Þokuljós LC120

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
smarihr
Innlegg: 8
Skráður: 27.nóv 2012, 22:47
Fullt nafn: Smári Hrólfsson
Bíltegund: Toyota

Þokuljós LC120

Postfrá smarihr » 27.jan 2013, 23:54

Veit einhver hvort það er sér öryggi fyrir þokuljós aftan á LC120, það kviknar ekki á þeim en það kemur gaumljós í mælaborðið um að þau séu kveikt. Perurnar eru í lag en spurning hvort rofinn geti verið ónýtur (kemur ekkert ljós í hann)?

Kv.
Smári



User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Þokuljós LC120

Postfrá HaffiTopp » 28.jan 2013, 08:12

Gæti verið að öryggið sé það sama og fyrir stöðuljósin, og þá örugglega sitthvort öryggi fyrir hægra megin og vinstra megin. Ég var að skoða perur í þokuljósunum hjá mér að aftan (eru báðu megin hjá mér) og það vantaði bara að beyga eina fjöður í ljósabotninum svo hún næði að snerta hliðina á perunni. Varstu með ljósarofann á ON stöðu meðan þú prófaðir þetta?


hlífar
Innlegg: 121
Skráður: 02.feb 2010, 22:26
Fullt nafn: Hlífar Einarsson

Re: Þokuljós LC120

Postfrá hlífar » 28.jan 2013, 12:34

Líklegast kerrutengillin


Höfundur þráðar
smarihr
Innlegg: 8
Skráður: 27.nóv 2012, 22:47
Fullt nafn: Smári Hrólfsson
Bíltegund: Toyota

Re: Þokuljós LC120

Postfrá smarihr » 29.jan 2013, 09:52

Takk fyrir þetta, jú var með aðalljósin kveikt. Ætla að kíkja inn í ljósin og svo á kerrutengilinn.

Kv.
Smári


Léttfeti
Innlegg: 67
Skráður: 22.feb 2010, 20:25
Fullt nafn: Sverrir Aðalsteinn Jónsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Þokuljós LC120

Postfrá Léttfeti » 04.jan 2014, 15:24

Daginn.

Ég veit að þetta er gömul umræða en ég er með sama vandamál í LC 100. Kerrutengið hjá mér var brotið en ég varð ekki var við að neitt breyttist við að laga það. Hvernig getur það haft áhrif á þokuljósin?

Kv. Sverrir


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Þokuljós LC120

Postfrá Dúddi » 04.jan 2014, 16:02

A bilum eftir 98 á þokuljósið að vera tengt i pinna 2 á kerrutenglinum, en þokuljosið á bilnum á ekki að virka ef það er kerra aftaní. Þessvegna er 8. tengipunkturinn aftaní tenglinum og plúsinn í þokuljósinn fer niður í tengil og aftur til baka uppí ljós. Svo þegar þu stingur tenginu i samband þa ytist a fjöður inní tenginu og þessi hringrás rofnar en ljósið getur logað á aftanívagnum.
Á lc 120 er leiðslan sem kemur i tengið blá og sú sem fer til baka uppí ljós grá. Yfirleitt eru leiðslurnar ur sambandi i tenginu eða fjöðrin i tenginu onyt.


Léttfeti
Innlegg: 67
Skráður: 22.feb 2010, 20:25
Fullt nafn: Sverrir Aðalsteinn Jónsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Þokuljós LC120

Postfrá Léttfeti » 04.jan 2014, 16:31

Ok, takk
bílinn minn er 1998 þannig að þetta á við hann.

Ég setti bara venjulegt tengi en ég sá að gamla tengið var öðruvísi, ég þarf þá að redda mér tengi með þessari fjöður.


Höfundur þráðar
smarihr
Innlegg: 8
Skráður: 27.nóv 2012, 22:47
Fullt nafn: Smári Hrólfsson
Bíltegund: Toyota

Re: Þokuljós LC120

Postfrá smarihr » 04.jan 2014, 16:33

Sælir.

Hjá mér var þetta kerrutengilinn þ.e. það var brotinn pinni í honum, allt eins og nýtt eftir að það var skipt um hann.

Kv. Smári


Léttfeti
Innlegg: 67
Skráður: 22.feb 2010, 20:25
Fullt nafn: Sverrir Aðalsteinn Jónsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Þokuljós LC120

Postfrá Léttfeti » 07.jan 2014, 09:34

Sælir aftur.

Vitið þið hvort þetta er skylda?
Get ég ef til vill bara tengt þann hvíta sem var í áttunda tenginu beint við þann bláa á bíl sem er 1998 árgerð, þá myndi þokuljósið ekki slokkna sjálfkrafa þegar í set kerru í.

Kv. Sverrir


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Þokuljós LC120

Postfrá Dúddi » 07.jan 2014, 19:09

Ég er ekki alveg klar hvort það er skilda að ljósið slokkni a bilnum þegar það er stungið i samband. Bara lata reyna a það.


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Þokuljós LC120

Postfrá s.f » 07.jan 2014, 19:21

það er ekki skilda að hafa þokuljós í tengli í 99árg og eldra


Léttfeti
Innlegg: 67
Skráður: 22.feb 2010, 20:25
Fullt nafn: Sverrir Aðalsteinn Jónsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Þokuljós LC120

Postfrá Léttfeti » 08.jan 2014, 10:13

ok, þannig að ég myndi bara tengja saman bláa og hvíta og sleppa því að tengja í kerru tengið og drífa mig í skoðun


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: Þokuljós LC120

Postfrá s.f » 08.jan 2014, 12:20

já það ætti að duga getur líka prófað að hringja í frumherja og spurja þá úttí þetta, ég fór með hilux í skoðun fyrir nokrum mánuðum og var með þokuljósið ótengt í kerruna og þá var mér sagt að það væru bara gerð krafa um þokuljós í kerru tengli á bílum sem væru nýri enn 99árg


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur