Eru einhverjir hérna sem hafa verið að styrkja grindina og breytta þessum bílum?? Hvað finnst ykkur um þá á 38"?
Væri gaman að fá að heyra ykkar álit hérna um þessa bíla kosti og galla, Bera þá saman við aðra bíla í þessum flokki
Kv Rúnar
Breytingar á nissan terrano og styrkingar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 274
- Skráður: 02.feb 2010, 11:50
- Fullt nafn: Rúnar ólafsson
- Bíltegund: Terrano II
Re: Breytingar á nissan terrano og styrkingar
enginn verið að fikta við að breytta þessum bílum ????
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Breytingar á nissan terrano og styrkingar
Eru þeir ekki bara ljómandi orginal?
Ég hef heyrt af því að menn hafi fært boddíið aftur á grindinni til að komast hjá því að skera úr framhurðunum fyrir 38". Það er þá óþarfi ef farið er í að hásingavæða að framan, sýnist mönnum svo.
Á súkkunum hafa verið settir styrktarbitar milli klafa að framan og gefið góða raun. Meira veit ég ekki. Nú hlýtur umræðan að detta í gang.
Kv.
Gísli
Ég hef heyrt af því að menn hafi fært boddíið aftur á grindinni til að komast hjá því að skera úr framhurðunum fyrir 38". Það er þá óþarfi ef farið er í að hásingavæða að framan, sýnist mönnum svo.
Á súkkunum hafa verið settir styrktarbitar milli klafa að framan og gefið góða raun. Meira veit ég ekki. Nú hlýtur umræðan að detta í gang.
Kv.
Gísli
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 274
- Skráður: 02.feb 2010, 11:50
- Fullt nafn: Rúnar ólafsson
- Bíltegund: Terrano II
Re: Breytingar á nissan terrano og styrkingar
þeir eru mjög góðir orginal en skemmtilegri þegar þeir eru komnir á aðeins stærri dekk
En með að færa bodyið þá hef ég bara heyrt um einn bíll sem það hefur verið gert við.
En áttu einhverjar myndir af því hvernig styrkinginn er á sukkuni á grindinni??
En með að færa bodyið þá hef ég bara heyrt um einn bíll sem það hefur verið gert við.
En áttu einhverjar myndir af því hvernig styrkinginn er á sukkuni á grindinni??
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Breytingar á nissan terrano og styrkingar
Ég held að menn hafi aðallega verið að færa boddýið aftur á navöruni til að þurfa ekki að skera hálfa hurðina af. Terrano er ábyggilega fínn á 38, félagi minn átti svona um daginn og lét mjög vel af honum.
Styrking á milli klafa er til þess að binda saman hægri og vinstri hluta grindarinnar til að minka vinding á framstellinu þegar allt fer á fullt. Sumir af stærri jeppunum eru með þetta orginal minnir mig eins og Trooper, Pajero og LC90. Það er eins og mig minni að Terrano sé með bita boltaðan í klafafestingarnar að neðan og liggi undir drifinu.
Styrking á milli klafa er til þess að binda saman hægri og vinstri hluta grindarinnar til að minka vinding á framstellinu þegar allt fer á fullt. Sumir af stærri jeppunum eru með þetta orginal minnir mig eins og Trooper, Pajero og LC90. Það er eins og mig minni að Terrano sé með bita boltaðan í klafafestingarnar að neðan og liggi undir drifinu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Breytingar á nissan terrano og styrkingar
Ég held að súkkan sé bara með svert flatjárn sem boltast framaná í sitthvorn fremri spyrnuboltann, veit ekki hvort það er soðið fast í grind líka, held ekki.
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Breytingar á nissan terrano og styrkingar
Ég hef svolítið pælt í að breyta svona bíl, sit uppi með einn svona á láni og verð að eiga hann eitthvað áfram og því gælt við að
breyta honum fyrir 38" en hann er á 33" núna og maður sér glöggt að það er ekki auðvelt að koma mikið stærri dekkjum fyrir án töluverðra
tilfæringa. Hallast helst að því að best væri að fá hásingar undan stórabróður Patrol og setja þær undir ásamt millikassa og smíða millistykki
fyrir sjálskiptinguna. Hann myndi breikka eitthvað við þetta og verða bara vígalegri, best væri að ná í gamlan Patrol (með ónýta vél) helst með
hásingum sem búið væri að setja í læsingar, færa báðar hásingar og henda klafa dótinu og þá hugsa ég að þetta gæti orðið hinn besti fjallabíll.
Ég veit að þeir hafa verið settir á 38" og það held ég á klöfunum en ég hef enga trú á að það geti gengið til lengri tíma án vandræða.

Hér er einn á 38" Mynd af vef http://www.alltplast.net/?a=5&teg=Nissan
breyta honum fyrir 38" en hann er á 33" núna og maður sér glöggt að það er ekki auðvelt að koma mikið stærri dekkjum fyrir án töluverðra
tilfæringa. Hallast helst að því að best væri að fá hásingar undan stórabróður Patrol og setja þær undir ásamt millikassa og smíða millistykki
fyrir sjálskiptinguna. Hann myndi breikka eitthvað við þetta og verða bara vígalegri, best væri að ná í gamlan Patrol (með ónýta vél) helst með
hásingum sem búið væri að setja í læsingar, færa báðar hásingar og henda klafa dótinu og þá hugsa ég að þetta gæti orðið hinn besti fjallabíll.
Ég veit að þeir hafa verið settir á 38" og það held ég á klöfunum en ég hef enga trú á að það geti gengið til lengri tíma án vandræða.

Hér er einn á 38" Mynd af vef http://www.alltplast.net/?a=5&teg=Nissan
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 274
- Skráður: 02.feb 2010, 11:50
- Fullt nafn: Rúnar ólafsson
- Bíltegund: Terrano II
Re: Breytingar á nissan terrano og styrkingar
Við erum að fara breytta 2 döddum annar stuttur og hinn langur, ég er mikið búinn að hugsa um að setja hásingu undir hjá mér en ég ætla láta það bíða betri tíma, erum bráðlega að fara að bodyhækka og græja og gera og svo hægt verði að koma aðeins stærri blöðrum undir:)
Var nefnilega búinn að heyra að þeir hafa verið styrktir á grind fyrir aftan klafan og langaði mjög að sjá hvernig það hefðir verið gert.
Var nefnilega búinn að heyra að þeir hafa verið styrktir á grind fyrir aftan klafan og langaði mjög að sjá hvernig það hefðir verið gert.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 274
- Skráður: 02.feb 2010, 11:50
- Fullt nafn: Rúnar ólafsson
- Bíltegund: Terrano II
Re: Breytingar á nissan terrano og styrkingar
jæja þá er ég búinn að breyta einum fyrir 37-38"
hann var hækkaður um 8cm á body og grindin var styrkt fyrir aftan neðri spyrnurnar, og á 37" eru þetta rosalega flottir bílar,
hins vegar vantar hlutföll og þá eru þetta eðalbílar á fjöll, og þar sem ég er ekki nægilega góður að setja inn myndir þá verður það að bíða betri tíma, en komst að því að það var einum bíll breytt þannig að bodyið var fært 4cm aftar og aftur hásingin var færð 14cm í stað 10 cm
sjá hér http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=699475
hann var hækkaður um 8cm á body og grindin var styrkt fyrir aftan neðri spyrnurnar, og á 37" eru þetta rosalega flottir bílar,
hins vegar vantar hlutföll og þá eru þetta eðalbílar á fjöll, og þar sem ég er ekki nægilega góður að setja inn myndir þá verður það að bíða betri tíma, en komst að því að það var einum bíll breytt þannig að bodyið var fært 4cm aftar og aftur hásingin var færð 14cm í stað 10 cm
sjá hér http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.ht ... _id=699475
Re: Breytingar á nissan terrano og styrkingar
hljómar vel, það væri gaman að sjá myndir einhvertíman við tækifæri
kv jb
kv jb
Re: Breytingar á nissan terrano og styrkingar
getiði frætt mig um þessa bíla á 35" það er að segja eyðsla og annað er læsing í þessum bíl orginal?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 274
- Skráður: 02.feb 2010, 11:50
- Fullt nafn: Rúnar ólafsson
- Bíltegund: Terrano II
Re: Breytingar á nissan terrano og styrkingar
það er tregðulæsing í þeim að aftan veit hinsvegar ekki hvað þeir eru að eyða á 35", fer eftir því hvort hann er sjálfskiptur eða beinskiptur
minn er sjálfskiptur og á 33" og innanbæjar er hann að eyða ca 13,5L á 100 og fer alveg niður í 11,5L-12L á 100.
hef heyrt að þeir eru alveg að gera góða hluti á 35" og maður er fær í flestar ferðir á þeim þannig.
minn er sjálfskiptur og á 33" og innanbæjar er hann að eyða ca 13,5L á 100 og fer alveg niður í 11,5L-12L á 100.
hef heyrt að þeir eru alveg að gera góða hluti á 35" og maður er fær í flestar ferðir á þeim þannig.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir