Nú fyrr á árinu fékk ég mér Grand Cherokee laredo. Sá bíll er á 33" núna og verður hann notaður í sumar og sennilegast seldur eftir það . Stuttu seinna bættist annar við en sá bíll er Limited.

Limited bílinn er ég að ryðbæta og breyta honum á 38 tommuna en með tilliti til þess að geta komið undir 39,5" dekkjum.

Kostirnir sem ég sé við þennann bíl er að hann er léttur, passleg stærð og Ágætis þægindi.
Sjálfsagt er hægt að pæla í því hvort hann sé ekki að "höndla" stærri dekk, vegna sjálfberandi boddy'sins en ég held því fram að það skipti ekki höfuð málinu. Eða hvernig er ykkar reynsla af því ?
Hásingarnar voru næsta mál á dagskrá. Það kom upp hugmynd að setja undir hann Dana 44 en ég ætla að halda mig við Dana 30 og Dana 35 í bili. Ástæður þess eru m.a. hversu léttari þær eru og að ég fékk loftlás fyrir lítið og er læsing mikill kostur.
Leiðin sem ég ætla að fara í þessu er að síkka gormaskálarnar og færa þær í grindarbitanum( boddyinu) í stað þess að færa það á hásingunni og setja klossa eða stórar stultur á hásingarnar.
Færslan á hásingum er :
Að aftan = 10cm aftur og 12cm niður
Að framan = 3-4cm fram og 12cm niður
Í hásingarnar eiga síðan að fara 4:56 hlutföll og loftlás að aftan (til að byrja með)
Bíllinn er með 6cyl 4.0HO línu og stendur til að, annaðhvort setja í hana torq ás og eitt og annað til að fá meira út úr henni, nú eða setja í hann 5.2 318 v8 vél.
Bílinn reif ég allann að innan og slípaði upp hverja einustu ryðbólu.
2 riðgöt voru komin í botninn á honum og var þeim kippt í liðinn. Eftir slípun var svo settur grunnur á botninn og verður botninn síðan málaður allur með tilheyrandi málningu.
Síðan var farið í að skera úr, hellingur fór úr brettunum og lokaði ég hjólskálunum en enn er eftir ýmis smávinna í kringum það.
Einnig þurfti ég að bæta 12cm inn í hjólskálina h/m að aftan í samræmi við færslu á hásingu.
Ekki þurfti ég að gera það v/m vegna þess að þar er nóg pláss fyrir dekk.
Bíllinn er grár að lit eins og sést á myndum en eftir breytingu verður bíllinn svo heilsprautaður
Hér eru svo myndir til að byrja með
Bkv.Árni















