Jæja, Stórferð 4x4 gekk ágætlega þetta árið, hópurinn sem ég er í var 15 tíma frá Hrauneyjum og niður á Bakkaflöt , síðustu hópar voru að skila sér í hádeginu í dag , ca 28 tímum eftir að lagt var af stað, Gríðarlega erfitt færi var á köflum, rosalega mikill snjór og erfiður sykur snjór með skel , áttum í mesta basli sumstaðar en vorum 2 hópur ofan af fjalli á eftir Jeep genginu sem fór þetta á ferðinni bara.
einhverjar myndir úr ferðinni frá mér
Byrja á björgunarleiðangri sem var farið í dag að sækja 49" Econoline sem fór ofan í árfarveg og var við það að velta , mátti ekki miklu muna, þurftum að vera 6 bílar að spila hann upp, 3 að spila hann á hjólin aftur og 3 að taka hann áfram


















