kolatorinn því hann hafði greinilega tekið á því en samt ekkert hræðilega slitinn.

IMG_4011.jpg
IMG_4011.jpg (1.89 MiB) Viewed 23566 times
Kolin eru 4 og varla meira en hálfslitin

Þessi mótor er ekkert að skemmast auðveldlega er með kúlulegum og 4 kol og dælan sjálf er með bara tvö hreyfanleg tannhjól og slitnar ekki svo auðveldlega heldur.

Hélt ég hefði tekið mynd af hæðarskinjurunum en það hefur verið huglæg mynd bara annar þeirra að framan var stífur og með svarf eða ryki að innan.

User avatar

smaris
Innlegg: 229
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá smaris » 21.aug 2018, 19:59

Ég er búinn að panta mér lækkun í millikassann og verður fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út. Er að minnsta kosti mikið ódýrara en að skipta út hlutföllum í hásingum og svo er ég alls ekki spenntur fyrir að fara úr 4.10 á 8" drifinu.

Kv. Smári.


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 17.sep 2018, 16:07

Jæja tók reyndar ekki mynd af köntunum þegar þeir komu úr sprautun en ákvað að hafa þá steingráa eins og neðri parturinn á bílnum er. Hef reyndar grun um að það gefi bílnum breiðara lúkk en þessi bíll er nú svo sem alveg nógu breiður original.
Nú bíllinn verður að vera í lagi en það eru ekki allir jafn sérvitrir og ég greinilega því ég panntaði original kút frá Toyota fyrir þennan bíl, kostar eins og allt kerfið smíðað á pústverkstæði en þeir smíða bara úr svörtu.
Þeir hjá Toyota Aureyri höfðu síðast selt svona kút árið 2007 fyrir jafn margar krónur sem segir mér að ég hlýt að vera vitlaus en ég bara nenni ekki að fara sjóða í þetta eftir 4 ár eða skemur. Futaba (sem ég hélt að framleiddu bara fjarstýringar) framleiðir þetta fyrir Toyota og ég get svarið það þessi kútur er örugglega ný framleiddur suðurnar voru varla kólnaðar ;)
IMG_4076.jpg
IMG_4076.jpg (1.52 MiB) Viewed 23097 times


Svo fór ég að spá í felgurnar sem ég hafði keypt fyrir 2 árum og eru 10" breiðar og 15" háar, en þær eru jú ekki nýjar og farnar að tærast undir glæruni. Ég keypti grunn, lit og glæru en svo fannst mér og karli föður þær bara of góðar til þess að sandblása og lakka því þær verða svo hamraðar og því ákv að gera tilraun.
Urðum okkur út um 20L af acetoni settum í passandi ílát og marinerunum hverja felgu fyrir sig. Það gekk mjög vel að ná glæruni af með volgri háþrýstigræju. Tók að vísu ekki fyrir myndir en svo er þetta bara stálull og 800 pappír og pólerun með púða er bara ekki búinn að ákveða hvort ég glæra yfir eða bóna þetta.
IMG_4077.jpg
IMG_4077.jpg (1.66 MiB) Viewed 23097 times

Svo er bara að fara að ákveða hvernig bodyhækkunin verður og kannski pannta lækkun í millikassan


Höfuðpaurinn
Innlegg: 104
Skráður: 15.nóv 2010, 16:56
Fullt nafn: Hjörtur Dungal

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Höfuðpaurinn » 17.sep 2018, 21:08

Þetta kemur einstaklega vel út.


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 17.sep 2018, 22:35

Ætli ég fari svo ekki í 13 eða 14" breiðar felgur fyrir 38" það gerir mikið fyrir lúkkið og eitthvað fyrir performasið. Ég á 13" breiðar felgur með 6 gata deilingu og kannski við feðgar smíðum bara miðjur í þær með plasmaskurði.
Þá get ég aðeins ráðið back spacinu en ég vil gjarna hafa meira en minna af því veit ekki hvernig þeir gera þetta í hóppöntuninni frá Kína.
Annars panntaði ég í dag body lift kit 50mm frá Luxlifts í Ástralíu og á það að innihalda allt ásamt leiðbeiningum. Er búinn að lesa um það að vandræðin séu helst að þarf að fræsa úr eldveggnum fyrir stýris öxli og spurning hvað kemur með þessu kiti til þess að færa vatnskassa niður.
Svo auðvitað athuga með gírskiptistöngina það þarf að færa upp á henni en það virðist ekki þurfa að bæta á millikassa stöngina.


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 25.sep 2018, 20:11

Jæja smá pakkadagur í dag en bodylift kitið kom. Verð nú að vera pínu vonsvikinn því þeir tala bara um að maður eigi að sjóða bút í vatnskassafestingarnar og ekkert talað um hvernig eigi að aðlaga stuðara í rétta hæð. Annars er þetta svo sem bara 50mm hækkun og m.v LC spjallið á að vera lítið mál að færa þá ofar.
IMG_4102.jpg
IMG_4102.jpg (1.48 MiB) Viewed 22784 times
IMG_4104.jpg
IMG_4104.jpg (1.94 MiB) Viewed 22784 times
IMG_4110.jpg
IMG_4110.jpg (1.79 MiB) Viewed 22784 times


Allavega það kostar hingað komið um 60Þ og finnst það ætti að vera meira í því.


grimur
Innlegg: 873
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá grimur » 26.sep 2018, 23:22

Ái.
60.000 fyrir nylon kubba.
6.000 kall stykkið eða svo.
Pííínu sárt svona í hnén og afturendann...


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 30.sep 2018, 02:12

Það er rétt en að vísu fylgir bútur til þess að lengja stýrisöxul en hann er frekar einföld smíði.

Lími þennan límmiða amk ekki á bílinn það er klárt.

Á meðan þetta er ekki verðtryggt lán þá er þetta svo sem í lagi en þau misbjóða manni aftur og aftur ósmurt.


grimur
Innlegg: 873
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá grimur » 02.okt 2018, 02:39

Hahaha já, svona einskiptisokur er skárra en raðokur það er alveg satt!


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 08.okt 2018, 22:11

Jæja þetta er að potast en hægt enda krakkar og vinna að tefja þetta og framkvæmdir heima við. 36" er komin á felgur og reyndar búið að pannta kínafelgur líka sem verður gaman að máta um jólin.

IMG_4168.jpg
IMG_4168.jpg (1.33 MiB) Viewed 22147 times

IMG_4169.jpg
IMG_4169.jpg (1.68 MiB) Viewed 22147 times

IMG_4170.jpg
IMG_4170.jpg (1.53 MiB) Viewed 22147 times

IMG_4171.jpg
IMG_4171.jpg (1.41 MiB) Viewed 22147 times

Helvíti töff svona en vanntar auðvitað kantana.

Verð að slípa aðeins meira af bremsudælum framan amk þetta er kannski 1mm var áður búinn að snyrta drullu og líklega 0.5mm af þeim.
EN þessi dekk geta ekki verið undir þessum bíl nema hækka body og það er auðvitað næsta skref í þessu.

Kv AG


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 14.okt 2018, 11:22

Búið að máta betur dekk að framan og aftan og ég verð að breyta bremsum það er eiginlega alveg þannig þori ekki að taka meira af dælum er búinn að slípa sjálfsagt 2-3 mm af þeim.
Bjó til þráð hérna fyrir nokkru síðan og hélt svo áfram með hann, þarf ekki að vera flókið að breyta bremsunum skv viewtopic.php?f=26&t=33729&p=178782#p178782
Þarna er líka þráður í breytingaumræðu fyrir 90 cruiser


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 22.okt 2018, 21:56

Gerðum tilraun sem dugði ekki en samt skemmtilegt bras
Var að reyna setja inn video af skurðinum e kemur alltaf villa

Smíðuðum spacera í JE vélaverkstæði sem eru 6mm þykkir sem er að mér sýnist eins þykkt og hægt er að nota m.t.t boltalengda það dugði samt ekki.

Þetta var samt lærdómsríkt ferli og nú er þara að stejast niður og teikna fleiri myndir fyrir allskonar og skera út hehe aldrei að sleppa góðu brasi ;)


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 24.des 2018, 12:25

Maður á að gera eitthvað skemmtilegt á Jólum er það ekki
Ég amk ákvað að kaupa notaðar bremsudælur og fá Smára í Skerpu í að breyta götum fyrir mig. Svo voru auðvitað dælurnar sandblásnar, zinkgrunnaðar og málaðar.
Mikið vesen fyrir einhverja 4-5mm en það þarf að renna 8mm af þvermáli diskana líka.
Að aftan er nóg að skera bara af hlífinni með slípirokk því dælurnar eru minni
IMG_4461.jpeg
IMG_4461.jpeg (1.7 MiB) Viewed 19988 times
IMG_4462.jpeg
IMG_4462.jpeg (2.21 MiB) Viewed 19988 times
IMG_4460.jpeg
IMG_4460.jpeg (1.95 MiB) Viewed 19988 times


IMG_4267.jpeg
IMG_4267.jpeg (1.63 MiB) Viewed 19962 times

Eftir þetta ættu hvaða 15" felgur sem er að komast undir en ég var reyndar búinn að taka þátt í hóppönntuninni frá Kína þ.e 16" felgur.

Næst á dagskrá er þá að koma bodyhækkun undir bílinn en ég er að hugsa um að hafa vaðið fyrir neðan bílinn og skipta um restina af bremsurörunum í leiðinni.

User avatar

Konnsi
Innlegg: 8
Skráður: 03.nóv 2011, 18:19
Fullt nafn: Konráð Helgi Haraldsson

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá Konnsi » 26.jan 2019, 12:00

Sæll!
er möguleiki að fá þessa kannta hjá þér?

KV Konni
s: 848-7771
Viðhengi
IMG_3991.JPG
IMG_3991.JPG (2.62 MiB) Viewed 19185 times
Konráð Helgi Haraldsson
konni10@gmail.com


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 08.mar 2019, 21:29

Jæja áfram heldur undirbúningur, ég vill gjarna vita hvað ég hef í höndunum og áður en farið er í breytingu finnst mér að bíllinn verði að vera í góðu formi .
Keypti sett frá Ástralíu með tímareim, strekkjara, vatnsdælu, pakkningu, reimum og hosum en það var að koma að tímareimaskiptum.
Minnsta mál í heimi að skipta um þessa reim og strekkjara tekur svona 1klst án gríns. Það er meira mál að skipta um vatnsdæluna en þá þarf að losa hjólið af kambás og tappa frostlegi af bílnum og hitt og þetta smálegt.
IMG_4511.jpeg
IMG_4511.jpeg (1.58 MiB) Viewed 18590 times

IMG_4512.jpeg
IMG_4512.jpeg (1.61 MiB) Viewed 18590 times

IMG_4513.jpeg
IMG_4513.jpeg (1.48 MiB) Viewed 18590 times

IMG_4514.jpeg
IMG_4514.jpeg (1.36 MiB) Viewed 18590 times


Þeir í Ástralíu hafa sennilega uppgreitað vatnsdæluna, gamla hefur plasthjól(original) en það nýja er úr málmi
IMG_4510.jpeg
IMG_4510.jpeg (1.01 MiB) Viewed 18590 times

IMG_4508.jpeg
IMG_4508.jpeg (2.13 MiB) Viewed 18590 times

IMG_4509.jpeg
IMG_4509.jpeg (1.92 MiB) Viewed 18590 times


Svo af því að það er fljúgandi hálka og ég ekki enþá búinn að búa til tíma í að setja bílinn á búkka og skera og sjóða og líma og skrúfa þá varð ég eiginlega að kaupa millibilsdekk. Mikey Thompsom var svo gott sem búinn enda ég búinn að skrúfa nagla í hann of mikið slitinn en ég var líka orðinn smeikur að keyra bílinn fannst hann mjög laus að aftan og sneri honum 180 gráður á vegi að mæta rútu.
Allavega ég fann bara notaðan gang af Dick Cebek extream country hjá Þórarni i Musso varahlutum saman stærð þ.e 35 tomma fyrir 17 tommu felgu.
Vægast sagt góð í hálku og snjó og ófærð mv þau gömlu en eru samt slitin. Mikið meira hrágúmmí í þeim og svolítið grófari.

IMG_4565.jpeg
IMG_4565.jpeg (2.28 MiB) Viewed 18590 times

IMG_4575.jpeg
IMG_4575.jpeg (1.55 MiB) Viewed 18590 times


Vona að einhver hafi gagn og jafnvel eitthvað gaman af þessu

Fór í dag og keypti plastklæðningu í innribrettin hjá Málmtækni og var búinn að versla svamp inní brettakantana áður hjá Bílasmiðnum.

Skipti líka um allar olíur nú í vikuni og rannsakaði m.t.t slits sérstaklega á drifum og kassa en framdrifið er jú nýtt. Á samt eftir að opna sjálfskiptinguna og skipta á henni en vökvinn er vel lyktandi og rauður og hef ekki áhyggjur af henni.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1407
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá íbbi » 09.mar 2019, 13:51

gaman að fylgjast með þessu, þetta eru einhverjir þægilegustu jeppar í akstri og umgengni sem ég hef komist í kynni við.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 10.mar 2019, 23:46

Já þetta er alhliða krosscountrí bíll ég nota hann í bókstaflega allt. Fer vel með familíuna og rúmgóður sófi ég var að koma úr borg óttans með fullfermi úr Ikea, Costco, typpalind og leiðilega mörgum öðrum stöðum. Kom við hjá Ella felgukóngi í Hvalfjarðasveit og pikkaði upp Kínafelgur 16" háar og 14" breiðar undir bílinn.
IMG_4625.jpeg
IMG_4625.jpeg (2.55 MiB) Viewed 18363 times

IMG_4626.jpeg
IMG_4626.jpeg (1.49 MiB) Viewed 18363 times


Og það var enþá pláss í skottinu.

Meðaleyðsla hefur verið þessa ferð 13L/100km amk eins og ég keyri (90km/klst og blandað innanbæjar í borg) á bíl sem er 2,6 tonn bara sjálfur líklega 3,1-3,3 tonn með lestun finnst mér ekki mikið.
Þess má þó geta að hann er ekki sá liprasti í snattinu enda stór bíll.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2800
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ellisnorra » 11.mar 2019, 17:23

Takk fyrir komuna og viðskiptin. Vonandi reynist þetta vel.
Það var nú ekki mikið pláss eftir í skottinu :D Enda býsna margt með sýndist mér :)
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 12.mar 2019, 23:25

Já eins og ég segi það var búið að keyra í óþarflega margar búðir þetta skiftið, fékk þó felgurnar með ;)


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 28.mar 2020, 10:44

Góðan dag
Ég geri ráð fyrir að umræður inná spjallinu rjúki upp nú þegar mjög margir eru skikkaðir heim eða í sóttkví eða einangrun á þessum síðustu og verstu.
Ég hef amk ekki margar afsakanir fyrir því að fara að vinna í bílnum sem hefur setið á hakanum.
Fór að spá í sjálfskiftinguna sem ég hef ekki skoðað til þessa en bíllinn er keyrður 385Þ og ég er búinn að eiga hann síðan í 320Þ og aldrei skoðað skiftingarmál.
IMG_1117.jpeg
IMG_1117.jpeg (2.42 MiB) Viewed 14804 times

Byrjað á að skoða nr á skiftingu og náði mér í STF vökva og upplýsingar en þeir hjá Toyota vilja bara tappa af og fylla upp x2 til þess að ná af honum nær öllum vökva en hann tekur 13-14L. Mér var þó tjáð að væri hægt að tengja hann í dælu sem skolar út allt af sem er sennilega besta leiðin en það fer óþarflega mikið af vökva í það.
Ég ákvað því að tappa af honum sjálfur og losa pönnu undan en þar eru líka seglar sem gott er að hreinsa og grófsigti sem gott er að skola.
Ég ætla síðan að tappa af honum aftur eftir mánuð eða 200km og bæta nýju á og er þá búinn að skifta um lang stærsta hlutan af vökvanum.
IMG_1121.jpeg
IMG_1121.jpeg (2.48 MiB) Viewed 14804 times
IMG_1119.jpeg
IMG_1119.jpeg (3.06 MiB) Viewed 14804 times


Mér líður mikið betur og ég held bílnum líka en ég skifti um olíu og síju á mótor í leiðinni og smurði í drifsöft.
Komst þá að því að það er komið smá slag í aftasta hjöruliðskross sem er að ég held original og ástæðan er sennilega sú að það er mjög erfitt að komast að koppnum nema með nál.

Í vetur hefur mér fundist hann laus að aftan í hálku og það er svo sem að einhverju leiti eðlilegt en stundum hefur mér fundist hann laus jafnvel þegar er ekki hált.

IMG_1116.jpeg
IMG_1116.jpeg (2.84 MiB) Viewed 14804 times


Mér var því litið á afturhásinguna og viti menn fóðringarnar í neðri stífunum eru amk vel slitnar og svo horfði ég aðeins aftar og það sérst ekki vel á þessari mynd en dempararnir eru líklega original líka og annar farinn að leka en hlífin á báðum er svo til dottin í sundur.

Það gefur auga leið að næsta skref er því að hækka body svo sé hægt að komst að efri boltunum á þeim og skifta um.

Ég hef svo sem ekki verið verkefnalaus í vetur en þessum örfáu snjókornum sem komið hafa í vetur hefur þurft að blása aðeins til og það kallar á viðhald og skifti á kúplingu og drifreim ;)
IMG_0834.jpeg
IMG_0834.jpeg (2.24 MiB) Viewed 14804 times


Svo til þess að komast í og úr vinnu (þegar það mátti) þegar sjóar meira en góðu hófi gegnir hef ég gripið í sleða eða bara til þess að fá útrás. Þar þurfti líka að kíkja á kúplingar
IMG_0842.jpeg
IMG_0842.jpeg (2.71 MiB) Viewed 14804 times


elli rmr
Innlegg: 289
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá elli rmr » 29.mar 2020, 11:14

Maður verður nú bara þreyttur við að lesa svona pósta sem menn sýna dugnaðin hjá þeim :) mitt breytingaferli er en á internetinu og að viða að aðföngum


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 05.apr 2020, 15:58

Biðst velvirðingar á að draga úr þér allan vind Erling en þetta er jú samansafnað svo ekki örvænta ég dett í leti líka og vafra um á netinu til þess að hugsa og bara drepa tíman ;)

Annars hefur lítið gerst annað en pælingar en það stendur til að fara í bodyhækkunina þarf að tímasetja það svo börn og annað séu ekki verkefnalaus á meðan


elli rmr
Innlegg: 289
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá elli rmr » 05.apr 2020, 22:14

Ekki afsaka ég öfunda þig bara hversu langt þú ert kominn :) oog èg er of þrjóskur til að láta draga úr mér vindin :) er samt meiri langhlaupari en spretthlaupar :)


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 03.des 2020, 18:18

Jæja allangt síðan síðast en þessi er loksins innlagður í breytingaferlið. Og hefst þá sagan
Keypt voru dekk Toyo fyrir 16" felgur
[img]
IMG_1665.jpeg
[/img]
[img]
IMG_1664.jpeg
[/img]
Frúarbíllinn endurnýjaður svo gamli gæti notast á meðan

Body hækkað um 50mm
[img]
IMG_1702.jpeg
[/img]


Nokkrir ryðmaurar fundnir og bölvað mikið
[img]
IMG_1704.jpeg
[/img]

Mátað undir og skoðað hvað þarf að skera
[img]
IMG_1715.jpeg
[/img]
[img]
IMG_1717.jpeg
[/img]
[img]
IMG_1722.jpeg
[/img]
[img]
IMG_1727.jpeg
[/img]

Skorið og skorið og soðið og rafmagn fært og grunnað tektílað og Fluidfilmað
[img]
IMG_1728.jpeg
[/img]
[img]
IMG_1734.jpeg
[/img]
[img]
IMG_1743.jpeg
[/img]
[img]
IMG_1761.jpeg
[/img]

[img]
IMG_1781.jpeg
[/img]

Er að nota svona insert í stað borskrúfa í innribrettin og sé hægt að þjónusta þetta eitthvað

[img
IMG_1788.jpeg
IMG_1788.jpeg (1.82 MiB) Viewed 10169 times
][/img]
[img
IMG_1793.jpeg
IMG_1793.jpeg (2 MiB) Viewed 10169 times
][/img]

Eftir er að flára afturbrettin en botnarnir voru suður í borgarfirði og því nóg að gera fyrir Suðu-Sigfús
Viðhengi
IMG_1781.jpeg
IMG_1781.jpeg (2.83 MiB) Viewed 10169 times
IMG_1761.jpeg
IMG_1761.jpeg (2.68 MiB) Viewed 10169 times
IMG_1743.jpeg
IMG_1743.jpeg (2.34 MiB) Viewed 10169 times
IMG_1734.jpeg
IMG_1734.jpeg (2.52 MiB) Viewed 10169 times
IMG_1728.jpeg
IMG_1728.jpeg (2.34 MiB) Viewed 10169 times
IMG_1727.jpeg
IMG_1727.jpeg (3.15 MiB) Viewed 10169 times
IMG_1722.jpeg
IMG_1722.jpeg (2.44 MiB) Viewed 10169 times
IMG_1717.jpeg
IMG_1717.jpeg (2.95 MiB) Viewed 10169 times
IMG_1715.jpeg
IMG_1715.jpeg (2.95 MiB) Viewed 10169 times
IMG_1704.jpeg
IMG_1704.jpeg (2.92 MiB) Viewed 10169 times
IMG_1702.jpeg
IMG_1702.jpeg (3.27 MiB) Viewed 10169 times
IMG_1664.jpeg
IMG_1664.jpeg (2.12 MiB) Viewed 10169 times
IMG_1665.jpeg
IMG_1665.jpeg (2.18 MiB) Viewed 10169 times

User avatar

TF3HTH
Innlegg: 122
Skráður: 01.feb 2010, 14:57
Fullt nafn: Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá TF3HTH » 07.des 2020, 23:49

Hvar fást þessir búkkar?

-haffi


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 breytingar á 38"

Postfrá ARG22 » 13.aug 2021, 11:08

Góðan daginn
Þessir búkkar fást í Verkfærasölunni ;) Mikið búið að brasa síðan síðast var sett hér inn en bíllinn var í breytingu og betrumbótum frá Október til apríl en það innihélt frekar mikið af ryðviðgerðum
IMG_1768.jpeg
IMG_1768.jpeg (2.3 MiB) Viewed 5342 times
IMG_1771.jpeg
IMG_1771.jpeg (3.22 MiB) Viewed 5342 times

IMG_1772.jpeg
IMG_1772.jpeg (2.46 MiB) Viewed 5342 times

Úrskurður alveg eins langt og hægt var m.v rafmagnsbrettin sem eru innan við
IMG_1781.jpeg
IMG_1781.jpeg (3.08 MiB) Viewed 5342 times
IMG_1787.jpeg
IMG_1787.jpeg (3.12 MiB) Viewed 5342 times

IMG_1790.jpeg
IMG_1790.jpeg (3.12 MiB) Viewed 5342 times

Kantar mátaðir og stilltir af ásamt meiri ryðviðgerðum
IMG_1821.jpeg
IMG_1821.jpeg (2.75 MiB) Viewed 5342 times
IMG_1823.jpeg
IMG_1823.jpeg (2.64 MiB) Viewed 5342 times

IMG_1824.jpeg
IMG_1824.jpeg (2.63 MiB) Viewed 5342 times

Hækkun undir afturstuðaran en bakkinn sem var þar fyrir hvarf einhvernveginn og ég veit eiginlega ekki hvað hélt stuðaranum fyrir þessa aðgerð
IMG_1825.JPG
IMG_1825.JPG (465.07 KiB) Viewed 5342 times

Áttuðum okkur á því að dekkin stóðu út fyrir kannta og í fullri beyju nartaði í aftan við framdekk og því ákveðið að auka backspacið úr 108mm í 148mm
IMG_1873.jpeg
IMG_1873.jpeg (3.26 MiB) Viewed 5342 times
IMG_1874.jpeg
IMG_1874.jpeg (2.84 MiB) Viewed 5342 times

Smíði á stigbrettum
IMG_1892.jpeg
IMG_1892.jpeg (2.58 MiB) Viewed 5342 times

Það var gert í rennibekkog tókst bara vel
IMG_1970.jpeg
IMG_1970.jpeg (4.38 MiB) Viewed 5342 times
IMG_1969.jpeg
IMG_1969.jpeg (2.47 MiB) Viewed 5342 times

Demparar að aftan voru að hverfa og hafði ég keypt hjá Jeppó.is sett undir bílinn en lagnirnar voru auðvitað búnar líka
IMG_1966.jpeg
IMG_1966.jpeg (2.62 MiB) Viewed 5342 times
IMG_1974.jpeg
IMG_1974.jpeg (2.88 MiB) Viewed 5342 times

IMG_1967.jpeg
IMG_1967.jpeg (2.71 MiB) Viewed 5342 times
IMG_2019.jpeg
IMG_2019.jpeg (2.17 MiB) Viewed 5342 times

Þá var ekkert annað í stöðunni en að fá gamlar lagnir frá Jeppó og breyta þeim því flangsinn á nýju dempurunum var minni en þeir sem fyrir voru og erfitt að nálgast nýjar
IMG_2005.jpeg
IMG_2005.jpeg (2.12 MiB) Viewed 5342 times
IMG_1975.jpeg
IMG_1975.jpeg (2.97 MiB) Viewed 5342 times

Hraðamælabreytirinn fékk ég hjá Samrás en tók óratíma að fá þetta til landsins vegna covid eitthvað.
IMG_2398.jpeg
IMG_2398.jpeg (3.2 MiB) Viewed 5342 times

Útkoman er æðisleg en það er auðvitað alltaf eitthvað eftir eins og rollubani að framan með ledbar, loftdæla, framdrif og lækkun í millikassan
IMG_2020.jpeg
IMG_2020.jpeg (3.26 MiB) Viewed 5342 times

IMG_2024.jpeg
IMG_2024.jpeg (2.65 MiB) Viewed 5342 times
IMG_2022.jpeg
IMG_2022.jpeg (3.95 MiB) Viewed 5342 times

IMG_2107.jpeg
IMG_2107.jpeg (2.98 MiB) Viewed 5342 times
IMG_2108.jpeg
IMG_2108.jpeg (3.42 MiB) Viewed 5342 times

Þá var sett í gang og farið í ferðalag en við keyrðum eina 5000km með fullfermi og fellihýsi hringinn, Þórsmörk, upp á hálendið og vestfirðina

IMG_2278.jpeg
IMG_2278.jpeg (12.19 MiB) Viewed 5342 times
IMG_2289.jpeg
IMG_2289.jpeg (14.67 MiB) Viewed 5342 times

IMG_2299.jpeg
IMG_2299.jpeg (4.44 MiB) Viewed 5342 times
IMG_2347.jpeg
IMG_2347.jpeg (3.73 MiB) Viewed 5342 times

IMG_2354.jpeg
IMG_2354.jpeg (4.16 MiB) Viewed 5342 times


Svo þegar heim var komið ákvað ég að væri skinsemi í að skifta aftur um vökvan á AHC kerfinu en dælan stýflaðist hjá mér þarna um árið og mig langaði ekkert að lenda í því aftur. Og það passaði svar komið töluvert af ryki í litlu sýjurnar.
IMG_2381.jpeg
IMG_2381.jpeg (2.06 MiB) Viewed 5342 times
IMG_2380.jpeg
IMG_2380.jpeg (1.78 MiB) Viewed 5342 times

IMG_2383.jpeg
IMG_2383.jpeg (1.98 MiB) Viewed 5342 times
IMG_2382.jpeg
IMG_2382.jpeg (1.87 MiB) Viewed 5342 times


Góðar stundir


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir