Kónískar / keilulaga loftsíur?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Kónískar / keilulaga loftsíur?

Postfrá 66 Bronco » 29.maí 2013, 23:47

Halló.

Mig langar heilmikið í kóníska síu upp á loftinntakið í jeppanum hjá mér og vera laus við lofthreinsaraferlíkið..

Hafið þið grun um hvort slíkar síur séu fáanlegar annarsstaðar en af gerðinni K/N hjá Benna?

Takk,

Hjörleifur.



User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Kónískar / keilulaga loftsíur?

Postfrá StefánDal » 30.maí 2013, 00:03

Hagstæðast er að panta þetta sjálfur af ebay.com eða amazon.com.
Ég myndi ekki eltast við nein merki K&N, GREEN eða því um líkt. Það er löngu búið að sanna að þetta gerir ekkert fyrir vélina hvað varðar afl.

Ef ég væri í þínum sporum myndi ég reyna að fá box úr nýrri bíl sem er umfangsminna. Þá geturu notast áfram við orginal síur úr þeirri tegund.


Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: Kónískar / keilulaga loftsíur?

Postfrá Gunnar00 » 30.maí 2013, 00:04

í svona 90% tilfella taparu örlitlu afli á því að fjarlægja original loftinntakið, svo ég myndi sleppa því, nema að þú sért að gera þetta fyrir pláss.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Kónískar / keilulaga loftsíur?

Postfrá hobo » 30.maí 2013, 07:26

Viltu ekki bara ná í þessa?
2500 kall

viewtopic.php?f=32&t=16850


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Kónískar / keilulaga loftsíur?

Postfrá 66 Bronco » 30.maí 2013, 09:59

Sæll.

Tek hana hjá þér.

Ertu til í að slá á til mín, 8987504, Hjörleifur.

Kúnstugt að afl tapist við annað en original, er það ekki einmitt þveröfugt við það sem þessir síuframleiðendur halda fram? Mig vantar bara síu til að nota meðan ég finn út úr lofthreinsaramálum á 4Runner sem er í smíðum og notkun. Okkur vantar þjála þýðingu á ,,running project", hvað segið þið um ,,brak í brúkun"?

Kveðja, Hjörleifur.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Kónískar / keilulaga loftsíur?

Postfrá StefánDal » 30.maí 2013, 10:02

Hér er það sannað með dyno mælingu:
http://www.youtube.com/watch?v=PAIxeQUSg-Q

Brak í brúkun. Staðfest, skjalfest og þingfest. Sendu MS línu og komdu þessu á mjólkurfernurnar.
Svo má snúa út úr þessu til þess að stríða mönnum og kalla þetta brak á búkkum ef svo ber undir ;)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur