Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.


Höfundur þráðar
einsik
Innlegg: 109
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá einsik » 27.apr 2014, 00:00

Er að gera tilraun með að stofna upplýsinga og samræðu dálk um 60 Cruiser.
Hann Guðni Súkka var að fiska eftir einhverju svonalöguðu.

Um að gera að skella inn spurningum og upplýsingum um þessar sjálfrennireiðar.


Einar Kristjánsson
R 4048


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá sukkaturbo » 27.apr 2014, 08:08

Sæll Einar já ég var að reyna eitthvað í þá áttina og best væri að hafa þetta á einum stað hér á Jeppaspjallinu. Spurning að hafa þetta hér undir þessum lið til framtíðar og eyða því sem ég var byrjaður á svo menn ruglist ekki og allar spurningar og svör verði aðgengileg hér á þessum þræði.

Ég er þá með fyrstu spurninguna passa hurðarnar af Hj-61 held ég að hann heiti á HJ-60 eins og hulkinn minn er. Þarf að losna við hlerana að aftan orðin leiður á að hoppa fyrir aftan bílinn eins og athyglis sjúk kanína og reyna að ná í efri hleran.Betra á svona háum bíl að geta lokað hurðum.
Viðhengi
DSC04741.jpg
Langar í svona hurðar
DSC04741.jpg (104.13 KiB) Viewed 10008 times
byrjað  að stilla upp aftur köntum og stuðara.JPG
Svona eru hlerarnir á Hulk en langar í Hurðar
byrjað að stilla upp aftur köntum og stuðara.JPG (109.3 KiB) Viewed 10008 times


kuturinn
Innlegg: 94
Skráður: 17.júl 2013, 16:32
Fullt nafn: andri fannar traustason

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá kuturinn » 27.apr 2014, 15:54

sælir félagar lýst vel á þenna dálk þar sem eg er sjálfur land cruser 60 eigandi
eg var að velta fyrir mér hvort einhver lumaði á svona afturhurðum ekki hlera mínar hurðar eru nefnilega búnar úr riði.
svo var eg að velta fyrir mér hvað menn hafa verið að láta þessa motora blása


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá sukkaturbo » 27.apr 2014, 17:37

Sæll Andri ég er núna að prufa að láta túrbínuna í Hulk blása eins og hún getur þetta er 87 turbóvél orginal.Ég tók Wastgate slönguna af og setti bolta í hana til að blinda hana og hef Wastgaetið opið. Hann blæs mest 21 pund þannig. Ég bætti ekki við olíverkið og er ekki með cooler.Hann er ekki að hitna svo ég taki eftir.Púströrið niður úr túrbínunni er spreyað með sink grunni og hefur það ekki brunnið og er alltaf eins á litinn svo hitinn er ekki mikill ennþá. Set í hann afgashita mæli í sumar. En krafturinn jókst mjög mikið. Hann var áður að blása um 7 pund. kveðja guðni


kuturinn
Innlegg: 94
Skráður: 17.júl 2013, 16:32
Fullt nafn: andri fannar traustason

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá kuturinn » 27.apr 2014, 19:12

sæll guðni takk fyrir upplýsingarnar við erum greinilega með sama motor minn er 87 turbo orginal :) eg er komin með stóran cooler fyrir framan vaskassan :) en ætla gera eithvað svipað og hja þér ert að spá i að skrufa eithvað i olíuverkinu


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá Baldur Pálsson » 27.apr 2014, 20:34

sukkaturbo wrote:Sæll Andri ég er núna að prufa að láta túrbínuna í Hulk blása eins og hún getur þetta er 87 turbóvél orginal.Ég tók Wastgate slönguna af og setti bolta í hana til að blinda hana og hef Wastgaetið opið. Hann blæs mest 21 pund þannig. Ég bætti ekki við olíverkið og er ekki með cooler.Hann er ekki að hitna svo ég taki eftir.Púströrið niður úr túrbínunni er spreyað með sink grunni og hefur það ekki brunnið og er alltaf eins á litinn svo hitinn er ekki mikill ennþá. Set í hann afgashita mæli í sumar. En krafturinn jókst mjög mikið. Hann var áður að blása um 7 pund. kveðja guðni

Sæll Guðni þessi mótor er 1986 og er þessi með xtra stærri túrbínu en kom í seinni árgerðum, þessi bíll var fluttur inn sem sýningar eintak fyrir 1987 modelið.Þessi bíll heitir hj-61 en ekki 60.
kv
Baldur

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2769
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá elliofur » 27.apr 2014, 20:52

Hver er munurinn á 60 og 61 krúser?


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá sukkaturbo » 27.apr 2014, 20:57

elliofur wrote:Hver er munurinn á 60 og 61 krúser?

Sæll Baldur og takk fyrir að leiðrétta þetta. En eins og að ofan hver er munrinn á 60 og 61? kveðja guðniHöfundur þráðar
einsik
Innlegg: 109
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá einsik » 27.apr 2014, 21:39

sukkaturbo wrote:Ég er þá með fyrstu spurninguna passa hurðarnar af Hj-61 held ég að hann heiti á HJ-60 eins og hulkinn minn er. Þarf að losna við hlerana að aftan orðin leiður á að hoppa fyrir aftan bílinn eins og athyglis sjúk kanína og reyna að ná í efri hleran.Betra á svona háum bíl að geta lokað hurðum.


Hehe. Mig langar að sjá þig hoppa uppí 3.5 metrana.
Hvað er annars hátt uppí opinn hlera hjá þér?
Einverntíma sá ég á einhverri Cruisersíðu breitingu fyrir svona hurðar. Þetta er annaðhvort kallað Barn door eða Amulance door.


elliofur wrote:Hver er munurinn á 60 og 61 krúser?


Ég er ekk viss. Held að það sé breitingin á grillinu, úr 2 í 4 ljós.
Ég á einn 61, hann er með 4 ljós og svo er líka takki í mælaborðinu til að setja í framdrifið þannig að kannski er líka öðruvísi millikassi. Jú og rafmagn í rúðum og sentral læsing á hurðum.
Einar Kristjánsson
R 4048


Baldur Pálsson
Innlegg: 138
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Baldur Pálsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá Baldur Pálsson » 27.apr 2014, 21:40

sukkaturbo wrote:
elliofur wrote:Hver er munurinn á 60 og 61 krúser?

Sæll Baldur og takk fyrir að leiðrétta þetta. En eins og að ofan hver er munrinn á 60 og 61? kveðja guðni

Enn og aftur máttur google..........
http://cruiserworld.eu/services/backgro ... -60-series

Ég veit ekki hvað ræður með þennan en ég reifts einu sinni við einn Toyota kall um hvort hann væri 60-61, hann hélt að '86 modelið væri bara til 60. En á spjaldinu fram í húddi þá stendur hj-61 það er að segja á (HV 907) og ég veit að skráningin sem þú ert með í dag er 61 enda er hún '87.
kv
Baldur


Höfundur þráðar
einsik
Innlegg: 109
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá einsik » 27.apr 2014, 22:00

sukkaturbo wrote:
elliofur wrote:Hver er munurinn á 60 og 61 krúser?

Sæll Baldur og takk fyrir að leiðrétta þetta. En eins og að ofan hver er munrinn á 60 og 61? kveðja guðniFann þetta inná tlcparts.com Kannski heita þeir 60 og 62 í Amríku.
FJ 60 Four door station wagon. Two round headlights. 1980-1987 FJ60, BJ60, HJ60, HJ61.
FJ62 Four door station wagon, four rectangular headlights. 1988-1990.


http://www.tlcparts.com/
Einar Kristjánsson
R 4048


Hilmar Örn
Innlegg: 115
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá Hilmar Örn » 27.apr 2014, 23:16

Er ekki hj61 barkalæstur með turbómótor, rafmagnsrúðum og einhverum uppfærslum, Flestir með 4 framljósum en þó gætu einhverjir hafa komið líka með tveimur ljósum þekki það ekki.


bjornod
Innlegg: 720
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá bjornod » 28.apr 2014, 09:30

elliofur wrote:Hver er munurinn á 60 og 61 krúser?


FJ Bensínvél
HJ Dieselvél

Fj60 - 1980-1984 - 2F
FJ62 - 1984-1990 - 3F

HJ60 - 1980-1990 - 2H
HJ61 - 1985-1990 - 12 HT

Svo er ljósum, drifum, toppum og afturhurðum hrært fram og til baka í þessum árgerðum. Auk þess eru menn að rífast út um allan heim hvað er hvað þar sem þessir bílar voru markaðssettir út um allan heim, og með mismunandi aukahlutum, breytingum og týpunúmerum. Menn efast t.d um að HJ62 sé til. Hj61 kom ekki í staðinn fyrir Hj60 þar sem þeir voru seldir samhliða út níunda áratuginn.


Höfundur þráðar
einsik
Innlegg: 109
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá einsik » 06.maí 2014, 23:06

Hér er einhver smá saga um 60 útgáfuna.

http://www.toyota.com.kw/English/toyota ... el_60.html
Einar Kristjánsson
R 4048


Guðjón Smári
Innlegg: 13
Skráður: 22.nóv 2012, 00:09
Fullt nafn: Guðjón Smári Guðjónsson
Bíltegund: Toyota LC60 árg 1988

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá Guðjón Smári » 07.maí 2014, 08:25

Sælir drengir, langar að benda ykkur á þessa síðu á Facebook, þ.e. ef þið eruð með Facebook

https://www.facebook.com/gudjon.s.gudjo ... 063894323/


thor_man
Innlegg: 276
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá thor_man » 29.des 2014, 11:19

Túrbínulaus LC62 (með fjórum ferköntuðum framljósum) mætti vera heldur sprækari, hafa einhverjir hér sett afgastúrbínu á slíka bifreið? Hvaða túrbínu hafa menn þá notað og er hægt að fá soggrein sem passar? Og ef menn vita af myndum af svona mótor, helst syrpu þar sem unnið er við vélina, þá væri vel þegið að fá hlekkinn hér.

User avatar

isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá isak2488 » 11.apr 2015, 18:42

Hafa menn verið að svera boltana í Hubinum á afturhásingunni, þeim sem halda öxlunum á sínum stað.

Lenti í því að slíta alla boltana í smá átökum og eyðilagði gengjurnar.


Image


thor_man
Innlegg: 276
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá thor_man » 11.apr 2015, 19:06

thor_man wrote:Túrbínulaus LC62 (með fjórum ferköntuðum framljósum) mætti vera heldur sprækari, hafa einhverjir hér sett afgastúrbínu á slíka bifreið? Hvaða túrbínu hafa menn þá notað og er hægt að fá soggrein sem passar? Og ef menn vita af myndum af svona mótor, helst syrpu þar sem unnið er við vélina, þá væri vel þegið að fá hlekkinn hér.

Er enginn með ónýtan túrbo-mótor í LC60/61/62, eða forþjöppu og soggrein af mótor í þann bíl?


BragiGG
Innlegg: 157
Skráður: 29.maí 2010, 16:43
Fullt nafn: Bragi Geirdal Guðfinnsson

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá BragiGG » 12.apr 2015, 12:34

Miðað við þetta þá eru turbo bílarninr hj61 http://toyotamarket.ru/eu/791530/
1988 Toyota Hilux

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 626
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá Hjörturinn » 13.apr 2015, 11:04

Hafa menn verið að svera boltana í Hubinum á afturhásingunni, þeim sem halda öxlunum á sínum stað.

ég er með 2 lausnir á hásingunum hjá mér, annarsvegar 10mm pinnbolta með renndum tengiróm og svo pinnbolta úr 100cruiser og rær og kóna úr honum.

Tengiróar lausnin er einfaldari og ódýrari en hin lítur aðeins betur út, setti þetta að framan hjá mér líka í driflokurnar.
hérna eru myndir.

tengirær.jpg
tengirær
tengirær.jpg (68.53 KiB) Viewed 7338 times

100cboltar.jpg
pinnboltar, kónar og rær úr 100 cruiser
100cboltar.jpg (66.07 KiB) Viewed 7338 times


Getur verið að það þurfi að slípa aðeins tengirærnar ef þú ert með þrönga felgumiðju. Svo eru þær bara límdar vel á, þetta hefur svínvirkað í mörg ár.
Já og eitt vesenið við 100 cruiser lausnina er að þú þarft 60 gráður úrsnara til að ná kóninum réttum í öxulinn, þegar þú ert með tengirærnar ræðurru sjálfur kóninum, var þá bara með 90 gráðu úrsnara og renndi rærnar í það sama á móti.
Svo er um að gera að dúndra 14mm felguboltum í þetta í leiðinni :)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

isak2488
Innlegg: 199
Skráður: 25.okt 2010, 21:22
Fullt nafn: Ísak Jansson
Bíltegund: LC HJ61

Re: Toyota LC 60 jeppar, upplýsingar og spjall.

Postfrá isak2488 » 07.jan 2016, 22:58

Sælir, er einhver hérna sem hefur notað millikassa úr 60 cruiser sem skriðgír í 60 cruiser?
ég á annan til sem ég hafði hugsað mér að nota ef það sé hægt.


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur